Voru ekki með tökuleyfi frá borgaryfirvöldum Sara McMahon skrifar 20. september 2013 07:00 Kvikmynd Róberts Inga Douglas, This Is Sanlitun, er opnunarmynd RIFF í ár. Að sögn leikstjórans gekk á ýmsu á meðan á tökum stóð. „Myndin varð eiginlega bara til. Ég var búinn að búa nógu lengi í Peking til að átta mig á því að vestrænt fólk búsett í borginni væri gott efni í gamanmynd,“ segir leikstjórinn Róbert Ingi Douglas um kvikmyndina This Is Sanlitun. Myndin er opnunarmynd RIFF-kvikmyndahátíðarinnar og segir frá Bretanum Gary, sem flytur til Peking í von um frama og ríkidæmi.Ímyndin stærri en raunveruleikinn This Is Sanlitun er gamanmynd og skrifaði Róbert handritið að myndinni ásamt aðalleikara myndarinnar, Carlos Ottery. Að sögn Róberts er aðalpersónan byggð á ákveðinni staðalímynd sem fyrirfinnst í Peking. „Vestræna fólkið sem maður hittir er allt að gera eitthvað merkilegt. Á nafnspjöldunum þeirra stendur: framkvæmdastjóri, framleiðandi, ljósmyndari eða plötusnúður. Síðan spyr maður nánar út í vinnu þeirra og þá kemur í ljós að þau starfa flest við enskukennslu. Ímyndin er stærri en raunveruleikinn og myndin fjallar um þessar týpur,“ útskýrir hann.Tökur fóru fram í felum Inntur út í tökuferlið viðurkennir Róbert að það hafi gengið á ýmsu á meðan á tökum stóð. „Við vorum ekki með tökuleyfi frá borgaryfirvöldum og því þurftum við að nota litla vél í tökurnar og láta lítið fyrir okkur fara. Nokkrum dögum áður en tökur hófust höfðu yfirvöld komið á nýrri reglu og voru heimamenn hvattir til að hringja í neyðarnúmer ef þeir urðu varir við að útlendingar hegðuðu sér á vafasaman hátt. Útlendingarnir í tökuliðinu okkar hættu því við að vera með og við þurftum að setja saman nýtt lið sem samanstóð af ófaglærðu fólki sem vann af ástríðu. En við komumst sem betur fer upp með þetta, enginn hringdi og kvartaði,“ segir hann og hlær.Hlakkar til frumsýningarinnar Leikstjórinn hefur verið búsettur í Peking í sex ár og kann að eigin sögn vel við sig í borginni. Hann verður viðstaddur frumsýningu myndarinnar hér heima. „Ég hlakka mikið til að sýna hana á Íslandi. Myndin fer svo í sýningu í Kína í byrjun næsta árs og svo á áframhaldandi hátíðaflakk,“ segir hann að lokum.Róbert Ingi DouglasMan. United aðdáandi Róbert Ingi er mikill aðdáandi fótboltaliðsins Manchester United og hefur oft vísað til liðsins í kvikmyndum sínum. Spurður hvort slíkt sé einnig uppi á teningnum í This Is Sanlitun segir Róbert svo vera. „Það er karakter í myndinni sem er kínverskur enskunemandi. Til að hjálpa útlendingum velja Kínverjar sér oft enskt nafn. Þessi valdi nafnið Ferguson og gengur um í bol merktum liðinu. Sá sem leikur þetta hlutverk var jafnframt tökumaður okkar,“ segir Róbert. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Myndin varð eiginlega bara til. Ég var búinn að búa nógu lengi í Peking til að átta mig á því að vestrænt fólk búsett í borginni væri gott efni í gamanmynd,“ segir leikstjórinn Róbert Ingi Douglas um kvikmyndina This Is Sanlitun. Myndin er opnunarmynd RIFF-kvikmyndahátíðarinnar og segir frá Bretanum Gary, sem flytur til Peking í von um frama og ríkidæmi.Ímyndin stærri en raunveruleikinn This Is Sanlitun er gamanmynd og skrifaði Róbert handritið að myndinni ásamt aðalleikara myndarinnar, Carlos Ottery. Að sögn Róberts er aðalpersónan byggð á ákveðinni staðalímynd sem fyrirfinnst í Peking. „Vestræna fólkið sem maður hittir er allt að gera eitthvað merkilegt. Á nafnspjöldunum þeirra stendur: framkvæmdastjóri, framleiðandi, ljósmyndari eða plötusnúður. Síðan spyr maður nánar út í vinnu þeirra og þá kemur í ljós að þau starfa flest við enskukennslu. Ímyndin er stærri en raunveruleikinn og myndin fjallar um þessar týpur,“ útskýrir hann.Tökur fóru fram í felum Inntur út í tökuferlið viðurkennir Róbert að það hafi gengið á ýmsu á meðan á tökum stóð. „Við vorum ekki með tökuleyfi frá borgaryfirvöldum og því þurftum við að nota litla vél í tökurnar og láta lítið fyrir okkur fara. Nokkrum dögum áður en tökur hófust höfðu yfirvöld komið á nýrri reglu og voru heimamenn hvattir til að hringja í neyðarnúmer ef þeir urðu varir við að útlendingar hegðuðu sér á vafasaman hátt. Útlendingarnir í tökuliðinu okkar hættu því við að vera með og við þurftum að setja saman nýtt lið sem samanstóð af ófaglærðu fólki sem vann af ástríðu. En við komumst sem betur fer upp með þetta, enginn hringdi og kvartaði,“ segir hann og hlær.Hlakkar til frumsýningarinnar Leikstjórinn hefur verið búsettur í Peking í sex ár og kann að eigin sögn vel við sig í borginni. Hann verður viðstaddur frumsýningu myndarinnar hér heima. „Ég hlakka mikið til að sýna hana á Íslandi. Myndin fer svo í sýningu í Kína í byrjun næsta árs og svo á áframhaldandi hátíðaflakk,“ segir hann að lokum.Róbert Ingi DouglasMan. United aðdáandi Róbert Ingi er mikill aðdáandi fótboltaliðsins Manchester United og hefur oft vísað til liðsins í kvikmyndum sínum. Spurður hvort slíkt sé einnig uppi á teningnum í This Is Sanlitun segir Róbert svo vera. „Það er karakter í myndinni sem er kínverskur enskunemandi. Til að hjálpa útlendingum velja Kínverjar sér oft enskt nafn. Þessi valdi nafnið Ferguson og gengur um í bol merktum liðinu. Sá sem leikur þetta hlutverk var jafnframt tökumaður okkar,“ segir Róbert.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira