Matur

Helgarmaturinn - Kjúklingarisotto

Marín Manda skrifar
Sandra Fairbairn
Sandra Fairbairn

Sandra Fairbairn er hér með mjög ljúffengan og sparilegan rétt sem passar vel undir lok aðventunnar rétt fyrir jólahátíðina sjálfa.

Kjúklingarisotto

Fyrir 4-6

3 kjúklingabringur

2 l kjúklingasoð (vatn og teningar)

2 sellerístilkar

2 laukar

2 gulrætur

Ólífuolía til steikingar

2 dl þurrt hvítvín

1 dós hakkaðir tómatar

500 g Arborio-risottogrjón (ekki venjuleg hrísgrjón)

75 g smjör

100 g parmesan-ostur, rifinn

Salt og pipar eftir smekk

Útbúið soðið. Skerið niður 1 sellerístilk, 1 gulrót og 1 lauk og bætið í soðið. Látið sjóða stutta stund og haldið svo heitu.

Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og steikið vel á stórri pönnu þar til kjúklingurinn er brúnaður. Skerið niður afganginn af grænmetinu og blandið saman við. 

Steikið í nokkrar mínútur til viðbótar. Bætið síðan hvítvíninu saman við og látið það gufa upp.

Bætið tómötunum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Látið malla í 8-10 mínútur og vökvið með soðinu ef blandan verður þurr.

Bætið risotto-grjónunum út á pönnuna ásamt um 200 ml af soðinu. Eldið í 20 mínútur á meðalhita. Hrærið og vökvið með soðinu ef blandan er að þorna, passa þarf vel að hún þorni ekki og brenni.

Takið pönnuna af hellunni og blandið smjörinu og parmesan-ostinum varlega saman við. Gott er að pipra létt yfir réttinn áður en hann er borinn fram. Skreyta má með litlum tómötum eða öðru fíneríi.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.