Netherinn í Jørstadmoen Elín Hirst skrifar 21. ágúst 2013 09:00 Ég er nýkomin frá Noregi þar sem ég heimsótti herstöð sem sérhæfir sig í netöryggismálum landsins. Heimsóknin vakti mig til mikillar umhugsunar um öryggi okkar Íslendinga. Tölvukerfi stýra öllu. Fjarskiptum, rafmagni og samgöngum þar á meðal flugumferð. Viðkvæmar upplýsingar um heilsufar og lyfjanotkun eru vistaðar í tilteknum tölvukerfum. Fjármál bæði einstaklinga og fyrirtækja eru vistuð í öðrum. Meira að segja gætu tölvuþrjótar ráðist inn í tölvukerfi sem stýrir gangráði hjartasjúklinga í því skyni að gera þeim mein Í höfuðstöðvum netöryggismál í Jørstadmoen í Noregi skammt frá Lillehammer, standa menn vaktina fyrir Noregs hönd allan sólarhringinn, allan ársins hring. Ekki veitir af því fjöldi tilrauna er gerður á hverjum einasta degi til að brjótast inn í mikilvæg tölvukerfi í Noregi í því skyni að stela verðmætum, upplýsingum eða einfaldlega til þess að valda skaða. Því má halda fram með góðum rökum að ef til átaka kæmi í heiminum í nánustu framtíð myndu net- og tölvuvarnir viðkomandi þjóða skipta afar miklu máli. Netöryggi er því brýnt þjóðaröryggismál, eitt það allra mikilvægasta á vorum tímum. Ljóst er að Íslendingar verða að móta sér skýra stefnu í þessum málaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði nýlega á fundi með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins að Ísland vildi taka þátt í þróun bandalagsins varðandi netöryggismál og að Ísland henti vel fyrir alþjóðlega björgunarmiðstöð á Norðurslóðum. Hvorutveggja er ég sammála. Við okkur blasir ný heimsmynd þegar siglingar hefjast um Norðurpólinn, þar sem lega Íslands verður afar mikilvæg ekki síst á sviði björgunarmála. Hvað netöryggismálin snertir legg ég til að við óskum eftir samstarfi við Norðmenn á þessu sviði innan NATÓ. Noregur og Ísland eru frændþjóðir þar sem hagsmunir fara mjög oft saman. Það hlýtur að vera afar verðmætt fyrir litla þjóð eins og okkar að geta átt hlutdeild í og aðgengi að þessu mikilvæga öryggisneti sem Norðmenn hafa byggt upp í Jørstadmoen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er nýkomin frá Noregi þar sem ég heimsótti herstöð sem sérhæfir sig í netöryggismálum landsins. Heimsóknin vakti mig til mikillar umhugsunar um öryggi okkar Íslendinga. Tölvukerfi stýra öllu. Fjarskiptum, rafmagni og samgöngum þar á meðal flugumferð. Viðkvæmar upplýsingar um heilsufar og lyfjanotkun eru vistaðar í tilteknum tölvukerfum. Fjármál bæði einstaklinga og fyrirtækja eru vistuð í öðrum. Meira að segja gætu tölvuþrjótar ráðist inn í tölvukerfi sem stýrir gangráði hjartasjúklinga í því skyni að gera þeim mein Í höfuðstöðvum netöryggismál í Jørstadmoen í Noregi skammt frá Lillehammer, standa menn vaktina fyrir Noregs hönd allan sólarhringinn, allan ársins hring. Ekki veitir af því fjöldi tilrauna er gerður á hverjum einasta degi til að brjótast inn í mikilvæg tölvukerfi í Noregi í því skyni að stela verðmætum, upplýsingum eða einfaldlega til þess að valda skaða. Því má halda fram með góðum rökum að ef til átaka kæmi í heiminum í nánustu framtíð myndu net- og tölvuvarnir viðkomandi þjóða skipta afar miklu máli. Netöryggi er því brýnt þjóðaröryggismál, eitt það allra mikilvægasta á vorum tímum. Ljóst er að Íslendingar verða að móta sér skýra stefnu í þessum málaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði nýlega á fundi með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins að Ísland vildi taka þátt í þróun bandalagsins varðandi netöryggismál og að Ísland henti vel fyrir alþjóðlega björgunarmiðstöð á Norðurslóðum. Hvorutveggja er ég sammála. Við okkur blasir ný heimsmynd þegar siglingar hefjast um Norðurpólinn, þar sem lega Íslands verður afar mikilvæg ekki síst á sviði björgunarmála. Hvað netöryggismálin snertir legg ég til að við óskum eftir samstarfi við Norðmenn á þessu sviði innan NATÓ. Noregur og Ísland eru frændþjóðir þar sem hagsmunir fara mjög oft saman. Það hlýtur að vera afar verðmætt fyrir litla þjóð eins og okkar að geta átt hlutdeild í og aðgengi að þessu mikilvæga öryggisneti sem Norðmenn hafa byggt upp í Jørstadmoen.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun