Hvernig eigum við að breyta? Árni Páll Árnason skrifar 30. júlí 2013 06:00 Með nýju breytingaákvæði við stjórnarskrána, sem samþykkt var á sumarþingi, munu gefast ný tækifæri til stjórnarskrárbreytinga. En hvernig á að nýta þau tækifæri? Ný nefnd um stjórnarskrárbreytingar, með fulltrúum allra flokka, mun hefja störf fljótlega. Á vettvangi hennar mun þurfa að ná samstöðu um verklagið. Hér er mín tillaga: Við eigum að nýta okkur hið nýja breytingaákvæði og svigrúmið sem það veitir til að áfangaskipta verkefninu. Verklagið við stjórnarskrárbreytingar hingað til hefur skilað litlu og það hefur stafað af því að allir vita að málum verður aðeins lokið við lok kjörtímabils. Nú eru komnir aðrir tímar og þess vegna hægt að vinna að stjórnarskrárumbótum allt kjörtímabilið og skila niðurstöðu í þremur áföngum: Þeim fyrsta sem verði lokið í vetur og verði lagður fyrir þjóðina samhliða sveitarstjórnarkosningum að vori, öðrum sem verði lokið í tíma fyrir forsetakosningar 2016 og þeim þriðja sem yrði lokið fyrir lok kjörtímabils.Góð samstaða Við alþingismenn verðum að sýna þjóðinni að við getum náð víðtækri samstöðu um ákveðnar breytingar fyrir næsta vor. Þar tel ég augljóst að við byrjum á ákvæði um auðlindir í almannaeign og þjóðaratkvæðagreiðslur. Um það ætti að geta orðið góð samstaða – þetta eru atriðin sem forsætisráðherra nefndi sem áhersluatriði í vinnu við stjórnarskrána í stefnuræðu sinni nú snemmsumars og þessi atriði voru meðal þeirra atriða sem þjóðin lýsti miklum stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni síðasta haust. Það hefur mikið starf farið fram við þróun ákvæðis um almannaeign á auðlindum, allt frá árinu 2000, og allir flokkar hafa á einhverjum tíma lagt fram drög að slíku ákvæði. Ef við horfum á þau atriði sem almenn samstaða er um ætti okkur að vera vandalaust að setja saman skýrt almannaeignarákvæði. Með sama hætti er orðið afar brýnt að setja almennt ákvæði um rétt tiltekins hluta þjóðarinnar og minnihluta þingsins til að setja mál í þjóðaratkvæði. Málskotsréttur forseta er góður út af fyrir sig en hvorki þjóðin né minnihluti þingsins getur sætt sig við að eiga aðgang að þjóðaratkvæði undir mati eins manns, sem ekki byggir á efnislegum viðmiðum nema að litlu leyti. Við ákváðum að setja á fót á Íslandi lýðveldi en ekki menntað einveldi. Til þess að það virki þarf þjóðin og minnihluti þings að eiga sjálfstæðan málskotsrétt.Skýr umgjörð Við þurfum að hafa skýra umgjörð um rétt þjóðarinnar til að kalla fram þjóðaratkvæði. Fólk á rétt á því að um slíkt frumkvæði almennings gildi skýrar reglur og skýr umgjörð, sem veitir fólki raunverulega vissu fyrir því að ef tilteknu marki undirskrifta er náð muni þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram. Þróun mála í stjórnskipuninni undanfarin ár gerir það líka nauðsynlegt að þriðjungur þingmanna fái þann rétt að vísa málum til þjóðarinnar. Slíkt ákvæði er í dönsku stjórnarskránni og það hefur virkað þar svo vel að því hefur aldrei verið beitt. Ástæðan er sú að ákvæðið hvetur stjórnvöld á hverjum tíma til að afla víðtækrar samstöðu um umdeild mál og það er nokkuð sem okkur hefur átakanlega skort undanfarin ár. Það gæti þannig orðið forsenda nýrra og betri vinnubragða í íslenskum stjórnmálum. Forseti Íslands hefur nú nýverið skilgreint málþóf sem einu leið minnihluta þings til að auka líkur á þjóðaratkvæðagreiðslu, að óbreyttri stjórnskipan. Ef leikreglunum verður ekki breytt stefnir því allt í það að málþófið muni áfram ríkja eitt.Glæsilegt upphaf Þótt við næðum ekki meiru í höfn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar að vori en ákvæði um almannaeign á auðlindum og nýjum ákvæðum um rétt tiltekins fjölda landsmanna og minnihluta þings til að vísa málum til þjóðaratkvæðis værum við að ná miklum árangri. Til viðbótar ættum við öll að sameinast um að leggja af Landsdóm og koma meðferð brota ráðamanna í sama farveg og brota annarra landsmanna. Það væri glæsilegt upphaf á lengri vegferð stjórnskipunarumbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Með nýju breytingaákvæði við stjórnarskrána, sem samþykkt var á sumarþingi, munu gefast ný tækifæri til stjórnarskrárbreytinga. En hvernig á að nýta þau tækifæri? Ný nefnd um stjórnarskrárbreytingar, með fulltrúum allra flokka, mun hefja störf fljótlega. Á vettvangi hennar mun þurfa að ná samstöðu um verklagið. Hér er mín tillaga: Við eigum að nýta okkur hið nýja breytingaákvæði og svigrúmið sem það veitir til að áfangaskipta verkefninu. Verklagið við stjórnarskrárbreytingar hingað til hefur skilað litlu og það hefur stafað af því að allir vita að málum verður aðeins lokið við lok kjörtímabils. Nú eru komnir aðrir tímar og þess vegna hægt að vinna að stjórnarskrárumbótum allt kjörtímabilið og skila niðurstöðu í þremur áföngum: Þeim fyrsta sem verði lokið í vetur og verði lagður fyrir þjóðina samhliða sveitarstjórnarkosningum að vori, öðrum sem verði lokið í tíma fyrir forsetakosningar 2016 og þeim þriðja sem yrði lokið fyrir lok kjörtímabils.Góð samstaða Við alþingismenn verðum að sýna þjóðinni að við getum náð víðtækri samstöðu um ákveðnar breytingar fyrir næsta vor. Þar tel ég augljóst að við byrjum á ákvæði um auðlindir í almannaeign og þjóðaratkvæðagreiðslur. Um það ætti að geta orðið góð samstaða – þetta eru atriðin sem forsætisráðherra nefndi sem áhersluatriði í vinnu við stjórnarskrána í stefnuræðu sinni nú snemmsumars og þessi atriði voru meðal þeirra atriða sem þjóðin lýsti miklum stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni síðasta haust. Það hefur mikið starf farið fram við þróun ákvæðis um almannaeign á auðlindum, allt frá árinu 2000, og allir flokkar hafa á einhverjum tíma lagt fram drög að slíku ákvæði. Ef við horfum á þau atriði sem almenn samstaða er um ætti okkur að vera vandalaust að setja saman skýrt almannaeignarákvæði. Með sama hætti er orðið afar brýnt að setja almennt ákvæði um rétt tiltekins hluta þjóðarinnar og minnihluta þingsins til að setja mál í þjóðaratkvæði. Málskotsréttur forseta er góður út af fyrir sig en hvorki þjóðin né minnihluti þingsins getur sætt sig við að eiga aðgang að þjóðaratkvæði undir mati eins manns, sem ekki byggir á efnislegum viðmiðum nema að litlu leyti. Við ákváðum að setja á fót á Íslandi lýðveldi en ekki menntað einveldi. Til þess að það virki þarf þjóðin og minnihluti þings að eiga sjálfstæðan málskotsrétt.Skýr umgjörð Við þurfum að hafa skýra umgjörð um rétt þjóðarinnar til að kalla fram þjóðaratkvæði. Fólk á rétt á því að um slíkt frumkvæði almennings gildi skýrar reglur og skýr umgjörð, sem veitir fólki raunverulega vissu fyrir því að ef tilteknu marki undirskrifta er náð muni þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram. Þróun mála í stjórnskipuninni undanfarin ár gerir það líka nauðsynlegt að þriðjungur þingmanna fái þann rétt að vísa málum til þjóðarinnar. Slíkt ákvæði er í dönsku stjórnarskránni og það hefur virkað þar svo vel að því hefur aldrei verið beitt. Ástæðan er sú að ákvæðið hvetur stjórnvöld á hverjum tíma til að afla víðtækrar samstöðu um umdeild mál og það er nokkuð sem okkur hefur átakanlega skort undanfarin ár. Það gæti þannig orðið forsenda nýrra og betri vinnubragða í íslenskum stjórnmálum. Forseti Íslands hefur nú nýverið skilgreint málþóf sem einu leið minnihluta þings til að auka líkur á þjóðaratkvæðagreiðslu, að óbreyttri stjórnskipan. Ef leikreglunum verður ekki breytt stefnir því allt í það að málþófið muni áfram ríkja eitt.Glæsilegt upphaf Þótt við næðum ekki meiru í höfn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar að vori en ákvæði um almannaeign á auðlindum og nýjum ákvæðum um rétt tiltekins fjölda landsmanna og minnihluta þings til að vísa málum til þjóðaratkvæðis værum við að ná miklum árangri. Til viðbótar ættum við öll að sameinast um að leggja af Landsdóm og koma meðferð brota ráðamanna í sama farveg og brota annarra landsmanna. Það væri glæsilegt upphaf á lengri vegferð stjórnskipunarumbóta.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar