Ferskir vindar á Airwaves Jónas Sen skrifar 4. nóvember 2013 10:00 Nordic Affect Tónlist: Nordic Affect frumflutti tónlist eftir Huga Guðmundsson og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur í Kaldalóni í Hörpu, föstudaginn 1. nóvember á Airwaves. Nordic Affect er heitið á kammerhópi sem hefur sérhæft sig í að leika verk frá 17. og 18. öld. En ekki bara það, heldur líka í frumflutningi nýrra tónsmíða sem eru smekklega settar inn í eldri dagskrá. Útkoman er oft frábærlega skemmtileg. Tónlistin smitar út frá sér, sú eldri fær á sig ferskan andblæ nútímans, og nýja músíkin verður enn nýstárlegri í samhengi liðinna alda. Tónleikar Nordic Affect á Airwaves í Kaldalóni í Hörpu ollu ekki vonbrigðum. Þar blandaðist saman lifandi hljóðfæraleikur við hljóðupptökur og myndbönd. Hljóðfæraleikararnir voru þær Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðluleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari og Hanna Loftsdóttir sellóleikari. Spilamennskan var framúrskarandi, vandvirknisleg og þétthljómandi, hvert sem viðfangsefnið var. Tvö verk voru frumflutt á tónleikunum. Hið fyrra var Púls tveir eftir Huga Guðmundsson og Kippa Kaninus (Guðmund Vigni Karlsson), en hið síðara Clockworking eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Frumflutningarnir voru fleygaðir með tónlistarmyndbandi í þremur hlutum eftir Andra Hafliðason. Tónlistin þar var einnig eftir Huga og bar heitið Händelusive. Hugi samdi hana upphaflega fyrir Nordic Affect. Hún var sveimkennd hugleiðing um tónlist Händels eftir því sem ég best gat heyrt. Myndbandið var sömuleiðis passíft, það samanstóð af svipmyndum úr borgarlífi, ýmist glaðlegum eða þungbúnum. Hvort tveggja kom prýðilega út, skapaði rólegt andrúmsloft sem var í þægilegri mótsögn við tryllinginn á Airwaves. Frumfluttu tónsmíðarnar voru líka glæsilegar. Í Púls tveimur sá maður Höllu Steinunni og Guðrúnu Ólafsdóttur semballeikara spila nokkra tóna. Þeir voru endurteknir í sífellu. Ofan í þá var lifandi hljóðfæraleikur sem var ómþýður og grípandi. Heildarmyndin var draumkennd og notaleg. Í Clockwork var einnig leikið með svokallaða lúppu, í þetta sinn sáust nokkrir menn vinna erfiðisvinnu úti í skógi. Það var bútur úr gamalli heimildarmynd endurunninn af Þorbjörgu Jónsdóttur. Við bútinn spiluðu hljóðfæraleikararnir dáleiðandi tónavef, sem smám saman tók breytingum, varð upphafnari og endaði í alsælu. Tónlistin var í fyrstu tímalaus, enginn taktur, bara liggjandi hljómar. En svo náði fjarlægur dans yfirhöndinni; það var heillandi stund.Óhætt er að segja að dagskráin hafi verið áhugaverð og enn ein skrautfjöðrin í hatt þessa magnaða tónlistarhóps.Niðurstaða: Tónleikar Nordic Affect á Airwaves voru sérlega skemmtilegir, spilamennskan var vönduð, tónlistin áhugaverð, myndböndin grípandi. Gagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Nordic Affect frumflutti tónlist eftir Huga Guðmundsson og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur í Kaldalóni í Hörpu, föstudaginn 1. nóvember á Airwaves. Nordic Affect er heitið á kammerhópi sem hefur sérhæft sig í að leika verk frá 17. og 18. öld. En ekki bara það, heldur líka í frumflutningi nýrra tónsmíða sem eru smekklega settar inn í eldri dagskrá. Útkoman er oft frábærlega skemmtileg. Tónlistin smitar út frá sér, sú eldri fær á sig ferskan andblæ nútímans, og nýja músíkin verður enn nýstárlegri í samhengi liðinna alda. Tónleikar Nordic Affect á Airwaves í Kaldalóni í Hörpu ollu ekki vonbrigðum. Þar blandaðist saman lifandi hljóðfæraleikur við hljóðupptökur og myndbönd. Hljóðfæraleikararnir voru þær Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðluleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari og Hanna Loftsdóttir sellóleikari. Spilamennskan var framúrskarandi, vandvirknisleg og þétthljómandi, hvert sem viðfangsefnið var. Tvö verk voru frumflutt á tónleikunum. Hið fyrra var Púls tveir eftir Huga Guðmundsson og Kippa Kaninus (Guðmund Vigni Karlsson), en hið síðara Clockworking eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Frumflutningarnir voru fleygaðir með tónlistarmyndbandi í þremur hlutum eftir Andra Hafliðason. Tónlistin þar var einnig eftir Huga og bar heitið Händelusive. Hugi samdi hana upphaflega fyrir Nordic Affect. Hún var sveimkennd hugleiðing um tónlist Händels eftir því sem ég best gat heyrt. Myndbandið var sömuleiðis passíft, það samanstóð af svipmyndum úr borgarlífi, ýmist glaðlegum eða þungbúnum. Hvort tveggja kom prýðilega út, skapaði rólegt andrúmsloft sem var í þægilegri mótsögn við tryllinginn á Airwaves. Frumfluttu tónsmíðarnar voru líka glæsilegar. Í Púls tveimur sá maður Höllu Steinunni og Guðrúnu Ólafsdóttur semballeikara spila nokkra tóna. Þeir voru endurteknir í sífellu. Ofan í þá var lifandi hljóðfæraleikur sem var ómþýður og grípandi. Heildarmyndin var draumkennd og notaleg. Í Clockwork var einnig leikið með svokallaða lúppu, í þetta sinn sáust nokkrir menn vinna erfiðisvinnu úti í skógi. Það var bútur úr gamalli heimildarmynd endurunninn af Þorbjörgu Jónsdóttur. Við bútinn spiluðu hljóðfæraleikararnir dáleiðandi tónavef, sem smám saman tók breytingum, varð upphafnari og endaði í alsælu. Tónlistin var í fyrstu tímalaus, enginn taktur, bara liggjandi hljómar. En svo náði fjarlægur dans yfirhöndinni; það var heillandi stund.Óhætt er að segja að dagskráin hafi verið áhugaverð og enn ein skrautfjöðrin í hatt þessa magnaða tónlistarhóps.Niðurstaða: Tónleikar Nordic Affect á Airwaves voru sérlega skemmtilegir, spilamennskan var vönduð, tónlistin áhugaverð, myndböndin grípandi.
Gagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira