Hellisheiðarvirkjun langt undir væntingum og getu Svavar Hávarðsson. skrifar 10. júní 2013 06:30 Hellisheiðarvirkjun, stærsta virkjun sinnar tegundar í heiminum, framleiðir nú 30 megavöttum minna en um áramót. Eftir að síðasti áfangi virkjunarinnar var tekinn í notkun er ljóst að vinnslusvæði virkjunarinnar stendur ekki undir fullum afköstum hennar. Fréttablaðið/Valli Rannsóknir á jarðhitasvæðum í Henglinum leiða í ljós að núverandi vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar stendur ekki undir fullri framleiðslu til frambúðar. Þegar hefur verið dregið úr rafmagnsframleiðslu. Frekari vandi er fyrirsjáanlegur ef ekkert er að gert. Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur nú til skoðunar að tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð til að tryggja þannig full afköst virkjunarinnar, og tekjur til næstu ára. Í gögnum OR, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að bróðurpartur vinnslu Hellisheiðarvirkjunar einskorðast við þröngt svæði og lítið virðist vera að finna utan þess. Vinnslusvæði virkjunarinnar er því minna og ekki eins orkuríkt og talið var. Undanfarið hafa niðurrennslisholur einnig farið að taka við minna vatni en áður og verði framhald þar á, gæti þurft að draga úr framleiðslu strax á þessu ári. Sá samdráttur bætist við þann vanda sem fyrr var lýst. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að bæta verði við gufu til að halda fullum rekstri til framtíðar. „Það er alveg ljóst. Ef ekkert verður gert mun framleiðslan halda áfram að minnka, jafnvel nokkuð hratt.“ Uppsett afl virkunarinnar er 303 megavött (MW) og framleiddi á fullum afköstum fram til síðustu áramóta. Hún getur í dag mest framleitt 276 megavött. Vísindamenn OR áætla að afköst muni falla um sem jafngildir sex megavöttum á ári að meðaltali. Allt bendir til of hraðrar uppbyggingar virkjunarinnar. Besta leiðin til að viðhalda vinnslu Hellisheiðarvirkjunar er talin að tengja borholur á háhitasvæðinu í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun með gufulögn, en í Hverahlíð stefndi OR á að byggja næstu stóru jarðhitavirkjun sína. Bjarni segir að miðað við tímaáætlun, að því gefnu að nýtt umhverfismat sé ekki nauðsynlegt, þá myndi gufulögnin komast í gagnið haustið 2014, en stjórn fyrirtækisins hefur ekki tekið ákvörðun um að fara þessa leið. Gróft kostnaðarmat framkvæmdarinnar er hátt í þrír milljarðar króna, en erfitt er að meta kostnaðinn þar sem hönnun er skammt á veg komin. Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag. Innlent Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Rannsóknir á jarðhitasvæðum í Henglinum leiða í ljós að núverandi vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar stendur ekki undir fullri framleiðslu til frambúðar. Þegar hefur verið dregið úr rafmagnsframleiðslu. Frekari vandi er fyrirsjáanlegur ef ekkert er að gert. Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur nú til skoðunar að tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð til að tryggja þannig full afköst virkjunarinnar, og tekjur til næstu ára. Í gögnum OR, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að bróðurpartur vinnslu Hellisheiðarvirkjunar einskorðast við þröngt svæði og lítið virðist vera að finna utan þess. Vinnslusvæði virkjunarinnar er því minna og ekki eins orkuríkt og talið var. Undanfarið hafa niðurrennslisholur einnig farið að taka við minna vatni en áður og verði framhald þar á, gæti þurft að draga úr framleiðslu strax á þessu ári. Sá samdráttur bætist við þann vanda sem fyrr var lýst. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að bæta verði við gufu til að halda fullum rekstri til framtíðar. „Það er alveg ljóst. Ef ekkert verður gert mun framleiðslan halda áfram að minnka, jafnvel nokkuð hratt.“ Uppsett afl virkunarinnar er 303 megavött (MW) og framleiddi á fullum afköstum fram til síðustu áramóta. Hún getur í dag mest framleitt 276 megavött. Vísindamenn OR áætla að afköst muni falla um sem jafngildir sex megavöttum á ári að meðaltali. Allt bendir til of hraðrar uppbyggingar virkjunarinnar. Besta leiðin til að viðhalda vinnslu Hellisheiðarvirkjunar er talin að tengja borholur á háhitasvæðinu í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun með gufulögn, en í Hverahlíð stefndi OR á að byggja næstu stóru jarðhitavirkjun sína. Bjarni segir að miðað við tímaáætlun, að því gefnu að nýtt umhverfismat sé ekki nauðsynlegt, þá myndi gufulögnin komast í gagnið haustið 2014, en stjórn fyrirtækisins hefur ekki tekið ákvörðun um að fara þessa leið. Gróft kostnaðarmat framkvæmdarinnar er hátt í þrír milljarðar króna, en erfitt er að meta kostnaðinn þar sem hönnun er skammt á veg komin. Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag.
Innlent Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira