Hvar liggja mörk ofbeldis? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 20. júní 2013 06:00 Saga almennrar óþekktar í skólastofunni er þekkt frá upphafi skólastarfs en að margra mati hefur orðið breyting til hins verra síðustu ár. Samfélagið allt hefur upplifað reiði, hneykslan og særindi sem hafa skilað sér í harkalegri orðræðu, persónuárásum og svívirðingum í athugasemdum samfélagsmiðla. Nýútskrifaðir grunnskólakennarar segja næstum allir að það sem komi þeim mest á óvart þegar þeir hefja störf sé ónóg þekking á hegðunarvanda barna. Undir þetta taka reyndir kennarar sem segja að mest skorti handleiðslu í skólastofunni til að takast betur á við alvarlega og óæskilega hegðun. Kennarar segjast fá feikinóg af pappírum um hvað eigi að gera þegar úrskurðað er að barn þurfi stuðning en að raunveruleg úrræði skorti. Foreldrar hafa allir heyrt af alvarlegum uppákomum í skólastofunum og margir hafa áhyggjur af því að aukinn hegðunarvandi barna tefji fyrir námi. Spurningin hlýtur að vakna hvort vandinn sé þjóðfélagsmein. Hafa þolmörkin fyrir ofbeldi færst til? Þetta hefur allt áhrif á skólana okkar, kennarana og börnin. Börnin okkar alast upp með síma og tölvur í fanginu og taka þátt í umræðum um ótrúlegustu hluti alla daga ársins. Þau horfa á þá sem eldri eru takast harkalega á með orðfæri sem flokkast sem ofbeldi. Þolið fyrir óviðunandi hegðun í samfélaginu hefur aukist og fréttir, myndir og myndbönd sem sýna ofbeldi eru aðgengilegri en nokkru sinni fyrr. Mat á hegðun og samskiptum er flókið og mörkin á milli þess hvað er óásættanleg hegðun og hvað ekki eru afar mismunandi. Hegðun sem flokkuð er eðlileg í einum skóla er talin ólíðandi í öðrum. Brúarskóli er sérlega flottur sérskóli í Reykjavík sem menntar börn með geðraskanir og börn í vímuefnavanda. Þar fer fram þjónusta við börn og ungmenni sem eiga erfitt með að fóta sig í venjulegu skólaumhverfi í lengri eða skemmri tíma. Í Brúarskóla er lögð sérstök áhersla á að skilgreina hvað sé ásættanleg hegðun og markvisst unnið í því að krakkarnir haldi sig réttum megin við línuna. Að auki veitir starfsfólk Brúarskóla ráðgjöf til grunnskóla vegna barna með hegðunarvanda. Reynslan af þessari ráðgjöf er sérlega góð. Í raun er biðlisti eftir plássum í Brúarskóla og langur biðlisti eftir ráðgjöf skólans enda þekking starfsmanna Brúarskóla á hegðunarvandamálum mikil.Of hár þröskuldur Starfsfólk Brúarskóla telur að í grunnskólum borgarinnar sé oft á tíðum of hár þröskuldur gagnvart því hvað sé ofbeldi. Reynsla þeirra sýnir að stundum aðhafist kennarar ekkert eða ekki nægjanlega mikið þrátt fyrir að þeir eða börn verði fyrir andlegu og jafnvel líkamlegu ofbeldi í skólastofunni. Þetta er bagalegt því þrátt fyrir að hver og einn hafi mismunandi þol fyrir óæskilegum samskiptum þarf að vera skýrt í huga kennara hvaða hegðun flokkist sem ofbeldi eða ógnandi hegðun. Í Brúarskóla liggur þetta ansi skýrt fyrir og í hverri stofu eru skýringarmyndir sem minna starfsmenn og nemendur á hvaða hegðun er óásættanleg. Það er ofbeldi að hrinda eða ýta, að segjast ætla að lemja einhvern. Orðin geta líka verið ofbeldi. Starfsmenn geta þannig bent krökkunum á hegðun sem er ekki í lagi og rætt uppákomur ásamt því að börnin taka þátt í að bæta við listann ef einhverjar uppákomur verða. Þannig er stöðugt verið að ræða um hvar mörkin liggja.Skýra umræðu strax Vissulega er nóg að gera í skólastofunni og fleira á dagskrá en umræða um hegðun. Það er þó líklegt að óæskileg hegðun, þó ekki sé nema eins nemanda, trufli miklu meira en góðu hófi gegnir og tímanum því vel varið í að ræða um hegðun við börnin. Í íslenskri rannsókn frá 2006 kom fram að í þeim skólum þar sem agavandamál eru hvað minnst einkennast viðhorf starfsfólks til nemenda af jákvæðni, hlýju og virðingu. Í sömu rannsókn sést einnig að langflestir nemendur hegða sér vel en að kennarar eigi erfitt með að stjórna hegðun á öllum aldursstigum. Skýr umræða um mörk þarf þannig að hefjast strax við upphaf grunnskóla í samstarfi við foreldra. Í ljósi þess hve þyngstu málin reynast skólum erfið er einnig mikilvægt að huga betur að því hvort almennur grunnskóli sé bestur fyrir þá nemendur sem eru verst staddir. Samskipti eru alls staðar flókin, ekki bara í skólum. Það er kúnst að vera góður í samskiptum og ekki öllum jafnt gefið í þeim efnum. Kennarar hafa í gegnum aldirnar þurft að takast á við alls kyns uppákomur í skólum og munu þurfa þess áfram. Hæfileikar þeirra til að takast á við ólíka einstaklinga og ólíka foreldra skipta sköpum. Kennarar eru hins vegar ekki einir ábyrgir fyrir því hvernig börnin okkar hegða sér. Við erum það öll og þurfum að benda hvert öðru á að sýna náunganum virðingu. Við erum fyrirmyndirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun
Saga almennrar óþekktar í skólastofunni er þekkt frá upphafi skólastarfs en að margra mati hefur orðið breyting til hins verra síðustu ár. Samfélagið allt hefur upplifað reiði, hneykslan og særindi sem hafa skilað sér í harkalegri orðræðu, persónuárásum og svívirðingum í athugasemdum samfélagsmiðla. Nýútskrifaðir grunnskólakennarar segja næstum allir að það sem komi þeim mest á óvart þegar þeir hefja störf sé ónóg þekking á hegðunarvanda barna. Undir þetta taka reyndir kennarar sem segja að mest skorti handleiðslu í skólastofunni til að takast betur á við alvarlega og óæskilega hegðun. Kennarar segjast fá feikinóg af pappírum um hvað eigi að gera þegar úrskurðað er að barn þurfi stuðning en að raunveruleg úrræði skorti. Foreldrar hafa allir heyrt af alvarlegum uppákomum í skólastofunum og margir hafa áhyggjur af því að aukinn hegðunarvandi barna tefji fyrir námi. Spurningin hlýtur að vakna hvort vandinn sé þjóðfélagsmein. Hafa þolmörkin fyrir ofbeldi færst til? Þetta hefur allt áhrif á skólana okkar, kennarana og börnin. Börnin okkar alast upp með síma og tölvur í fanginu og taka þátt í umræðum um ótrúlegustu hluti alla daga ársins. Þau horfa á þá sem eldri eru takast harkalega á með orðfæri sem flokkast sem ofbeldi. Þolið fyrir óviðunandi hegðun í samfélaginu hefur aukist og fréttir, myndir og myndbönd sem sýna ofbeldi eru aðgengilegri en nokkru sinni fyrr. Mat á hegðun og samskiptum er flókið og mörkin á milli þess hvað er óásættanleg hegðun og hvað ekki eru afar mismunandi. Hegðun sem flokkuð er eðlileg í einum skóla er talin ólíðandi í öðrum. Brúarskóli er sérlega flottur sérskóli í Reykjavík sem menntar börn með geðraskanir og börn í vímuefnavanda. Þar fer fram þjónusta við börn og ungmenni sem eiga erfitt með að fóta sig í venjulegu skólaumhverfi í lengri eða skemmri tíma. Í Brúarskóla er lögð sérstök áhersla á að skilgreina hvað sé ásættanleg hegðun og markvisst unnið í því að krakkarnir haldi sig réttum megin við línuna. Að auki veitir starfsfólk Brúarskóla ráðgjöf til grunnskóla vegna barna með hegðunarvanda. Reynslan af þessari ráðgjöf er sérlega góð. Í raun er biðlisti eftir plássum í Brúarskóla og langur biðlisti eftir ráðgjöf skólans enda þekking starfsmanna Brúarskóla á hegðunarvandamálum mikil.Of hár þröskuldur Starfsfólk Brúarskóla telur að í grunnskólum borgarinnar sé oft á tíðum of hár þröskuldur gagnvart því hvað sé ofbeldi. Reynsla þeirra sýnir að stundum aðhafist kennarar ekkert eða ekki nægjanlega mikið þrátt fyrir að þeir eða börn verði fyrir andlegu og jafnvel líkamlegu ofbeldi í skólastofunni. Þetta er bagalegt því þrátt fyrir að hver og einn hafi mismunandi þol fyrir óæskilegum samskiptum þarf að vera skýrt í huga kennara hvaða hegðun flokkist sem ofbeldi eða ógnandi hegðun. Í Brúarskóla liggur þetta ansi skýrt fyrir og í hverri stofu eru skýringarmyndir sem minna starfsmenn og nemendur á hvaða hegðun er óásættanleg. Það er ofbeldi að hrinda eða ýta, að segjast ætla að lemja einhvern. Orðin geta líka verið ofbeldi. Starfsmenn geta þannig bent krökkunum á hegðun sem er ekki í lagi og rætt uppákomur ásamt því að börnin taka þátt í að bæta við listann ef einhverjar uppákomur verða. Þannig er stöðugt verið að ræða um hvar mörkin liggja.Skýra umræðu strax Vissulega er nóg að gera í skólastofunni og fleira á dagskrá en umræða um hegðun. Það er þó líklegt að óæskileg hegðun, þó ekki sé nema eins nemanda, trufli miklu meira en góðu hófi gegnir og tímanum því vel varið í að ræða um hegðun við börnin. Í íslenskri rannsókn frá 2006 kom fram að í þeim skólum þar sem agavandamál eru hvað minnst einkennast viðhorf starfsfólks til nemenda af jákvæðni, hlýju og virðingu. Í sömu rannsókn sést einnig að langflestir nemendur hegða sér vel en að kennarar eigi erfitt með að stjórna hegðun á öllum aldursstigum. Skýr umræða um mörk þarf þannig að hefjast strax við upphaf grunnskóla í samstarfi við foreldra. Í ljósi þess hve þyngstu málin reynast skólum erfið er einnig mikilvægt að huga betur að því hvort almennur grunnskóli sé bestur fyrir þá nemendur sem eru verst staddir. Samskipti eru alls staðar flókin, ekki bara í skólum. Það er kúnst að vera góður í samskiptum og ekki öllum jafnt gefið í þeim efnum. Kennarar hafa í gegnum aldirnar þurft að takast á við alls kyns uppákomur í skólum og munu þurfa þess áfram. Hæfileikar þeirra til að takast á við ólíka einstaklinga og ólíka foreldra skipta sköpum. Kennarar eru hins vegar ekki einir ábyrgir fyrir því hvernig börnin okkar hegða sér. Við erum það öll og þurfum að benda hvert öðru á að sýna náunganum virðingu. Við erum fyrirmyndirnar.