Brjóstagjöf og samlífi Sigga Dögg skrifar 19. september 2013 11:00 Brjóstagjöf getur verið þreytandi og krefjandi fyrir mæður. Nordicphtos/getty SPURNING: Ég er með spurningu um brjóstagjöf. Við konan mín eignuðumst barn fyrir stuttu og barnið er á brjósti. Brjóstagjöfin gengur bara þokkalega, smá hnökrar fyrst en gengur nú vel en ég verð að játa að mér þykir þetta svolítið spennandi (smá æsandi stundum) að sjá hana og brjóstin í þessu nýja hlutverki og ég er forvitinn um hvernig þetta er. Get ég talað um þetta við hana? Jafnvel fengið að prófa eða er þetta bara fáránlegt?SVAR: Brjóstagjöf er ákaflega áhugavert tímabil. Brjóstin tútna út af mjólk og verða stór og stinn og svo sprautast úr þeim hvítur vökvi í allar áttir. Ég man eftir miklum umræðum í einum Friends-þætti þar sem Ross smakkaði brjóstamjólk (reyndar úr pela) og skolaði henni niður með kexkökum. Þar sem ég hef í tvígang verið með barn á brjósti þá kemur þessi umræða alltaf upp, bæði útlit brjóstanna og svo hvort eigi ekki að smakka á henni.Þá veit ég um maka sem hafa þurft að tappa af stútfullum, glerhörðum brjóstum. Þó er þetta ekki tengt kynferðislegri örvun, meira forvitni eins og þú spyrð um. Þó eru til hópar af fólki sem er með ákveðið blæti fyrir brjóstagjöf og stundar hana í sínu kynlífi (löngu eftir að börnin eru hætt á brjósti) en það er ekki það sem þú ert að spyrja um, held ég. Sumum mökum þykir konan munúðarfull með þennan nýja líkama, í þessu nýja mikilvæga hlutverki. Þetta á þó ekki alltaf við um konurnar. Brjóstagjöf er krefjandi og getur verið þreytandi, bæði fyrir sál og líkama. Konum líður oft illa með líkama sinn eftir fæðingu og kvarta oft undan kyndeyfð (minni kynlöngun) og jafnvel leggangaþurrki. Því getur samlíf pars á tíma brjóstagjafarinnar verið misjafnt þar sem fleiri áhrifavaldar teljast til, ásamt því að hugsa um lítið barn. Ég legg því til að þú ræðir þetta við hana. Hjá sumum konum lekur brjóstamjólk við kynferðislega örvun og það gæti verið örvandi fyrir ykkur bæði, ef hún er til í að stunda kynlíf með þér. Eins og ég segi, þetta er krefjandi tímabil fyrir móðurina svo endilega sýndu henni smá aukaskammt af þolinmæði og stuðning en umfram allt, talið saman. Gangi ykkur vel. Sigga Dögg Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
SPURNING: Ég er með spurningu um brjóstagjöf. Við konan mín eignuðumst barn fyrir stuttu og barnið er á brjósti. Brjóstagjöfin gengur bara þokkalega, smá hnökrar fyrst en gengur nú vel en ég verð að játa að mér þykir þetta svolítið spennandi (smá æsandi stundum) að sjá hana og brjóstin í þessu nýja hlutverki og ég er forvitinn um hvernig þetta er. Get ég talað um þetta við hana? Jafnvel fengið að prófa eða er þetta bara fáránlegt?SVAR: Brjóstagjöf er ákaflega áhugavert tímabil. Brjóstin tútna út af mjólk og verða stór og stinn og svo sprautast úr þeim hvítur vökvi í allar áttir. Ég man eftir miklum umræðum í einum Friends-þætti þar sem Ross smakkaði brjóstamjólk (reyndar úr pela) og skolaði henni niður með kexkökum. Þar sem ég hef í tvígang verið með barn á brjósti þá kemur þessi umræða alltaf upp, bæði útlit brjóstanna og svo hvort eigi ekki að smakka á henni.Þá veit ég um maka sem hafa þurft að tappa af stútfullum, glerhörðum brjóstum. Þó er þetta ekki tengt kynferðislegri örvun, meira forvitni eins og þú spyrð um. Þó eru til hópar af fólki sem er með ákveðið blæti fyrir brjóstagjöf og stundar hana í sínu kynlífi (löngu eftir að börnin eru hætt á brjósti) en það er ekki það sem þú ert að spyrja um, held ég. Sumum mökum þykir konan munúðarfull með þennan nýja líkama, í þessu nýja mikilvæga hlutverki. Þetta á þó ekki alltaf við um konurnar. Brjóstagjöf er krefjandi og getur verið þreytandi, bæði fyrir sál og líkama. Konum líður oft illa með líkama sinn eftir fæðingu og kvarta oft undan kyndeyfð (minni kynlöngun) og jafnvel leggangaþurrki. Því getur samlíf pars á tíma brjóstagjafarinnar verið misjafnt þar sem fleiri áhrifavaldar teljast til, ásamt því að hugsa um lítið barn. Ég legg því til að þú ræðir þetta við hana. Hjá sumum konum lekur brjóstamjólk við kynferðislega örvun og það gæti verið örvandi fyrir ykkur bæði, ef hún er til í að stunda kynlíf með þér. Eins og ég segi, þetta er krefjandi tímabil fyrir móðurina svo endilega sýndu henni smá aukaskammt af þolinmæði og stuðning en umfram allt, talið saman. Gangi ykkur vel.
Sigga Dögg Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira