Kafli úr bók eftir óþekktan ástarsöguhöfund Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 2. október 2013 06:00 Andrúmsloftið á spítalanum var þrungið spennu. Óvenjumikil þögn ríkti á göngunum og fyrir utan hrotur nokkurra sjúklinga á öldrunardeild hefði mátt heyra sondu detta. Hvernig mátti það vera að forstjórinn geðþekki hafði sagt upp störfum og væri að hætta einmitt nú á fimm ára afmæli Hrunsins svokallaða. Var það tilviljun ein? Sigurborg hjúkrunarfræðingur var ein í býtibúrinu og þerraði tárin í veltilak nokkurt sem hún hafði tekið til handargagns stuttu áður. Hún vissi sem var að tárin ættu eftir að brjótast út með reglulegu millibili það sem eftir lifði dags. Hvernig gat hann, þessi mikilúðlegi maður yfirgefið spítalann nú? Eftir þá gríðarlegu niðurskurðaröldu sem brotnað hafði á spítalanum? Hví var hann að stökkva frá borði þegar síst skyldi? Sigurborg átti eftir að sakna Zoëga. Hún hafði á honum mætur og innst inni unni hún honum. Hvernig var annað hægt? Hávaxinn, dökkhærður og með þennan sveip í hárinu sem gaf honum kæruleysislegt en jafnframt ábúðarmikið yfirbragð. Sigurborg hafði aldrei kynnst öðrum eins manni. Fastur fyrir en þó svo mannlegur. Hún skildi að auðvitað vildi hann ekki að sín yrði minnst sem mannsins sem hefði stýrt Landspítalanum úr því að vera háþróað háskólasjúkrahús á heimsmælikvarða yfir í að verða þriðja heims sjúkratjald á víðavangi.Ráðherrann með ljáinn Sigurborg rak augun í forsíðu Fréttablaðsins og snöggreiddist. Þarna var hann, ráðherrann með ljáinn. Sigurborgu var minnisstætt að hún hafði fáeinum árum áður með einstakri lagni en með naumindum tekist að ná koparmynt úr nefi aldraðrar frænku ráðherrans. Mikil brögð voru að því að gamlingjar træðu smámynt upp í vitin á sér einkum eftir Hrunið svokallaða. Þetta voru að dómi Sigurborgar bein áhrif af neikvæðri fjármálaumræðu í landinu. Í tilfelli frænku ráðherrans, sem var afar erfitt viðureignar, hafði Sigurborg þurft að hafa sig alla við því gamla konan hafði með einstakri lagni náð að smokra einseyringnum allt að því upp að sjóntauginni sjálfri. Ég hefði betur blindað kerlingarræksnið hugsaði Sigurborg en hörfaði jafnharðan frá þeirri hugsun og sló sig utanundir í huganum. Sigurborgu óaði við því sem heyrðist fleygt að til stæði að ráða erlenda lækna við sjúkrahúsið. Átti hún nú að læra albönsku eða frönsku ofan á allt annað? Nógu erfitt var að leiða erlendu starfsstúlkurnar í gegnum hinn venjubundna starfsdag en tilhugsunin um að vera jafnvel í vandasömum líffæraflutningum og skilja ekki mælt mál var henni ofviða? Átti hún sem hafði sinnt forystu fjögurra deilda við spítalann að standa eins og þvara í miðri aðgerð og baða út öngum til að gera sig skiljanlega? Fletta upp í Google translate á snjallsímanum sínum þegar líf sjúklinga væri í húfi og hvert tifandi andartak gæti skilið milli feigs og ófeigs.Sjúklingar úr súkkulaði Sigurborg teygði sig í kökusneið og fékk sér bita. Þetta var góð kaka með bananakremi sem Þröstur sjúkraliði hafði komið með á vaktina daginn áður. Hann var laginn bakari hann Þröstur og hafði lengi haft þann sið að koma á vaktina færandi hendi og gleðja starfssystur sínar. Kakan var mikið listaverk, nákvæm eftirlíking af Landspítalabyggingunni séðri úr lofti. Á hægri hlið kökunnar hafði Þröstur sjúkraliði málað veggina í rauðum og gulum litum svo að engu líkara var en að byggingin stæði í ljósum logum. Hann hafði að auki formað sjúklinga úr súkkulaði sem lágu í rúmum sínum misveikir víðsvegar um rangala byggingarinnar. Þröstur hafði mótað forstjórann sjálfan í marsipan og stillt honum upp í byggingunni miðri með hnefana kreppta á móti himni. Þarna stóð hann eins og King Kong ráðvilltur og undrandi á skilningsleysi mannanna. Sigurborg hugsaði með sér að kaka þessi segði meira en þúsund orð og laumaðist til að stinga upp í sig einum súkkulaðisjúklingi og táraðist ofurlítið. Sigurborg leit sem snöggvast fram á ganginn. Þar hafði myndast mikil biðröð fólks sem hafði tekið sér sæti á víð og dreif um biðstofuna. Óþreyja skein úr andlitum sjúklinganna sem þurftu, þrátt fyrir niðurskurð, að fá bót meina sinna. Sigurborg huggaði sig við það að innan af skoli mátti heyra geðþekkan söng. Kór langlegusjúklinga hafði æft þrotlaust undanfarna daga til að geta kvatt hinn virðulega forstjóra með sóma þegar hann gengi sinn hinsta stofugang. Sigurborg snýtti sér í veltilakið öðru sinni og geystist fram á ganginn því skyldan kallaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun
Andrúmsloftið á spítalanum var þrungið spennu. Óvenjumikil þögn ríkti á göngunum og fyrir utan hrotur nokkurra sjúklinga á öldrunardeild hefði mátt heyra sondu detta. Hvernig mátti það vera að forstjórinn geðþekki hafði sagt upp störfum og væri að hætta einmitt nú á fimm ára afmæli Hrunsins svokallaða. Var það tilviljun ein? Sigurborg hjúkrunarfræðingur var ein í býtibúrinu og þerraði tárin í veltilak nokkurt sem hún hafði tekið til handargagns stuttu áður. Hún vissi sem var að tárin ættu eftir að brjótast út með reglulegu millibili það sem eftir lifði dags. Hvernig gat hann, þessi mikilúðlegi maður yfirgefið spítalann nú? Eftir þá gríðarlegu niðurskurðaröldu sem brotnað hafði á spítalanum? Hví var hann að stökkva frá borði þegar síst skyldi? Sigurborg átti eftir að sakna Zoëga. Hún hafði á honum mætur og innst inni unni hún honum. Hvernig var annað hægt? Hávaxinn, dökkhærður og með þennan sveip í hárinu sem gaf honum kæruleysislegt en jafnframt ábúðarmikið yfirbragð. Sigurborg hafði aldrei kynnst öðrum eins manni. Fastur fyrir en þó svo mannlegur. Hún skildi að auðvitað vildi hann ekki að sín yrði minnst sem mannsins sem hefði stýrt Landspítalanum úr því að vera háþróað háskólasjúkrahús á heimsmælikvarða yfir í að verða þriðja heims sjúkratjald á víðavangi.Ráðherrann með ljáinn Sigurborg rak augun í forsíðu Fréttablaðsins og snöggreiddist. Þarna var hann, ráðherrann með ljáinn. Sigurborgu var minnisstætt að hún hafði fáeinum árum áður með einstakri lagni en með naumindum tekist að ná koparmynt úr nefi aldraðrar frænku ráðherrans. Mikil brögð voru að því að gamlingjar træðu smámynt upp í vitin á sér einkum eftir Hrunið svokallaða. Þetta voru að dómi Sigurborgar bein áhrif af neikvæðri fjármálaumræðu í landinu. Í tilfelli frænku ráðherrans, sem var afar erfitt viðureignar, hafði Sigurborg þurft að hafa sig alla við því gamla konan hafði með einstakri lagni náð að smokra einseyringnum allt að því upp að sjóntauginni sjálfri. Ég hefði betur blindað kerlingarræksnið hugsaði Sigurborg en hörfaði jafnharðan frá þeirri hugsun og sló sig utanundir í huganum. Sigurborgu óaði við því sem heyrðist fleygt að til stæði að ráða erlenda lækna við sjúkrahúsið. Átti hún nú að læra albönsku eða frönsku ofan á allt annað? Nógu erfitt var að leiða erlendu starfsstúlkurnar í gegnum hinn venjubundna starfsdag en tilhugsunin um að vera jafnvel í vandasömum líffæraflutningum og skilja ekki mælt mál var henni ofviða? Átti hún sem hafði sinnt forystu fjögurra deilda við spítalann að standa eins og þvara í miðri aðgerð og baða út öngum til að gera sig skiljanlega? Fletta upp í Google translate á snjallsímanum sínum þegar líf sjúklinga væri í húfi og hvert tifandi andartak gæti skilið milli feigs og ófeigs.Sjúklingar úr súkkulaði Sigurborg teygði sig í kökusneið og fékk sér bita. Þetta var góð kaka með bananakremi sem Þröstur sjúkraliði hafði komið með á vaktina daginn áður. Hann var laginn bakari hann Þröstur og hafði lengi haft þann sið að koma á vaktina færandi hendi og gleðja starfssystur sínar. Kakan var mikið listaverk, nákvæm eftirlíking af Landspítalabyggingunni séðri úr lofti. Á hægri hlið kökunnar hafði Þröstur sjúkraliði málað veggina í rauðum og gulum litum svo að engu líkara var en að byggingin stæði í ljósum logum. Hann hafði að auki formað sjúklinga úr súkkulaði sem lágu í rúmum sínum misveikir víðsvegar um rangala byggingarinnar. Þröstur hafði mótað forstjórann sjálfan í marsipan og stillt honum upp í byggingunni miðri með hnefana kreppta á móti himni. Þarna stóð hann eins og King Kong ráðvilltur og undrandi á skilningsleysi mannanna. Sigurborg hugsaði með sér að kaka þessi segði meira en þúsund orð og laumaðist til að stinga upp í sig einum súkkulaðisjúklingi og táraðist ofurlítið. Sigurborg leit sem snöggvast fram á ganginn. Þar hafði myndast mikil biðröð fólks sem hafði tekið sér sæti á víð og dreif um biðstofuna. Óþreyja skein úr andlitum sjúklinganna sem þurftu, þrátt fyrir niðurskurð, að fá bót meina sinna. Sigurborg huggaði sig við það að innan af skoli mátti heyra geðþekkan söng. Kór langlegusjúklinga hafði æft þrotlaust undanfarna daga til að geta kvatt hinn virðulega forstjóra með sóma þegar hann gengi sinn hinsta stofugang. Sigurborg snýtti sér í veltilakið öðru sinni og geystist fram á ganginn því skyldan kallaði.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun