Örsnauður sjúklingur skal þræla í járnum Illugi Jökulsson skrifar 28. september 2013 12:00 Heimilisfólkið í Víðum í Reykjardal mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Hið milda íslenska sveitasamfélag fyrri alda, þegar þjóðin var samhent og stéttlaus, allir unnu saman að velferð hvers einstaklings og hlýddu á fallega og kristilega húslestra, góðsemi sveif yfir vötnunum, gantast á engjunum, réttlæti og friður í baðstofunni, ekkert að óttast nema árans dönsku kaupmennina með sitt maðkaða mjöl og dönsku embættismennina á Bessastöðum sem sátu um að kúga frjálsborna Íslendinga, en þeir stóðu æ svo vel saman gegn hinu vonda valdi frá útlöndum, sjálfstætt fólk! Þetta er saga úr því samfélagi.Leyfi til að flakka Maður hét Helgi og var Guðmundsson, upprunninn fyrir austan fjall. Skömmu fyrir 1780 birtist hann fyrst í heimildum rúmlega tvítugur og illa farinn af holdsveiki sem þá var landlæg á Íslandi. Helgi hafði misst alla fingur og tær og var ef til vill flogaveikur í ofanálag. Með hvaða hætti þessi vesalingur hafði orðið til og vaxið úr grasi, það vitum við ekki. Þegar á hann er fyrst minnst í skjölum, þá er hann altént algjör einstæðingur og engin leið að segja hvort hann átti einhvern tíma fjölskyldu. Vísast voru foreldrar hans dánir, þetta voru erfiðir tímar. Eða kannski höfðu þau hrakið hann burt frá einhverju örreitiskoti þar sem þau hafa hokrað. Hvort heldur er, þá bjó í Helga Guðmundssyni ótrúlegur lífskraftur þrátt fyrir ömurlegan sjúkdóm og hörmulegt líf í alla staði. Þrátt fyrir mikla bæklun flakkaði hann víða um Suður- og Vesturland, þótt hann væri að nafninu til niðursetningur á bænum Svarfhóli í Flóa. Að vera niðursetningur þýddi að vegna fátæktar, sjúkdóma, æsku eða elli gat viðkomandi ekki séð fyrir sér sjálfur og var þá upp á sinn fæðingarhrepp kominn. Hreppurinn setti hann þá niður á þeim bæ í sveitinni sem bauðst til að taka hann að sér fyrir minnstan pening. Oft var viðurværi niðursetninga ömurlegt, þrátt fyrir hið milda samfélag sem ýmsir trúa enn að hafi verið við lýði í íslenska sveitasamfélaginu. Helgi var einn þeirra óheppnu og hann lagðist í flakk til að reyna að hafa að éta. Og þótt flakk væri í rauninni bannað á Íslandi, þá var Helgi svo heppinn að hafa í fórum sínum vegabréf frá hreppstjóra sínum í Árnessýslu um að vera „heiðarlegur og sannur ölmusumaður Guðs“ eins og það var orðað. Hann hafði því leyfi til að flakka.Aumkunarverður spítalamatur Danski guðfræðingurinn Harboe hafði komið til Íslands 1741 til að reyna að koma skikki á menntun fermingarbarna, sem var í ólestri hjá Íslendingum. Harboe fannst mjög margt að í hinu íslenska sveitasamfélagi og leitaðist við að bæta úr skák. Hann fékk vald til þess því hann gegndi í nokkur ár biskupsembætti á Íslandi meðan biskupar landsins voru dauðir. Meðal annars vildi Harboe reyna að vinna á fjölda flakkara og hafði þá kveðið á um þessi vegabréf sem Íslendingar fóru svo fljótlega að kalla „sníkjupassa“. Þau áttu að vera örþrifaráð ef ekki tækist með neinu móti að halda ómögum og niðursetningum í sinni sveit. Í stað þess að koma þeim þá upp á kant við lög áttu þeir að fá leyfi til að flakka um sveitir og betla. Harboe hafði kveðið sérstaklega á um að passa þessa skyldi gefa út með sérstakri samviskusemi, en ekki láta kunningsskap ráða eða mútur. Passana mætti aðeins gefa út í sex mánuði í senn og þá á sumrin, og var hugsunin sú að þegar tíð væri góð gæti flakk niðursetninganna losað fátæka húsbændur við að halda þeim uppi – einmitt á þeim árstíma þegar þeir höfðu mesta möguleika á að lifa af betli sínu. En íslenskir embættismenn voru fljótir að spila á þetta. Nú nokkrum áratugum eftir að Harboe var á Íslandi voru flakkarar fleiri en nokkru sinni fyrr.„Þess séu jafnvel dæmi að hreppstjórar og bændur með ómaga á framfæri sínu svelti þá vísvitandi til að þeir neyðist til að stela sér til matar og síðan sé hægt að fangelsa þá. Margir drengir á aldrinum 15-17 ára hafi verið dæmdir í tugthús að undanförnu … og þrír slíkir hafi lognast út af úr vesaldómi og örbirgð á innan við einu ári.“Og þar var á meðal hinn holdsveiki Helgi Guðmundsson. Um áramótin 1780-71 stal hann hrossi þar í Flóanum og lét slátra því sér til matar. Skömmu seinna var hann aftur tekinn fyrir að ætla að stela tveimur kindum. Mál hans fór nokkrar umferðir í íslenska dómskerfinu en að lokum úrskurðaði dómur undir forsæti Magnúsar Ólafssonar varalögmanns að hann skyldi húðstrýkjast hrottalega, þrátt fyrir sjúkdóm sinn og neyð, og svo þrælka í járnum ævilangt í nýja fangelsinu í Reykjavík. Ári seinna kom hins vegar til skjalanna útlenskur embættismaður Dana á Bessastöðum. Myndi hann ekki reynast Íslendingnum verst af öllum? Onei. Stiftamtmaður var Lauritz Thodal, raunar norskur að ætt en í þjónustu Danakóngs. Thodal sýndi meiri mannúð en allir þeir íslensku pótintátar sem hingað til höfðu sýslað með mál Helga. Hann taldi ekki eftir sér að skrifa sjálfum kónginum um málið og má efast um að kóngur hafi nokkru sinni fengið bréf um jafn lítilmótlegan þegn. Thodal kannaðist raunar við Helga sem oft hafði betlað á Bessastöðum. Sagði hann Helga vera „aumkunarverðan spítalamat“ og „lifandi hræ“ og taldi hann dæmi um vaxandi tilhneigingu íslenskra hreppstjóra og sýslumanna til að koma af sér erfiðum ómögum, munaðarlausum börnum, gamalmennum, bækluðum og „útlifuðum mönnum“ með því að senda þetta fólk á vergang með betlipassa, í stað þess að sjá fyrir því samkvæmt íslenskum lögum og tilskipunum konungs. Í sumum sýslum séu 100-120 lögverndaðir betlarar af þessu tagi. Fjöldinn sé slíkur að þeir svelti oft heilu hungri og freistist því til þjófnaða, en íslenskir hreppstjórar og sýslumenn dæmi þá vægðarlaust í tugthús til að losna við þá af framfæri sínu. Þess séu jafnvel dæmi að hreppstjórar og bændur með ómaga á framfæri sínu svelti þá vísvitandi til að þeir neyðist til að stela sér til matar og síðan sé hægt að fangelsa þá. Margir drengir á aldrinum 15-17 ára hafi verið dæmdir í tugthús að undanförnu en hafi í raun engin heimili átt, verið hungraðir og máttfarnir og jafnvel brjóstveikir og með kuldabólgu. Þrír slíkir hafi lognast út af úr vesaldómi og örbirgð á innan við einu ári.Þeir allra fyrstu sem máttu drepast Sú sýsla sem harkalegast gangi fram í að ákæra og reka af höndum sér þurfalinga sé Árnessýsla, segir Thodal, og sé kominn tími til að konungur taki í taumana. Þá átelur hann íslenska dómara fyrir að hafa ekki tekið fram að Helgi hafi stolið vegna hungurs og í heild hafi verið óhæfa að þessi bæklaði maður væri dæmdur til að erfiða í járnum í tugthúsi. Framfærslusveit hans og -sýsla hafi hvorki útvegað honum fastan samastað né séð honum fyrir lífsviðurværi og því í raun þvingað hann til að stela. Thodal leggur að lokum til að Helgi skuli hýddur fyrir þjófnaðina svo mikið sem veikur líkami hans kunni að geta þolað (það er að segja ekki neitt) en síðan verði hrepp hans og sýslu skipað að útvega honum „blífanlegan“ samastað þar sem séð verði fyrir nauðsynjum hans, skv. lögum. Verði hann aftur sekur um þjófnað skuli hann enn hýddur en húsbændur hans þá um leið sektaðir fyrir vanrækslu. Atarna var mildilega á máli tekið, og öðruvísi en ætla mætti miðað við sögurnar um kúgarana útlensku á Bessastöðum. En þó verður enginn happí end á þessari sögu. Málið var brátt úr sögunni af sjálfu sér. Árið eftir hófust sjálf Móðuharðindin. Munið þið eftir myndunum af öskuskýinu undir Eyjafjöllum um árið? Reynið að sjá fyrir ykkur holdsveikan, flogaveikan, örmagna, glorsoltinn og máttvana Helga Guðmundsson brjótast um í þeim mekki. Vesælir flakkarar eins og Helgi voru áreiðanlega þeir allra fyrstu sem máttu drepast einhvers staðar úr hungri milli þúfna þegar sá hryllingur allur upphófst. Flækjusaga Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Hið milda íslenska sveitasamfélag fyrri alda, þegar þjóðin var samhent og stéttlaus, allir unnu saman að velferð hvers einstaklings og hlýddu á fallega og kristilega húslestra, góðsemi sveif yfir vötnunum, gantast á engjunum, réttlæti og friður í baðstofunni, ekkert að óttast nema árans dönsku kaupmennina með sitt maðkaða mjöl og dönsku embættismennina á Bessastöðum sem sátu um að kúga frjálsborna Íslendinga, en þeir stóðu æ svo vel saman gegn hinu vonda valdi frá útlöndum, sjálfstætt fólk! Þetta er saga úr því samfélagi.Leyfi til að flakka Maður hét Helgi og var Guðmundsson, upprunninn fyrir austan fjall. Skömmu fyrir 1780 birtist hann fyrst í heimildum rúmlega tvítugur og illa farinn af holdsveiki sem þá var landlæg á Íslandi. Helgi hafði misst alla fingur og tær og var ef til vill flogaveikur í ofanálag. Með hvaða hætti þessi vesalingur hafði orðið til og vaxið úr grasi, það vitum við ekki. Þegar á hann er fyrst minnst í skjölum, þá er hann altént algjör einstæðingur og engin leið að segja hvort hann átti einhvern tíma fjölskyldu. Vísast voru foreldrar hans dánir, þetta voru erfiðir tímar. Eða kannski höfðu þau hrakið hann burt frá einhverju örreitiskoti þar sem þau hafa hokrað. Hvort heldur er, þá bjó í Helga Guðmundssyni ótrúlegur lífskraftur þrátt fyrir ömurlegan sjúkdóm og hörmulegt líf í alla staði. Þrátt fyrir mikla bæklun flakkaði hann víða um Suður- og Vesturland, þótt hann væri að nafninu til niðursetningur á bænum Svarfhóli í Flóa. Að vera niðursetningur þýddi að vegna fátæktar, sjúkdóma, æsku eða elli gat viðkomandi ekki séð fyrir sér sjálfur og var þá upp á sinn fæðingarhrepp kominn. Hreppurinn setti hann þá niður á þeim bæ í sveitinni sem bauðst til að taka hann að sér fyrir minnstan pening. Oft var viðurværi niðursetninga ömurlegt, þrátt fyrir hið milda samfélag sem ýmsir trúa enn að hafi verið við lýði í íslenska sveitasamfélaginu. Helgi var einn þeirra óheppnu og hann lagðist í flakk til að reyna að hafa að éta. Og þótt flakk væri í rauninni bannað á Íslandi, þá var Helgi svo heppinn að hafa í fórum sínum vegabréf frá hreppstjóra sínum í Árnessýslu um að vera „heiðarlegur og sannur ölmusumaður Guðs“ eins og það var orðað. Hann hafði því leyfi til að flakka.Aumkunarverður spítalamatur Danski guðfræðingurinn Harboe hafði komið til Íslands 1741 til að reyna að koma skikki á menntun fermingarbarna, sem var í ólestri hjá Íslendingum. Harboe fannst mjög margt að í hinu íslenska sveitasamfélagi og leitaðist við að bæta úr skák. Hann fékk vald til þess því hann gegndi í nokkur ár biskupsembætti á Íslandi meðan biskupar landsins voru dauðir. Meðal annars vildi Harboe reyna að vinna á fjölda flakkara og hafði þá kveðið á um þessi vegabréf sem Íslendingar fóru svo fljótlega að kalla „sníkjupassa“. Þau áttu að vera örþrifaráð ef ekki tækist með neinu móti að halda ómögum og niðursetningum í sinni sveit. Í stað þess að koma þeim þá upp á kant við lög áttu þeir að fá leyfi til að flakka um sveitir og betla. Harboe hafði kveðið sérstaklega á um að passa þessa skyldi gefa út með sérstakri samviskusemi, en ekki láta kunningsskap ráða eða mútur. Passana mætti aðeins gefa út í sex mánuði í senn og þá á sumrin, og var hugsunin sú að þegar tíð væri góð gæti flakk niðursetninganna losað fátæka húsbændur við að halda þeim uppi – einmitt á þeim árstíma þegar þeir höfðu mesta möguleika á að lifa af betli sínu. En íslenskir embættismenn voru fljótir að spila á þetta. Nú nokkrum áratugum eftir að Harboe var á Íslandi voru flakkarar fleiri en nokkru sinni fyrr.„Þess séu jafnvel dæmi að hreppstjórar og bændur með ómaga á framfæri sínu svelti þá vísvitandi til að þeir neyðist til að stela sér til matar og síðan sé hægt að fangelsa þá. Margir drengir á aldrinum 15-17 ára hafi verið dæmdir í tugthús að undanförnu … og þrír slíkir hafi lognast út af úr vesaldómi og örbirgð á innan við einu ári.“Og þar var á meðal hinn holdsveiki Helgi Guðmundsson. Um áramótin 1780-71 stal hann hrossi þar í Flóanum og lét slátra því sér til matar. Skömmu seinna var hann aftur tekinn fyrir að ætla að stela tveimur kindum. Mál hans fór nokkrar umferðir í íslenska dómskerfinu en að lokum úrskurðaði dómur undir forsæti Magnúsar Ólafssonar varalögmanns að hann skyldi húðstrýkjast hrottalega, þrátt fyrir sjúkdóm sinn og neyð, og svo þrælka í járnum ævilangt í nýja fangelsinu í Reykjavík. Ári seinna kom hins vegar til skjalanna útlenskur embættismaður Dana á Bessastöðum. Myndi hann ekki reynast Íslendingnum verst af öllum? Onei. Stiftamtmaður var Lauritz Thodal, raunar norskur að ætt en í þjónustu Danakóngs. Thodal sýndi meiri mannúð en allir þeir íslensku pótintátar sem hingað til höfðu sýslað með mál Helga. Hann taldi ekki eftir sér að skrifa sjálfum kónginum um málið og má efast um að kóngur hafi nokkru sinni fengið bréf um jafn lítilmótlegan þegn. Thodal kannaðist raunar við Helga sem oft hafði betlað á Bessastöðum. Sagði hann Helga vera „aumkunarverðan spítalamat“ og „lifandi hræ“ og taldi hann dæmi um vaxandi tilhneigingu íslenskra hreppstjóra og sýslumanna til að koma af sér erfiðum ómögum, munaðarlausum börnum, gamalmennum, bækluðum og „útlifuðum mönnum“ með því að senda þetta fólk á vergang með betlipassa, í stað þess að sjá fyrir því samkvæmt íslenskum lögum og tilskipunum konungs. Í sumum sýslum séu 100-120 lögverndaðir betlarar af þessu tagi. Fjöldinn sé slíkur að þeir svelti oft heilu hungri og freistist því til þjófnaða, en íslenskir hreppstjórar og sýslumenn dæmi þá vægðarlaust í tugthús til að losna við þá af framfæri sínu. Þess séu jafnvel dæmi að hreppstjórar og bændur með ómaga á framfæri sínu svelti þá vísvitandi til að þeir neyðist til að stela sér til matar og síðan sé hægt að fangelsa þá. Margir drengir á aldrinum 15-17 ára hafi verið dæmdir í tugthús að undanförnu en hafi í raun engin heimili átt, verið hungraðir og máttfarnir og jafnvel brjóstveikir og með kuldabólgu. Þrír slíkir hafi lognast út af úr vesaldómi og örbirgð á innan við einu ári.Þeir allra fyrstu sem máttu drepast Sú sýsla sem harkalegast gangi fram í að ákæra og reka af höndum sér þurfalinga sé Árnessýsla, segir Thodal, og sé kominn tími til að konungur taki í taumana. Þá átelur hann íslenska dómara fyrir að hafa ekki tekið fram að Helgi hafi stolið vegna hungurs og í heild hafi verið óhæfa að þessi bæklaði maður væri dæmdur til að erfiða í járnum í tugthúsi. Framfærslusveit hans og -sýsla hafi hvorki útvegað honum fastan samastað né séð honum fyrir lífsviðurværi og því í raun þvingað hann til að stela. Thodal leggur að lokum til að Helgi skuli hýddur fyrir þjófnaðina svo mikið sem veikur líkami hans kunni að geta þolað (það er að segja ekki neitt) en síðan verði hrepp hans og sýslu skipað að útvega honum „blífanlegan“ samastað þar sem séð verði fyrir nauðsynjum hans, skv. lögum. Verði hann aftur sekur um þjófnað skuli hann enn hýddur en húsbændur hans þá um leið sektaðir fyrir vanrækslu. Atarna var mildilega á máli tekið, og öðruvísi en ætla mætti miðað við sögurnar um kúgarana útlensku á Bessastöðum. En þó verður enginn happí end á þessari sögu. Málið var brátt úr sögunni af sjálfu sér. Árið eftir hófust sjálf Móðuharðindin. Munið þið eftir myndunum af öskuskýinu undir Eyjafjöllum um árið? Reynið að sjá fyrir ykkur holdsveikan, flogaveikan, örmagna, glorsoltinn og máttvana Helga Guðmundsson brjótast um í þeim mekki. Vesælir flakkarar eins og Helgi voru áreiðanlega þeir allra fyrstu sem máttu drepast einhvers staðar úr hungri milli þúfna þegar sá hryllingur allur upphófst.
Flækjusaga Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira