Sjálfskaparvíti Háskólans Stefán Pálsson skrifar 4. september 2013 00:01 Í fréttum Ríkisútvarpsins mánudaginn 2. september baðst rektor Háskóla Íslands afsökunar á þeim óþægindum sem afturkölluð ráðning stundakennara við skólann kynni að hafa valdið. Að sögn rektors hefur komið í ljós í málinu að verklagsreglur skólans varðandi ráðningu stundakennara hafi ekki verið nægilega skýrar og að þær verði endurskoðaðar á næstu dögum. Vegna þessarar miklu uppgötvunar er vert að rifja upp nokkur söguleg atriði. Í lok árs 2009 stofnuðu stundakennarar við Háskólann með sér félagið Hagstund. Ástæðan var sár óánægja með kjör hópsins, en jafnframt var ætlunin að þrýsta á um hvers kyns umbætur varðandi réttindamál. Næstu misserin sendi félagið stjórnendum Háskólans ýmis erindi og átti marga fundi með stjórnsýslunni. Meðal þess sem sérstök áhersla var lögð á var að bæta þyrfti ráðningamálin – þar sem ekki væri hægt að tala um eiginlegan ráðningarsamning, engin tilraun væri gerð til að skilgreina réttindi og skyldur stundakennara og að mikið misræmi væri milli einstakra deilda skólans í þessum efnum. Kvartað til Umboðsmanns Þótt Háskólinn segðist sýna umkvörtunum félagsins mikinn skilning bólaði ekkert á úrbótum og fór svo að lokum að Hagstund kvartaði til Umboðsmanns Alþingis á árinu 2012. Umboðsmaður sendi HÍ í kjölfarið ítarlegar spurningar um hvernig ráðningarmálum stundakennara væri háttað. Í svari skólans í september á síðasta ári, sem undirritað var af rektor, kom glögglega í ljós í hvílíkum ólestri málin væru og vinnubrögð mismunandi milli deilda. Í júní í fyrra sendu Hagstund, BHM og Félag háskólakennara sameiginlegt erindi til Háskólans þar sem óskað var eftir stofnun samráðsnefndar um málefni stundakennara og réttindi þeirra. Ellefu mánuðum síðar, að undangengnum áréttingum, meðal annars með opnu bréfi í Fréttablaðinu og að lokum fyrirspurn frá Umboðsmanni Alþingis um gang mála, barst svar Háskólans. Það var á þá leið að skólinn væri í sjálfu sér hlynntur því að myndaður yrði starfshópur en að réttast væri að fjármálaráðuneytið stæði fyrir slíku. Það er því kátlegt að fylgjast nú með undrun stjórnenda HÍ yfir því að ráðningamál stundakennara við stofnunina séu í molum. Erfitt er að hafa samúð með Háskólanum í þessu máli, enda hefur hann meðvitað ýtt því á undan sér. Vonandi verður uppákoma liðinna daga þó til þess að stofnuninni skiljist loksins að það er allra hagur að skýra með fullnægjandi hætti réttindi og skyldur stundakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum Ríkisútvarpsins mánudaginn 2. september baðst rektor Háskóla Íslands afsökunar á þeim óþægindum sem afturkölluð ráðning stundakennara við skólann kynni að hafa valdið. Að sögn rektors hefur komið í ljós í málinu að verklagsreglur skólans varðandi ráðningu stundakennara hafi ekki verið nægilega skýrar og að þær verði endurskoðaðar á næstu dögum. Vegna þessarar miklu uppgötvunar er vert að rifja upp nokkur söguleg atriði. Í lok árs 2009 stofnuðu stundakennarar við Háskólann með sér félagið Hagstund. Ástæðan var sár óánægja með kjör hópsins, en jafnframt var ætlunin að þrýsta á um hvers kyns umbætur varðandi réttindamál. Næstu misserin sendi félagið stjórnendum Háskólans ýmis erindi og átti marga fundi með stjórnsýslunni. Meðal þess sem sérstök áhersla var lögð á var að bæta þyrfti ráðningamálin – þar sem ekki væri hægt að tala um eiginlegan ráðningarsamning, engin tilraun væri gerð til að skilgreina réttindi og skyldur stundakennara og að mikið misræmi væri milli einstakra deilda skólans í þessum efnum. Kvartað til Umboðsmanns Þótt Háskólinn segðist sýna umkvörtunum félagsins mikinn skilning bólaði ekkert á úrbótum og fór svo að lokum að Hagstund kvartaði til Umboðsmanns Alþingis á árinu 2012. Umboðsmaður sendi HÍ í kjölfarið ítarlegar spurningar um hvernig ráðningarmálum stundakennara væri háttað. Í svari skólans í september á síðasta ári, sem undirritað var af rektor, kom glögglega í ljós í hvílíkum ólestri málin væru og vinnubrögð mismunandi milli deilda. Í júní í fyrra sendu Hagstund, BHM og Félag háskólakennara sameiginlegt erindi til Háskólans þar sem óskað var eftir stofnun samráðsnefndar um málefni stundakennara og réttindi þeirra. Ellefu mánuðum síðar, að undangengnum áréttingum, meðal annars með opnu bréfi í Fréttablaðinu og að lokum fyrirspurn frá Umboðsmanni Alþingis um gang mála, barst svar Háskólans. Það var á þá leið að skólinn væri í sjálfu sér hlynntur því að myndaður yrði starfshópur en að réttast væri að fjármálaráðuneytið stæði fyrir slíku. Það er því kátlegt að fylgjast nú með undrun stjórnenda HÍ yfir því að ráðningamál stundakennara við stofnunina séu í molum. Erfitt er að hafa samúð með Háskólanum í þessu máli, enda hefur hann meðvitað ýtt því á undan sér. Vonandi verður uppákoma liðinna daga þó til þess að stofnuninni skiljist loksins að það er allra hagur að skýra með fullnægjandi hætti réttindi og skyldur stundakennara.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun