Matur

Inniheldur aðeins 1/7 af hitaeiningum venjulegrar pitsu: Uppskrift að blómkálspítsubotni

Marín Manda skrifar
María Rós Gústavsdóttir hefur dálæti á hollu mataræði.
María Rós Gústavsdóttir hefur dálæti á hollu mataræði.

María Rós Gústavsdóttir er nemandi á öðru ári í Verslunarskólanum en hún hefur mikinn áhuga á lágkolvetna mataræði.

María deilir hér skemmtilegri uppskrift að lágkolvetna pitsu með geitaosti og pepperoni. Pitsan inniheldur aðeins 1/7 af þeim hitaeiningum sem eru í venjulegri pitsu.

Blómkálspitsubotn

Hann er sykur-, hveiti- og gerlaus.

Blómkálshaus

1 egg

1/3 bolli mozzarella-ostur

½ tsk. fennel

1 tsk. ítalskt krydd

¼ tsk. salt

1 tsk. pipar

Setjið blómkálshausinn í matvinnsluvél og fínmalið hann í litla bita, setjið svo í skál og í örbylgjuofn í 7 mínútur.

Setjið því næst allt í viskustykki og kreistið allan vökva úr blómkálinu. Bætið egginu, ostinum og kryddinu við blómkálið og setjið þunnt lag á bökunarpappír.

Bakist í 15-20 mín á 180 gráðum.

Svo eru tómatpúrra, ostur, geitaostur, pepperoni og tómatur sett ofan á. Síðan er blómkálspitsan sett aftur í ofninn í u.þ.b. 5 mín. Setjið klettasalat yfir seinast.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.