Denzel ekkert lamb að leika sér við Kristjana Arnarsdóttir skrifar 30. júlí 2013 07:00 Baltasar Kormákur frumsýndi stórmyndina 2 Guns í gærkvöld en myndin skartar þeim Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum. getty/nordicphotos „Það er mikil spenna í gangi og ég er alveg haugstressaður,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem staddur er í New York við frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar 2 Guns. Myndin skartar stórleikurunum Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum, en Wahlberg fór einnig með hlutverk í Contraband sem Baltasar leikstýrði í fyrra. Blaðamaður náði tali af leikstjóranum fyrir frumsýninguna í gær en þá hafði hann lokið við fjöldann allan af viðtölum ásamt aðalleikurum myndarinnar. „Þetta er búið að vera algjört maraþon í dag. Pressan verður auðvitað alltaf meiri og meiri með þessum stóru verkefnum og það er búið að veggfóðra borgina með plakötum og öðru.“ Spurður að því hvernig það sé að vinna með reynsluboltum eins og Denzel Washington og Mark Wahlberg segir Baltasar það hafa verið skemmtilegt en krefjandi. „Denzel er ekkert lamb að leika sér við en á móti kemur að hann er alveg frábær leikari. Mark þekki ég orðið vel og við erum orðnir góðir vinir svo það er aðeins auðveldara og þægilegra, bara eins og þegar ég vinn með íslenskum vinum mínum.“Hér sjást þeir Denzel Washington og Mark Wahlberg í hlutverkum sínum en Baltasar fylgist grannt með gangi mála.Frumsýningin fór fram í New York þar sem aðalleikararnir eru báðir í verkefnum á austurströndinni. Baltasar bauð allri fjölskyldunni með sér út og var tilhlökkunin mikil. „Hér erum við öll, það þarf rútur til að flytja okkur á milli. Ég ákvað að taka alla krakkana með en þetta er fyrsta stóra frumsýningin erlendis sem þau fá að upplifa og þau eru rosalega spennt.“ Baltasar hefur í nógu að snúast en fram undan eru tökur á næstu stórmynd, Everest, og hefst undirbúningur fyrir hana í ágúst. Margir þekktir leikarar hafa verið orðaðir við myndina, nú síðast þeir Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark.Samningaviðræður við leikarana eru í gangi um þessar mundir. „Það er ekki búið að staðfesta þetta alveg en þetta er á síðustu metrunum. Tökurnar eiga svo að hefjast í lok október en þetta er að sjálfsögðu alltaf háð breytingum. Þetta lítur hins vegar mjög vel út,“ sagði leikstjórinn að lokum. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Það er mikil spenna í gangi og ég er alveg haugstressaður,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem staddur er í New York við frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar 2 Guns. Myndin skartar stórleikurunum Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum, en Wahlberg fór einnig með hlutverk í Contraband sem Baltasar leikstýrði í fyrra. Blaðamaður náði tali af leikstjóranum fyrir frumsýninguna í gær en þá hafði hann lokið við fjöldann allan af viðtölum ásamt aðalleikurum myndarinnar. „Þetta er búið að vera algjört maraþon í dag. Pressan verður auðvitað alltaf meiri og meiri með þessum stóru verkefnum og það er búið að veggfóðra borgina með plakötum og öðru.“ Spurður að því hvernig það sé að vinna með reynsluboltum eins og Denzel Washington og Mark Wahlberg segir Baltasar það hafa verið skemmtilegt en krefjandi. „Denzel er ekkert lamb að leika sér við en á móti kemur að hann er alveg frábær leikari. Mark þekki ég orðið vel og við erum orðnir góðir vinir svo það er aðeins auðveldara og þægilegra, bara eins og þegar ég vinn með íslenskum vinum mínum.“Hér sjást þeir Denzel Washington og Mark Wahlberg í hlutverkum sínum en Baltasar fylgist grannt með gangi mála.Frumsýningin fór fram í New York þar sem aðalleikararnir eru báðir í verkefnum á austurströndinni. Baltasar bauð allri fjölskyldunni með sér út og var tilhlökkunin mikil. „Hér erum við öll, það þarf rútur til að flytja okkur á milli. Ég ákvað að taka alla krakkana með en þetta er fyrsta stóra frumsýningin erlendis sem þau fá að upplifa og þau eru rosalega spennt.“ Baltasar hefur í nógu að snúast en fram undan eru tökur á næstu stórmynd, Everest, og hefst undirbúningur fyrir hana í ágúst. Margir þekktir leikarar hafa verið orðaðir við myndina, nú síðast þeir Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark.Samningaviðræður við leikarana eru í gangi um þessar mundir. „Það er ekki búið að staðfesta þetta alveg en þetta er á síðustu metrunum. Tökurnar eiga svo að hefjast í lok október en þetta er að sjálfsögðu alltaf háð breytingum. Þetta lítur hins vegar mjög vel út,“ sagði leikstjórinn að lokum.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira