Steldu.net Guðmundur Andri Thorsson skrifar 12. ágúst 2013 07:00 Það er alltaf verið að brjótast inn. Og þrátt fyrir það að alltaf sé verið að reyna að búa til nýjar þjófavarnir og hvernig sem lögreglan reynir þá er eins og sumir þjófar séu alltaf skrefinu á undan og sjái við varnarkerfunum. Maður hlýtur að spyrja sig: Tekur því að vera yfirleitt að standa í því að koma í veg fyrir innbrot? Á fólk ekki bara að að sætta sig við það að innbrot eru komin til að vera – þetta er víst framtíðin – og hafa bara opið? Það er alltaf verið að brjótast inn í bíla og stela þaðan útvörpum og geislaspilurum. Lögreglan nær einungis að upplýsa örlítið brot af slíkum innbrotum og áleitin spurning hvort yfirleitt taki því að gera sér rellu yfir þeim. Þetta er víst framtíðin. Svona er lífið og réttast að hafa bara bílana ólæsta. Og hvað er annars eign? Eru ekki lög um eignarréttinn löngu úrelt og miðuð við allt annað samfélag? Verðum við ekki að fara að koma okkur út úr þessum forneskjuviðhorfum og til nútímans? Þannig má velta fyrir sér röksemdum þeirra sem aðhyllast frjálst niðurhal á kvikmyndum, tónlist og bókum. Í fyrsta lagi, segja þau, er vonlaust að koma í veg fyrir meirihlutann af þessu. Í öðru lagi er það forneskja að neytandinn geti ekki sjálfur náð sér í þann varning sem hann hefur áhuga á undir eins og honum þóknast. Og í þriðja lagi er höfundarrétturinn úreltur. Þetta eru falsrök. Það að erfitt sé að koma alls staðar með lögregluaðgerðum í veg fyrir einhverja mannlega iðju getur aldrei táknað að samfélagið eigi þar með að fallast á hana. Boð og bönn samfélagsins snúast ekki fyrst og fremst um glæpi og refsingu heldur öllu fremur um sjálfsmynd samfélagsins og sjálfsmynd þeirra einstaklinga sem það mynda – rétt og rangt – almennt siðferði. Er ég manneskja sem getur lifað með því að taka réttmæta eign annarra? Erum við samfélag sem getur lifað með því að líða ránskap? Það að tæknilega sé mögulegt að gera eitthvað gerir það ekki sjálfkrafa æskilegt. Það að mig langi í eitthvað táknar ekki sjálfkrafa að mér beri að fá það fyrirhafnarlaust.Neytandinn über alles Þegar ég sæki mér bíómynd á síðuna deildu.net, sem af stolti auglýsir að hún bjóði nú upp á íslenskt efni, þá er ég ekki bara að taka það ófrjálsri hendi sem mér ber að borga fyrir heldur er ég líka að lýsa því yfir að það fólk sem haft hefur fyrir því að skapa þetta listaverk eigi ekki að fá greitt fyrir vinnu sína. Ég er með þessum gjörningi að lýsa því yfir að matráðsfólkið við gerð myndarinnar eigi ekki að fá greitt fyrir matargerðina, ekki bílstjórarnir sem vinna við gerð myndarinnar, ekki kvikmyndatökufólkið, ekki smiðirnir sem gera leikmyndina, ekki klipparinn, ekki leikstjórinn, ekki leikararnir, ekki þau sem finna tökustaðina, ekki handritshöfundurinn – enginn. Þau hafa – segi ég með þessum gjörningi – engan rétt á launum fyrir vinnu sína: ég hef allan réttinn mín megin vegna þess að ég er nefnilega neytandi. Hið sama gildir um bókagerð og öll afleiddu störfin sem hljótast af iðju skáldsins og hið sama gildir um tónlistina: réttur neytandans til að njóta listarinnar er samkvæmt þessum þankagangi æðri rétti listamannsins til að fá greitt fyrir vinnu sína. Heill stjórnmálaflokkur hefur verið stofnaður utan um þessi mikilsverðu réttindi þess sem situr með hendur í skauti heima í stofu og bíður eftir því að vera skemmt, og kennir sig af stolti við iðju sjóránsmanna fyrri alda og talar í nafni framtíðarinnar. Kallar sig Bófaflokk nema öll gengur sú stigamennska út á að hafa kaupið af fátækum listamönnum.„Þjónustuvandi“ Þess háttar ránskap sem kenndur er við sjórán hefur af talsmönnum hans verið lýst sem „þjónustuvanda“ og reynt að láta líta svo út sem stórfelldur þjófnaður á mynd Baltasars, Djúpið, sé fyrst og fremst því að kenna að dreifingarfyrirtæki hans hafi ekki staðið sig í stykkinu við að gera myndina aðgengilega á netinu. Það má vera að eitthvað sé hæft í því og kannski er undarlegt að ekki sé til síða þar sem hægt er að gerast áskrifandi að íslenskum bíómyndum, en þetta eru líka falsrök og í raun réttlæting á þeirri iðju að stela því sem manni ber ekki. Segjum sem svo að ég búi til afar eftirsóknarverðan lakkrís en sé latur við að koma honum á markað. Einhver neytandi er svo hrifinn af þessum lakkrís að honum finnst eins og hann sé jafnvel á sínum vegum og getur ekki á sér heilum tekið nema fá hann. En þegar hann kemur að tómum hillum stórmarkaðanna er ekki þar með sagt að hann geti bara vaðið inn á lager til mín og sótt sér lakkrís, jafnvel þótt ég geti kannski ekki komið í veg fyrir það og hafi ákaflega sérviskulegar og forneskjulegar hugmyndir um það hvernig lakkrísinn skuli markaðssettur. Þetta er minn varningur, ég bjó hann til, ég stjórna því hvernig hann er á boðstólum. Kannski verður ekki komið í veg fyrir það að fólk hali niður bíómyndum, tónlist og bókum sem annað fólk hefur haft fyrir því að skapa. En það er óþarfi að gera slíkan stuld að dyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Það er alltaf verið að brjótast inn. Og þrátt fyrir það að alltaf sé verið að reyna að búa til nýjar þjófavarnir og hvernig sem lögreglan reynir þá er eins og sumir þjófar séu alltaf skrefinu á undan og sjái við varnarkerfunum. Maður hlýtur að spyrja sig: Tekur því að vera yfirleitt að standa í því að koma í veg fyrir innbrot? Á fólk ekki bara að að sætta sig við það að innbrot eru komin til að vera – þetta er víst framtíðin – og hafa bara opið? Það er alltaf verið að brjótast inn í bíla og stela þaðan útvörpum og geislaspilurum. Lögreglan nær einungis að upplýsa örlítið brot af slíkum innbrotum og áleitin spurning hvort yfirleitt taki því að gera sér rellu yfir þeim. Þetta er víst framtíðin. Svona er lífið og réttast að hafa bara bílana ólæsta. Og hvað er annars eign? Eru ekki lög um eignarréttinn löngu úrelt og miðuð við allt annað samfélag? Verðum við ekki að fara að koma okkur út úr þessum forneskjuviðhorfum og til nútímans? Þannig má velta fyrir sér röksemdum þeirra sem aðhyllast frjálst niðurhal á kvikmyndum, tónlist og bókum. Í fyrsta lagi, segja þau, er vonlaust að koma í veg fyrir meirihlutann af þessu. Í öðru lagi er það forneskja að neytandinn geti ekki sjálfur náð sér í þann varning sem hann hefur áhuga á undir eins og honum þóknast. Og í þriðja lagi er höfundarrétturinn úreltur. Þetta eru falsrök. Það að erfitt sé að koma alls staðar með lögregluaðgerðum í veg fyrir einhverja mannlega iðju getur aldrei táknað að samfélagið eigi þar með að fallast á hana. Boð og bönn samfélagsins snúast ekki fyrst og fremst um glæpi og refsingu heldur öllu fremur um sjálfsmynd samfélagsins og sjálfsmynd þeirra einstaklinga sem það mynda – rétt og rangt – almennt siðferði. Er ég manneskja sem getur lifað með því að taka réttmæta eign annarra? Erum við samfélag sem getur lifað með því að líða ránskap? Það að tæknilega sé mögulegt að gera eitthvað gerir það ekki sjálfkrafa æskilegt. Það að mig langi í eitthvað táknar ekki sjálfkrafa að mér beri að fá það fyrirhafnarlaust.Neytandinn über alles Þegar ég sæki mér bíómynd á síðuna deildu.net, sem af stolti auglýsir að hún bjóði nú upp á íslenskt efni, þá er ég ekki bara að taka það ófrjálsri hendi sem mér ber að borga fyrir heldur er ég líka að lýsa því yfir að það fólk sem haft hefur fyrir því að skapa þetta listaverk eigi ekki að fá greitt fyrir vinnu sína. Ég er með þessum gjörningi að lýsa því yfir að matráðsfólkið við gerð myndarinnar eigi ekki að fá greitt fyrir matargerðina, ekki bílstjórarnir sem vinna við gerð myndarinnar, ekki kvikmyndatökufólkið, ekki smiðirnir sem gera leikmyndina, ekki klipparinn, ekki leikstjórinn, ekki leikararnir, ekki þau sem finna tökustaðina, ekki handritshöfundurinn – enginn. Þau hafa – segi ég með þessum gjörningi – engan rétt á launum fyrir vinnu sína: ég hef allan réttinn mín megin vegna þess að ég er nefnilega neytandi. Hið sama gildir um bókagerð og öll afleiddu störfin sem hljótast af iðju skáldsins og hið sama gildir um tónlistina: réttur neytandans til að njóta listarinnar er samkvæmt þessum þankagangi æðri rétti listamannsins til að fá greitt fyrir vinnu sína. Heill stjórnmálaflokkur hefur verið stofnaður utan um þessi mikilsverðu réttindi þess sem situr með hendur í skauti heima í stofu og bíður eftir því að vera skemmt, og kennir sig af stolti við iðju sjóránsmanna fyrri alda og talar í nafni framtíðarinnar. Kallar sig Bófaflokk nema öll gengur sú stigamennska út á að hafa kaupið af fátækum listamönnum.„Þjónustuvandi“ Þess háttar ránskap sem kenndur er við sjórán hefur af talsmönnum hans verið lýst sem „þjónustuvanda“ og reynt að láta líta svo út sem stórfelldur þjófnaður á mynd Baltasars, Djúpið, sé fyrst og fremst því að kenna að dreifingarfyrirtæki hans hafi ekki staðið sig í stykkinu við að gera myndina aðgengilega á netinu. Það má vera að eitthvað sé hæft í því og kannski er undarlegt að ekki sé til síða þar sem hægt er að gerast áskrifandi að íslenskum bíómyndum, en þetta eru líka falsrök og í raun réttlæting á þeirri iðju að stela því sem manni ber ekki. Segjum sem svo að ég búi til afar eftirsóknarverðan lakkrís en sé latur við að koma honum á markað. Einhver neytandi er svo hrifinn af þessum lakkrís að honum finnst eins og hann sé jafnvel á sínum vegum og getur ekki á sér heilum tekið nema fá hann. En þegar hann kemur að tómum hillum stórmarkaðanna er ekki þar með sagt að hann geti bara vaðið inn á lager til mín og sótt sér lakkrís, jafnvel þótt ég geti kannski ekki komið í veg fyrir það og hafi ákaflega sérviskulegar og forneskjulegar hugmyndir um það hvernig lakkrísinn skuli markaðssettur. Þetta er minn varningur, ég bjó hann til, ég stjórna því hvernig hann er á boðstólum. Kannski verður ekki komið í veg fyrir það að fólk hali niður bíómyndum, tónlist og bókum sem annað fólk hefur haft fyrir því að skapa. En það er óþarfi að gera slíkan stuld að dyggð.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun