Rúnar Kára: Ég skammast mín ekki fyrir eina sekúndu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2013 08:30 Rúnar fer nú til félags þar sem hann fær að spila meira en hann hefur gert hjá Löwen. Hann fær því að sanna sig almennilega í vetur og veitir ekki af þar sem hann verður samningslaus næsta sumar. Mynd/Vilhelm „Hluti af þessu starfi er að hlutirnir breytast oft fljótt. Ég átti von á þessu en hélt samt að það myndi ekki gerast fyrr en í janúar,“ segir Rúnar Kárason sem mjög óvænt er orðinn leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Hannover-Burgdorf. Hann fer þangað frá liði Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, en spilatíminn hjá Löwen var afar takmarkaður. „Þetta er mjög góð lending fyrir mig. Þetta er gott lið í sjöunda sæti deildarinnar og aðeins tveim sætum fyrir neðan Löwen. Hérna á ég möguleika á því að spila mun meira. Ég er því mjög sáttur.“ Rúnar fékk póst frá Hannover á föstudeginum og svo var búið að ganga frá skiptunum á sunnudag. Rúnar var á sínum tíma fenginn til þess að leysa Alexander Petersson af hólmi þar sem hann væri meiddur. Hann kom svo til baka. „Þegar Lexi kom til baka fékk umboðsmaðurinn minn þau skilaboð að þeir vildu losna við mig. Vildu ekki vera að greiða þremur mönnum sem spila sömu stöðu. Ég get alveg skilið það.“Ósáttur við fá tækifæri Spánverjinn Guardiola hefur aðallega verið í því að leysa Alexander af hólmi og það var Rúnar ekki sáttur við. „Gummi mat það þannig að ég væri síðri en Spánverjinn en ég er einstaklega ósammála honum þar. Mér fannst ég ekki fá þau tækifæri sem ég átti skilið að fá. Þegar ég síðan fékk að spila þá spilaði ég vel. Ég skammast mín ekki fyrir eina sekúndu sem ég spilaði fyrir Löwen. Auðvitað var svekkjandi að fá ekki fleiri tækifæri og ég er viss um að ef ég hefði fengið jafn mörg tækifæri og Guardiola þá hefði ég leyst það betur en hann,“ sagði Rúnar ákveðinn en hann er þrátt fyrir lítinn spilatíma alls ekkert ósáttur við Guðmund þjálfara. „Hann leyfði mér að fara og ég átti allt eins von á því að hann myndi ekki leyfa mér það. Hann yrði það stressaður að eitthvað myndi gerast með meiðsli leikmanna. Við skiljum í góðu. Hann var mjög fagmannlegur og greindi mér alltaf frá stöðu mála. Hann er góður þjálfari.“Tók Grétar Sigfinn á þetta Þegar Rúnar fékk ekki tækifæri ákvað hann að leggja harðar að sér í stað þess að leggjast niður og grenja. „Ég tók bara Grétar Sigfinn á þetta. Það var ekkert annað í stöðunni. Þeir sáu það, þjálfararnir, að það var meiri kraftur í mér. Ég æfði aukalega og það hjálpaði mér þegar ég fékk tækifæri næst. Ég hef svo haldið áfram að æfa svona vel. Mér leið mjög vel hjá Löwen og féll vel inn í hópinn. Þetta var virkilega skemmtilegur tími sem ég sé ekkert eftir.“ Skyttan örvhenta var samningsbundin Löwen til loka ársins. Hannover tekur við þeim samningi þannig að Rúnar er alltaf samningslaus næsta sumar. „Þarna fæ ég að spila mikið og get sýnt mig eitthvað í deildinni fyrir framhaldið. Þeir voru að missa tvo örvhenta leikmenn og eiga að spila fimm leiki á næstu fjórtán dögum. Það verður því nóg að gera. Ég er graður í að spila og hlakka bara til.“xx xx fréttablaðið/xxFlutt frítt í boði Löwen Rúnar er nýorðinn faðir og á um mánaðargamlan son. Hann þarf því að rífa fjölskylduna upp á nýjan leik. Sjálfur er hann kominn til Hannover en von er á konu hans og barni í næstu viku. „Þar sem Löwen vildi losna við mig þá munu þeir bera allan kostnað af flutningnum. Það koma því menn og pakka og taka svo allt upp á hinum staðnum.“ Það eru líka góð tíðindi fyrir landsliðið að Rúnar sé að fara að spila á fullu en of margir landsliðsmenn okkar eru að spila lítið. „Ég mun spila átta leiki fyrir jól en kem samt í góðu formi enda æfa allir vel hjá Gumma. Ég næ að stimpla mig inn fyrir landsliðið. Ég er mjög spenntur fyrir því og það var mjög leiðinlegt að missa af síðasta verkefni en þá var sonur minn að fæðast. Ég vona svo sannarlega að ég komist með liðinu á EM í janúar,“ segir Rúnar en hann spilar sinn fyrsta leik fyrir Hannover um næstu helgi. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira
„Hluti af þessu starfi er að hlutirnir breytast oft fljótt. Ég átti von á þessu en hélt samt að það myndi ekki gerast fyrr en í janúar,“ segir Rúnar Kárason sem mjög óvænt er orðinn leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Hannover-Burgdorf. Hann fer þangað frá liði Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, en spilatíminn hjá Löwen var afar takmarkaður. „Þetta er mjög góð lending fyrir mig. Þetta er gott lið í sjöunda sæti deildarinnar og aðeins tveim sætum fyrir neðan Löwen. Hérna á ég möguleika á því að spila mun meira. Ég er því mjög sáttur.“ Rúnar fékk póst frá Hannover á föstudeginum og svo var búið að ganga frá skiptunum á sunnudag. Rúnar var á sínum tíma fenginn til þess að leysa Alexander Petersson af hólmi þar sem hann væri meiddur. Hann kom svo til baka. „Þegar Lexi kom til baka fékk umboðsmaðurinn minn þau skilaboð að þeir vildu losna við mig. Vildu ekki vera að greiða þremur mönnum sem spila sömu stöðu. Ég get alveg skilið það.“Ósáttur við fá tækifæri Spánverjinn Guardiola hefur aðallega verið í því að leysa Alexander af hólmi og það var Rúnar ekki sáttur við. „Gummi mat það þannig að ég væri síðri en Spánverjinn en ég er einstaklega ósammála honum þar. Mér fannst ég ekki fá þau tækifæri sem ég átti skilið að fá. Þegar ég síðan fékk að spila þá spilaði ég vel. Ég skammast mín ekki fyrir eina sekúndu sem ég spilaði fyrir Löwen. Auðvitað var svekkjandi að fá ekki fleiri tækifæri og ég er viss um að ef ég hefði fengið jafn mörg tækifæri og Guardiola þá hefði ég leyst það betur en hann,“ sagði Rúnar ákveðinn en hann er þrátt fyrir lítinn spilatíma alls ekkert ósáttur við Guðmund þjálfara. „Hann leyfði mér að fara og ég átti allt eins von á því að hann myndi ekki leyfa mér það. Hann yrði það stressaður að eitthvað myndi gerast með meiðsli leikmanna. Við skiljum í góðu. Hann var mjög fagmannlegur og greindi mér alltaf frá stöðu mála. Hann er góður þjálfari.“Tók Grétar Sigfinn á þetta Þegar Rúnar fékk ekki tækifæri ákvað hann að leggja harðar að sér í stað þess að leggjast niður og grenja. „Ég tók bara Grétar Sigfinn á þetta. Það var ekkert annað í stöðunni. Þeir sáu það, þjálfararnir, að það var meiri kraftur í mér. Ég æfði aukalega og það hjálpaði mér þegar ég fékk tækifæri næst. Ég hef svo haldið áfram að æfa svona vel. Mér leið mjög vel hjá Löwen og féll vel inn í hópinn. Þetta var virkilega skemmtilegur tími sem ég sé ekkert eftir.“ Skyttan örvhenta var samningsbundin Löwen til loka ársins. Hannover tekur við þeim samningi þannig að Rúnar er alltaf samningslaus næsta sumar. „Þarna fæ ég að spila mikið og get sýnt mig eitthvað í deildinni fyrir framhaldið. Þeir voru að missa tvo örvhenta leikmenn og eiga að spila fimm leiki á næstu fjórtán dögum. Það verður því nóg að gera. Ég er graður í að spila og hlakka bara til.“xx xx fréttablaðið/xxFlutt frítt í boði Löwen Rúnar er nýorðinn faðir og á um mánaðargamlan son. Hann þarf því að rífa fjölskylduna upp á nýjan leik. Sjálfur er hann kominn til Hannover en von er á konu hans og barni í næstu viku. „Þar sem Löwen vildi losna við mig þá munu þeir bera allan kostnað af flutningnum. Það koma því menn og pakka og taka svo allt upp á hinum staðnum.“ Það eru líka góð tíðindi fyrir landsliðið að Rúnar sé að fara að spila á fullu en of margir landsliðsmenn okkar eru að spila lítið. „Ég mun spila átta leiki fyrir jól en kem samt í góðu formi enda æfa allir vel hjá Gumma. Ég næ að stimpla mig inn fyrir landsliðið. Ég er mjög spenntur fyrir því og það var mjög leiðinlegt að missa af síðasta verkefni en þá var sonur minn að fæðast. Ég vona svo sannarlega að ég komist með liðinu á EM í janúar,“ segir Rúnar en hann spilar sinn fyrsta leik fyrir Hannover um næstu helgi.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira