Ef verðlaun væru marktæk Atli Fannar Bjarkason skrifar 19. desember 2013 07:00 Allir vita að það er undarlegt að veita verðlaun fyrir árangur þar sem mælieiningin er huglæg. Þess vegna gerir það enginn. Helstu verðlaunahátíðir heims veita nokkurs konar söluverðlaun enda ógjörningur að mæla með óyggjandi hætti hvaða plata eða kvikmynd er best. Gæði eru mæld á fjölbreyttan hátt en lokaniðurstaðan ræðst ávallt af huglægu mati fólks, sem stjórnast af ótal tilfinningum. Nú þegar tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna hafa verið kunngjörðar fer af stað sama umræða og í fyrra. Og árið þar áður. Sumum líst ekkert á listann og efast í kjölfarið um dómgreind dómnefndar. Fullt af frábærum plötum er hvergi að finna á sama tíma og fullt af leiðinlegum plötum eru tilnefndar í fullt af flokkum. Fullkomlega rökrétt umræða… ef það væri til tónlistarlegt metrakerfi, mælt með tónlistarlegu málbandi sem dómnefndir kynnu almennt ekki að lesa á. Málið er að verðlaunahátíðir eru ekki haldnar af örlátu hugsjónafólki. Þær eru haldnar til að hampa þeim sem þjóna best hagsmunum þeirra sem veita viðurkenninguna. Þess vegna er ekkert skrýtið að Beyoncé fái stærstu verðlaunin fyrir plöturnar sínar en ekki Will Oldham. Hún selur miklu fleiri plötur og uppskeran er ekki aðeins stjarnfræðileg auðævi, milljónir aðdáenda og spikfeitur trúlofunarhringur frá Jay-Z, hún hefur líka unnið 17 Grammy-verðlaun, 24 Billboard-verðlaun, tvenn Brit-verðlaun og 9 BET-verðlaun frá því að hún gaf út fyrstu sólóplötuna sína árið 2003. Hún hefur meira að segja verið tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir kvikmyndaleik. Upphefðin kitlar eflaust hégómagirnd Beyoncé en auðvitað skipta verðlaun engu raunverulegu máli. Ef verðlaun væru marktæk væri til dæmis Shakespeare in Love besta myndin sem kom út árið 1998 og Beautiful Day með U2 besta lagið sem kom út árið 2000. Þeir, sem finnst það eðlilegt, þurfa á hjálp að halda. Þá væri Maroon 5 besta hljómsveitin sem steig fram á sjónarsviðið árið 2004 og Fearless með Taylor Swift besta platan sem kom út árið 2008. Loks væri Cuba Gooding Jr. betri leikari en James Woods, Edward Norton og William Macy, Coolio á meðal bestu rappara sinnar kynslóðar og forseti Bandaríkjanna væri friðarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun
Allir vita að það er undarlegt að veita verðlaun fyrir árangur þar sem mælieiningin er huglæg. Þess vegna gerir það enginn. Helstu verðlaunahátíðir heims veita nokkurs konar söluverðlaun enda ógjörningur að mæla með óyggjandi hætti hvaða plata eða kvikmynd er best. Gæði eru mæld á fjölbreyttan hátt en lokaniðurstaðan ræðst ávallt af huglægu mati fólks, sem stjórnast af ótal tilfinningum. Nú þegar tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna hafa verið kunngjörðar fer af stað sama umræða og í fyrra. Og árið þar áður. Sumum líst ekkert á listann og efast í kjölfarið um dómgreind dómnefndar. Fullt af frábærum plötum er hvergi að finna á sama tíma og fullt af leiðinlegum plötum eru tilnefndar í fullt af flokkum. Fullkomlega rökrétt umræða… ef það væri til tónlistarlegt metrakerfi, mælt með tónlistarlegu málbandi sem dómnefndir kynnu almennt ekki að lesa á. Málið er að verðlaunahátíðir eru ekki haldnar af örlátu hugsjónafólki. Þær eru haldnar til að hampa þeim sem þjóna best hagsmunum þeirra sem veita viðurkenninguna. Þess vegna er ekkert skrýtið að Beyoncé fái stærstu verðlaunin fyrir plöturnar sínar en ekki Will Oldham. Hún selur miklu fleiri plötur og uppskeran er ekki aðeins stjarnfræðileg auðævi, milljónir aðdáenda og spikfeitur trúlofunarhringur frá Jay-Z, hún hefur líka unnið 17 Grammy-verðlaun, 24 Billboard-verðlaun, tvenn Brit-verðlaun og 9 BET-verðlaun frá því að hún gaf út fyrstu sólóplötuna sína árið 2003. Hún hefur meira að segja verið tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir kvikmyndaleik. Upphefðin kitlar eflaust hégómagirnd Beyoncé en auðvitað skipta verðlaun engu raunverulegu máli. Ef verðlaun væru marktæk væri til dæmis Shakespeare in Love besta myndin sem kom út árið 1998 og Beautiful Day með U2 besta lagið sem kom út árið 2000. Þeir, sem finnst það eðlilegt, þurfa á hjálp að halda. Þá væri Maroon 5 besta hljómsveitin sem steig fram á sjónarsviðið árið 2004 og Fearless með Taylor Swift besta platan sem kom út árið 2008. Loks væri Cuba Gooding Jr. betri leikari en James Woods, Edward Norton og William Macy, Coolio á meðal bestu rappara sinnar kynslóðar og forseti Bandaríkjanna væri friðarsinni.