Roðhundarökræða Guðmundur Andri Thorsson skrifar 9. september 2013 07:00 Rúmlega sextíuþúsund Íslendingum getur varla skjátlast – eða hvað? Flugvöllurinn skal áfram vera í Vatnsmýrinni vegna nálægðar við Landspítalann – svolítið eins og frátekið stæði fyrir „Landsbyggðina“ við spítalann, ef eitthvað skyldi koma upp á. Gagnvart þessum spítalarökum eru fylgismenn þess að flytja flugvöllinn eiginlega alveg ráðþrota, því að hver vill halda því að fram mannslíf sé minna virði en skipulagsvald Reykvíkinga í eigin landi?Að urra hvert á annað Minna heyrist rætt um hættu sem fylgir aðflugi yfir fjölmennri byggð; þar sem jafnvel kunna að vera mannslíf í húfi. Minna er yfirleitt um að rök með og á móti séu vegin og metin af yfirvegun enda er það gjarnan svo í umræðu hér á landi að harðbannað er að horfa á rök með og á móti. Hér er stunduð roðhundarökræða: fólk stendur á sínu andspænis hvert öðru eins og hundar á roði og urrar hvert á annað. Í þessari flugvallarumræðu er þannig nokkuð áberandi það sjónarmið að „hinum“ komi þetta hreinlega ekkert við og eigi ekki að hafa neitt um þetta að segja: talsmenn þess að flytja flugvöllinn hneykslast á því að fólk í fjarlægum stöðum skuli vilja taka sér þetta vald yfir því hvernig skipulagi skuli háttað í miðri Reykjavík, en flugvallarsinnar tala stundum eins og Reykvíkingum komi þetta mál eiginlega ekkert við því að Reykjavík sé höfuðborg alls landsins og hafi skyldur sem slík; eins og þetta sé gjaldið sem hún þurfi að greiða fyrir það að svo margt fólk vilji búa það. Hefur svo hver sitt roð að japla á. En þetta er í eðli sínu þannig mál að það hefur ýmsar hliðar – satt að segja eru öll álitamál þannig, að þau hafa fleiri en eina hlið. Það hlýtur að vera verkefni fyrir skóla landsins að kenna krökkum að vega og meta mál út frá ólíkum sjónarhólum, í stað þess að temja sér strax roðhundarökræðuna. Að undanförnu hefur slík samræðulist – að urra hvert á annað – orðið sérlega áberandi í opinberri umræðu, þar sem menn gera sér að leik að slengja á „andstæðinginn“ sífellt fráleitari ávirðingum og er meginmarkmiðið að ergja hann, koma honum úr jafnvægi, fá hann til að segja eitthvað ámóta kjánalegt. Menn uppskera einhvers konar endemisfrægð fyrir að ná að ganga fram af sem allra flestum, fá uppslátt í fjölmiðlum og klapp á bakið fyrir vasklega framgöngu í leðjuslag þjóðfélagsumræðunnar. Undirliggjandi er svo að þetta „hafi nú ekki verið þannig meint“. Takist að valda öðrum uppnámi horfa viðkomandi hróðug í kringum sig og fyllast barnslegri gleði yfir því að hafa náð að spæla einhvern. Þessar daglegu spælingar yfir ímyndaðar víglínur eru að verða þjóðarböl.Hvað hefði orðið? Sjálfur verð ég að játa að ég er illa að mér í flugvallarfræðum og hef ekkert marktækt fram að færa í þessari umræðu. Ég er hvorki landsbyggðarmaður né borgarbúi og því ekki ástríðufullur áhangandi skoðunar í þessu máli. Gagnvart spítalarökunum setur mann vissulega hljóðan þó að maður hefði haldið að einhvern veginn væri hægt að leysa slíkt úrlausnarefni með umsvifaminni hætti. Það er óneitanlega spennandi tilhugsun að geta skipulagt slíkt landflæmi inni í miðri borg, og dæmin sanna að þétting byggðarinnar er til þess fallin að bæta líf borgaranna. Mér hefur hins vegar stundum orðið hugsað til þess hvað hefði nú gerst ef flugvöllurinn hefði verið fjarlægður um aldamótin og þeim þanka fylgja vissar efasemdir. Hvernig liti svæðið út núna? Ætli byggingarverktakar hefðu ekki keypt þar allar lóðir á stjarnfræðilegu verði eftir langa röð braskara sem hver og einn hefði sprengt upp verðið á „hinu verðmæta landi“ og síðan hefðu þeir farið byggja eftir útboð þar sem sá fær verkið sem býður lægst, lofar að gera allt sem ódýrast af því lóðin var svo dýr – og þar með nánast verið að tryggja óvönduð vinnubrögð – nýtingarhlutfall hefði ráðið för með tilheyrandi möndli þar sem neðsta hæð er kölluð kjallari og efsta hæðin kölluð ris; þarna hefðu risið ógnarháar og ljótar blokkir með þessari grásvörtu góðærisklæðningu sem lætur húsin líta út eins og akfeitan bankamann – þær stæðu þarna ferkantaðar, þungbúnar og gleðisnauðar – tilsýndar eins og Mordor, og bara fyrir vansæla milljónamæringa að búa þarna af því að lóðirnar voru svo dýrar á hinu „verðmæta landi“. Og það er alltaf rigning og rok. Og í hlaðinu í röðum þessir svörtu jeppar sem líta út eins og skriðdrekar. Þetta er kannski full svartsýnt innlegg í flugvallarumræðuna, enda bara umhugsunarefni frá manni sem stendur álengdar og klórar sér í hausum yfir því hvaða læti þetta séu eiginlega í fólki. Þau sem láta sig dreyma um að fjarlægja flugvöllinn sjá fyrir sér eitthvað allt annað: þekkileg og lágreist timburhús með litlum garði, börnin kát í parís og snú-snú meðan pabbi og mamma hjóla hjá á leið úr vinnunni eða til skósmiðsins á torginu, brakandi hvítur þvottur blaktir á snúrum, matarilmur í loftinu frá ítölsku fjölskyldunni sem rekur litla veitingastaðinn á horninu en frá markaðstorginu skammt frá berast hrópin frá grænmetissalanum: Nýjar agúrkur! Nýjar hreðkur! meðan harmonikkan dunar frá honum Pepe sem er með hattkúfinn sinn fyrir framan sig en Unnur óperusöngkona æfir skala fyrir konsert morgundagsins á númer fimm og sólin stráir geislum sínum yfir hið góða líf. Af hverju er það svona erfitt að hafa þetta svona? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Rúmlega sextíuþúsund Íslendingum getur varla skjátlast – eða hvað? Flugvöllurinn skal áfram vera í Vatnsmýrinni vegna nálægðar við Landspítalann – svolítið eins og frátekið stæði fyrir „Landsbyggðina“ við spítalann, ef eitthvað skyldi koma upp á. Gagnvart þessum spítalarökum eru fylgismenn þess að flytja flugvöllinn eiginlega alveg ráðþrota, því að hver vill halda því að fram mannslíf sé minna virði en skipulagsvald Reykvíkinga í eigin landi?Að urra hvert á annað Minna heyrist rætt um hættu sem fylgir aðflugi yfir fjölmennri byggð; þar sem jafnvel kunna að vera mannslíf í húfi. Minna er yfirleitt um að rök með og á móti séu vegin og metin af yfirvegun enda er það gjarnan svo í umræðu hér á landi að harðbannað er að horfa á rök með og á móti. Hér er stunduð roðhundarökræða: fólk stendur á sínu andspænis hvert öðru eins og hundar á roði og urrar hvert á annað. Í þessari flugvallarumræðu er þannig nokkuð áberandi það sjónarmið að „hinum“ komi þetta hreinlega ekkert við og eigi ekki að hafa neitt um þetta að segja: talsmenn þess að flytja flugvöllinn hneykslast á því að fólk í fjarlægum stöðum skuli vilja taka sér þetta vald yfir því hvernig skipulagi skuli háttað í miðri Reykjavík, en flugvallarsinnar tala stundum eins og Reykvíkingum komi þetta mál eiginlega ekkert við því að Reykjavík sé höfuðborg alls landsins og hafi skyldur sem slík; eins og þetta sé gjaldið sem hún þurfi að greiða fyrir það að svo margt fólk vilji búa það. Hefur svo hver sitt roð að japla á. En þetta er í eðli sínu þannig mál að það hefur ýmsar hliðar – satt að segja eru öll álitamál þannig, að þau hafa fleiri en eina hlið. Það hlýtur að vera verkefni fyrir skóla landsins að kenna krökkum að vega og meta mál út frá ólíkum sjónarhólum, í stað þess að temja sér strax roðhundarökræðuna. Að undanförnu hefur slík samræðulist – að urra hvert á annað – orðið sérlega áberandi í opinberri umræðu, þar sem menn gera sér að leik að slengja á „andstæðinginn“ sífellt fráleitari ávirðingum og er meginmarkmiðið að ergja hann, koma honum úr jafnvægi, fá hann til að segja eitthvað ámóta kjánalegt. Menn uppskera einhvers konar endemisfrægð fyrir að ná að ganga fram af sem allra flestum, fá uppslátt í fjölmiðlum og klapp á bakið fyrir vasklega framgöngu í leðjuslag þjóðfélagsumræðunnar. Undirliggjandi er svo að þetta „hafi nú ekki verið þannig meint“. Takist að valda öðrum uppnámi horfa viðkomandi hróðug í kringum sig og fyllast barnslegri gleði yfir því að hafa náð að spæla einhvern. Þessar daglegu spælingar yfir ímyndaðar víglínur eru að verða þjóðarböl.Hvað hefði orðið? Sjálfur verð ég að játa að ég er illa að mér í flugvallarfræðum og hef ekkert marktækt fram að færa í þessari umræðu. Ég er hvorki landsbyggðarmaður né borgarbúi og því ekki ástríðufullur áhangandi skoðunar í þessu máli. Gagnvart spítalarökunum setur mann vissulega hljóðan þó að maður hefði haldið að einhvern veginn væri hægt að leysa slíkt úrlausnarefni með umsvifaminni hætti. Það er óneitanlega spennandi tilhugsun að geta skipulagt slíkt landflæmi inni í miðri borg, og dæmin sanna að þétting byggðarinnar er til þess fallin að bæta líf borgaranna. Mér hefur hins vegar stundum orðið hugsað til þess hvað hefði nú gerst ef flugvöllurinn hefði verið fjarlægður um aldamótin og þeim þanka fylgja vissar efasemdir. Hvernig liti svæðið út núna? Ætli byggingarverktakar hefðu ekki keypt þar allar lóðir á stjarnfræðilegu verði eftir langa röð braskara sem hver og einn hefði sprengt upp verðið á „hinu verðmæta landi“ og síðan hefðu þeir farið byggja eftir útboð þar sem sá fær verkið sem býður lægst, lofar að gera allt sem ódýrast af því lóðin var svo dýr – og þar með nánast verið að tryggja óvönduð vinnubrögð – nýtingarhlutfall hefði ráðið för með tilheyrandi möndli þar sem neðsta hæð er kölluð kjallari og efsta hæðin kölluð ris; þarna hefðu risið ógnarháar og ljótar blokkir með þessari grásvörtu góðærisklæðningu sem lætur húsin líta út eins og akfeitan bankamann – þær stæðu þarna ferkantaðar, þungbúnar og gleðisnauðar – tilsýndar eins og Mordor, og bara fyrir vansæla milljónamæringa að búa þarna af því að lóðirnar voru svo dýrar á hinu „verðmæta landi“. Og það er alltaf rigning og rok. Og í hlaðinu í röðum þessir svörtu jeppar sem líta út eins og skriðdrekar. Þetta er kannski full svartsýnt innlegg í flugvallarumræðuna, enda bara umhugsunarefni frá manni sem stendur álengdar og klórar sér í hausum yfir því hvaða læti þetta séu eiginlega í fólki. Þau sem láta sig dreyma um að fjarlægja flugvöllinn sjá fyrir sér eitthvað allt annað: þekkileg og lágreist timburhús með litlum garði, börnin kát í parís og snú-snú meðan pabbi og mamma hjóla hjá á leið úr vinnunni eða til skósmiðsins á torginu, brakandi hvítur þvottur blaktir á snúrum, matarilmur í loftinu frá ítölsku fjölskyldunni sem rekur litla veitingastaðinn á horninu en frá markaðstorginu skammt frá berast hrópin frá grænmetissalanum: Nýjar agúrkur! Nýjar hreðkur! meðan harmonikkan dunar frá honum Pepe sem er með hattkúfinn sinn fyrir framan sig en Unnur óperusöngkona æfir skala fyrir konsert morgundagsins á númer fimm og sólin stráir geislum sínum yfir hið góða líf. Af hverju er það svona erfitt að hafa þetta svona?
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun