Ástin og heilkennið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. september 2013 10:00 Rosie verkefnið BÆKUR: Rosie verkefnið, Graeme Simsion, Þýðing: Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Bjartur Rómantískar gamanmyndir hafa tröllriðið kvikmyndaheiminum undanfarin tuttugu ár eða svo og smátt og smátt hefur það þema smeygt sér inn í bókmenntirnar. Rosie verkefnið er grein af þeim meiði, áströlsk reyndar, ekki amerísk eða bresk, en lýtur öllum sömu lögmálum og umræddar myndir enda skilst mér að þegar sé búið að selja kvikmyndaréttinn að bókinni. Höfuðpersónan er prófessorinn Don Tillman, hálfeinhverfur prófessor í erfðafræði, og sagan hverfist í kringum tilraun hans til að finna hina fullkomnu eiginkonu. Rosie, sú sem titillinn vísar til, uppfyllir ekkert af þeim skilyrðum sem hann setur en auðvitað dragast þau hvort að öðru og lifa væntanlegan hamingjusamlega upp frá því. Tillman er skemmtilega skrifuð persóna, sérviska hans og fastmótaðar venjur gera hann illa hæfan í mannlegum samskiptum og árekstrar við allt og alla er daglegt brauð í lífi hans. Pólitískt rétthugsandi fólk setur hins vegar kannski spurningarmerki við réttmæti þess að gera einkenni heilkennis að hálfgerðum brandara, en fyrir þá sem láta sér slíkt í léttu rúmi liggja er óneitanlega skondið að fylgjast með lífsbasli hans. Persónan nýtur fullrar samúðar höfundar og sú samúð smitast yfir til lesandans sem getur ekki annað en látið sér þykja vænt um þennan furðufugl og stendur engan veginn á sama um örlög hans. Rosie er öllu hefðbundnari persóna, konan sem þykist sterk og töff en býr yfir leyndarmáli sem særir inn í merg og mótar öll hennar samskipti við karlmenn. Aukapersónur eru óljósari, enda svo sem hálfgerðir statistar nema Gene, besti vinur Tillmans, sem vinnur að því verkefni að sænga hjá konum af öllum þjóðernum. Skemmtileg persóna og nauðsynlegt mótvægi við Tillman. Bókin er líflega og skemmtilega skrifuð en ansi fyrirsjáanleg og spennan sem á að byggjast upp í kringum leit Rosie að blóðföður sínum fer fyrir lítið þar sem lesandinn sér niðurstöðuna fyrir mjög snemma í ferlinu. Einnig er breyting Tillmans á inngrónum fastmótuðum venjum sínum frekar ósannfærandi og aðeins of Hollywood-myndaleg til að lesandinn taki hana trúanlega. Engu að síður er hin besta skemmtun að kynnast þessum persónum og basli þeirra í samskiptum við hitt kynið og það er óhjákvæmilegt að glotta út í annað og jafnvel flissa á köflum við lesturinn. Aðall bókarinnar er þó hve vænt höfundi þykir um persónur sínar, einkum Tillman, og hversu mannleg og hlý frásögn hans er. Þýðing Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur er vel og vandlega unnin eins og við var að búast úr þeirri áttinni, rennur vel og er á góðu máli.Niðurstaða: Mannleg og hlý frásögn af vel skrifuðum persónum sem lesandinn tekur ástfóstri við. Gagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
BÆKUR: Rosie verkefnið, Graeme Simsion, Þýðing: Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Bjartur Rómantískar gamanmyndir hafa tröllriðið kvikmyndaheiminum undanfarin tuttugu ár eða svo og smátt og smátt hefur það þema smeygt sér inn í bókmenntirnar. Rosie verkefnið er grein af þeim meiði, áströlsk reyndar, ekki amerísk eða bresk, en lýtur öllum sömu lögmálum og umræddar myndir enda skilst mér að þegar sé búið að selja kvikmyndaréttinn að bókinni. Höfuðpersónan er prófessorinn Don Tillman, hálfeinhverfur prófessor í erfðafræði, og sagan hverfist í kringum tilraun hans til að finna hina fullkomnu eiginkonu. Rosie, sú sem titillinn vísar til, uppfyllir ekkert af þeim skilyrðum sem hann setur en auðvitað dragast þau hvort að öðru og lifa væntanlegan hamingjusamlega upp frá því. Tillman er skemmtilega skrifuð persóna, sérviska hans og fastmótaðar venjur gera hann illa hæfan í mannlegum samskiptum og árekstrar við allt og alla er daglegt brauð í lífi hans. Pólitískt rétthugsandi fólk setur hins vegar kannski spurningarmerki við réttmæti þess að gera einkenni heilkennis að hálfgerðum brandara, en fyrir þá sem láta sér slíkt í léttu rúmi liggja er óneitanlega skondið að fylgjast með lífsbasli hans. Persónan nýtur fullrar samúðar höfundar og sú samúð smitast yfir til lesandans sem getur ekki annað en látið sér þykja vænt um þennan furðufugl og stendur engan veginn á sama um örlög hans. Rosie er öllu hefðbundnari persóna, konan sem þykist sterk og töff en býr yfir leyndarmáli sem særir inn í merg og mótar öll hennar samskipti við karlmenn. Aukapersónur eru óljósari, enda svo sem hálfgerðir statistar nema Gene, besti vinur Tillmans, sem vinnur að því verkefni að sænga hjá konum af öllum þjóðernum. Skemmtileg persóna og nauðsynlegt mótvægi við Tillman. Bókin er líflega og skemmtilega skrifuð en ansi fyrirsjáanleg og spennan sem á að byggjast upp í kringum leit Rosie að blóðföður sínum fer fyrir lítið þar sem lesandinn sér niðurstöðuna fyrir mjög snemma í ferlinu. Einnig er breyting Tillmans á inngrónum fastmótuðum venjum sínum frekar ósannfærandi og aðeins of Hollywood-myndaleg til að lesandinn taki hana trúanlega. Engu að síður er hin besta skemmtun að kynnast þessum persónum og basli þeirra í samskiptum við hitt kynið og það er óhjákvæmilegt að glotta út í annað og jafnvel flissa á köflum við lesturinn. Aðall bókarinnar er þó hve vænt höfundi þykir um persónur sínar, einkum Tillman, og hversu mannleg og hlý frásögn hans er. Þýðing Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur er vel og vandlega unnin eins og við var að búast úr þeirri áttinni, rennur vel og er á góðu máli.Niðurstaða: Mannleg og hlý frásögn af vel skrifuðum persónum sem lesandinn tekur ástfóstri við.
Gagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira