Nokkrar hoppandi fótboltagórillur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2013 00:01 Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. Þessari skoðun deila fjölmargir. Svo eru aðrir sem hafa ekki áhuga á íþróttum. Það er í góðu lagi. Einhverjir fögnuðu því vafalítið þegar nóg var komið af „fótboltavitleysunni“ og skipt var yfir í auglýsingar skömmu eftir að flautað hafði verið af í Ósló. Þá var hlutskipti strákanna okkar hins vegar ekki ráðið. Enn stóð yfir leikur í Sviss. Það vissu leikmenn landsliðsins sem biðu spenntir úti á velli. Það vissu áhorfendur heima í stofu. Lýsandi leiksins á RÚV velti því fyrir sér hvort útsending fengi ekki að lifa þar til staðfest úrslit bærust frá Sviss. Svo fór ekki eins og allir sem horfðu á leikinn eða fylgjast með þjóðfélagsumræðu vita. Undirbúningur RÚV fyrir leikinn hafði ekki verið nægilega góður. Beðist var afsökunar. Mistök gerast og af þeim lærist. Óánægja þúsunda landsmanna var hins vegar skiljanleg. Íþróttir eru eitt af því sem skiptir fólk eins og mig hvað mestu máli í lífinu. Þá ástríðu sem oft fylgir íþróttum er erfitt að útskýra. Hún birtist samt líklega best í viðbrögðum fólks þegar það fékk ekki að upplifa augnablikið þegar bláklæddir íslenskir knattspyrnumenn fögnuðu afrakstri síðustu tveggja ára. Þeim glæstasta í sögu liðsins. „Hoppandi fótboltagórillur“ er orðalag sem vel þekktum íslenskum bókmenntarýni þótti lýsa vel því sem knattspyrnuáhugamenn urðu af á þriðjudagskvöld. Fleiri deila skoðun hans. Árið 1955 vannst einstakt afrek í íslenskri bókmenntasögu í annarri norrænni höfuðborg, Stokkhólmi. Ég velti fyrir mér hvernig rýnirinn fyrrnefndi, og skoðanabræður hans og –systur, hefði brugðist við ef farið hefði verið í auglýsingar að lokinni tveggja tíma sjónvarpsútsendingu og orðunum: „Og verðlaunin í ár hlýtur…“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Tumi Daðason Tengdar fréttir Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00 Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00 Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00 Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00 Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00 Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. Þessari skoðun deila fjölmargir. Svo eru aðrir sem hafa ekki áhuga á íþróttum. Það er í góðu lagi. Einhverjir fögnuðu því vafalítið þegar nóg var komið af „fótboltavitleysunni“ og skipt var yfir í auglýsingar skömmu eftir að flautað hafði verið af í Ósló. Þá var hlutskipti strákanna okkar hins vegar ekki ráðið. Enn stóð yfir leikur í Sviss. Það vissu leikmenn landsliðsins sem biðu spenntir úti á velli. Það vissu áhorfendur heima í stofu. Lýsandi leiksins á RÚV velti því fyrir sér hvort útsending fengi ekki að lifa þar til staðfest úrslit bærust frá Sviss. Svo fór ekki eins og allir sem horfðu á leikinn eða fylgjast með þjóðfélagsumræðu vita. Undirbúningur RÚV fyrir leikinn hafði ekki verið nægilega góður. Beðist var afsökunar. Mistök gerast og af þeim lærist. Óánægja þúsunda landsmanna var hins vegar skiljanleg. Íþróttir eru eitt af því sem skiptir fólk eins og mig hvað mestu máli í lífinu. Þá ástríðu sem oft fylgir íþróttum er erfitt að útskýra. Hún birtist samt líklega best í viðbrögðum fólks þegar það fékk ekki að upplifa augnablikið þegar bláklæddir íslenskir knattspyrnumenn fögnuðu afrakstri síðustu tveggja ára. Þeim glæstasta í sögu liðsins. „Hoppandi fótboltagórillur“ er orðalag sem vel þekktum íslenskum bókmenntarýni þótti lýsa vel því sem knattspyrnuáhugamenn urðu af á þriðjudagskvöld. Fleiri deila skoðun hans. Árið 1955 vannst einstakt afrek í íslenskri bókmenntasögu í annarri norrænni höfuðborg, Stokkhólmi. Ég velti fyrir mér hvernig rýnirinn fyrrnefndi, og skoðanabræður hans og –systur, hefði brugðist við ef farið hefði verið í auglýsingar að lokinni tveggja tíma sjónvarpsútsendingu og orðunum: „Og verðlaunin í ár hlýtur…“
Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00
Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00
Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00
Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00
Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00
Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24