Guðjón Valur gæti misst af EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2013 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson er tognaður á kálfa og er óvissa um þátttöku hans á EM í Danmörku. Fréttablaðið/Stefán Fimmtán dagar eru þangað til flautað v erður til leiks í viðureign Íslands og Noregs á Evrópumeistaramótinu í Álaborg í Danmörku. Sjaldan ef nokkurn tíma hefur íslenska liðið verið jafn vængbrotið og óvissuþættir jafn margir þegar svo stutt er í stórmót. Tveir leikmenn eru ekki til taks vegna meiðsla, sjö leikmenn ganga ekki heilir til skógar auk þess sem þrír eru í afar lítilli leikæfingu. Eftir standa tólf leikmenn heilir heilsu og þar af eru tveir markverðir. „Þetta er auðvitað mjög slæmt og mikið áhyggjuefni hversu mikil meiðsli hafa verið hjá okkar mönnum á þessu ári,“ sagði Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Landsliðið kemur saman til æfinga í dag en heldur svo utan til Þýskalands á fimmtudaginn þar sem Ísland mun taka þátt í fjögurra liða æfingamóti. Fyrir var ljóst að Alexander Petersson yrði ekki með á EM og stuttu síðar bárust fregnir af meiðslum Arnórs Atlasonar. Meiðslalistinn hefur svo lengst til muna síðustu daga. Meðal þeirra sem eru tæpir eru Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson. „Guðjón Valur verður lítið með í undirbúningnum og það er spurning hvort hann nái sér fyrir EM. Menn gera sér þó vonir um það,“ segir Aron en Guðjón Valur tognaði á kálfa á æfingu með liði sínu, Kiel, á jóladag. „Aron verður hafður í bómull fram að EM en vonandi verður hann eitthvað með í æfingaleikjunum,“ segir Aron og bætir við að hann reikni ekki með Arnóri í Þýskalandsferðinni. Ólafur Gústafsson er með álagsmeiðsli á rist og gæti verið brotinn að sögn Arons og þá er óvissa um stöðu Vignis Svavarssonar. Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson eru þó á ágætum batavegi eftir þeirra meiðsli. Aron segir að hann verði að nýta tímann vel fram að EM. „Vörnin þarf að vera stöðug og leikmenn sem hafa lítið spilað þurfa að komast í gang. Vonandi verða áföllin ekki fleiri.“ Íslenska liðið er í B-riðli ásamt Norðmönnum, Ungverjum og Spánverjum. Einn dagur er í hvíld á milli leikja. Þrjú efstu liðin í riðlinum fara í milliriðil en þau fjögur lið sem hafna í botnsætum riðlanna halda heim. „Markmið okkar er enn að komast áfram en við getum ekki horft fram hjá því að það verður ærið verkefni miðað við óbreytta stöðu. Við erum í gríðarlega erfiðum riðli.“ EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Fimmtán dagar eru þangað til flautað v erður til leiks í viðureign Íslands og Noregs á Evrópumeistaramótinu í Álaborg í Danmörku. Sjaldan ef nokkurn tíma hefur íslenska liðið verið jafn vængbrotið og óvissuþættir jafn margir þegar svo stutt er í stórmót. Tveir leikmenn eru ekki til taks vegna meiðsla, sjö leikmenn ganga ekki heilir til skógar auk þess sem þrír eru í afar lítilli leikæfingu. Eftir standa tólf leikmenn heilir heilsu og þar af eru tveir markverðir. „Þetta er auðvitað mjög slæmt og mikið áhyggjuefni hversu mikil meiðsli hafa verið hjá okkar mönnum á þessu ári,“ sagði Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Landsliðið kemur saman til æfinga í dag en heldur svo utan til Þýskalands á fimmtudaginn þar sem Ísland mun taka þátt í fjögurra liða æfingamóti. Fyrir var ljóst að Alexander Petersson yrði ekki með á EM og stuttu síðar bárust fregnir af meiðslum Arnórs Atlasonar. Meiðslalistinn hefur svo lengst til muna síðustu daga. Meðal þeirra sem eru tæpir eru Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson. „Guðjón Valur verður lítið með í undirbúningnum og það er spurning hvort hann nái sér fyrir EM. Menn gera sér þó vonir um það,“ segir Aron en Guðjón Valur tognaði á kálfa á æfingu með liði sínu, Kiel, á jóladag. „Aron verður hafður í bómull fram að EM en vonandi verður hann eitthvað með í æfingaleikjunum,“ segir Aron og bætir við að hann reikni ekki með Arnóri í Þýskalandsferðinni. Ólafur Gústafsson er með álagsmeiðsli á rist og gæti verið brotinn að sögn Arons og þá er óvissa um stöðu Vignis Svavarssonar. Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson eru þó á ágætum batavegi eftir þeirra meiðsli. Aron segir að hann verði að nýta tímann vel fram að EM. „Vörnin þarf að vera stöðug og leikmenn sem hafa lítið spilað þurfa að komast í gang. Vonandi verða áföllin ekki fleiri.“ Íslenska liðið er í B-riðli ásamt Norðmönnum, Ungverjum og Spánverjum. Einn dagur er í hvíld á milli leikja. Þrjú efstu liðin í riðlinum fara í milliriðil en þau fjögur lið sem hafna í botnsætum riðlanna halda heim. „Markmið okkar er enn að komast áfram en við getum ekki horft fram hjá því að það verður ærið verkefni miðað við óbreytta stöðu. Við erum í gríðarlega erfiðum riðli.“
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira