Umhverfisráðherra til í fórnir ef "fagmenn“ komast að þeirri niðurstöðu Andri Þór Sturluson skrifar 9. janúar 2014 09:36 Það eru til tvær gerðir af umhverfisráðherra. Sú gerð sem tilbúinn er að fórna umhverfinu og sú sem vill fórna sér fyrir það. Ráðherra lagði á dögunum til ný mörk að friðlýsingu Þjórsárvera. Ákvörðun hans hefur verið gagnrýnd þar sem hún er sögð opna fyrir framkvæmdir við Norðlingaöldu en hún var sett í verndarflokk í vor. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra sagði í Kastljósi í gær ætla að virða niðurstöðu fagmanna í verkefnastjórn um rammaáætlun. Komist þeir að þeirri niðurstöðu að fórna megi fossum í Þjórsá þá virði hann það. Nokkuð sérstakt viðhorf hjá umhverfisráðherra sem maður í einfeldni sinni hélt að ætti svona aðeins að standa upp fyrir íslenskri náttúru og hafa hennar hagsmuni í huga. Þegar maður gúglar orðið fagmaður kemur þessi náungi upp. Er hann að fara hafa áhrif á umhverfisráðherra varðandi virkjanaframkvæmdir á Íslandi? Ekki er augljóst hvað umhverfisráðherra á við þegar hann talar um fagmenn í sambandi við þessar framkvæmdir. Hverjir eru það? Eru það starfsmenn Landsvirkjunar sem vantar fleiri verkefni, jarðvísindamenn sem gert hafa rannsóknir á náttúrunni að ævistarfi, Ómar Ragnarsson eða Guð almáttugur skapari himins og jarðar sem hefði nú getað minnst eitthvað á umhverfissjónarmið í víðfrægu riti sínu sem kom út í tveimur testamentum og til er á flestum heimilum? Þegar umhverfisráðherra talar um fórnir þá væri ágætt að fá það með, á hvaða altari verið er að færa slíka fórn. Maður gæti óvart haldið að það væri altari græðginnar. Harmageddon Mest lesið Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Sannleikurinn: Vigdís biðst afsökunar á þroskaheftum ummælum Harmageddon Sannleikurinn: Sjúklingur tafði mikilvæga ostasendingu Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon
Ráðherra lagði á dögunum til ný mörk að friðlýsingu Þjórsárvera. Ákvörðun hans hefur verið gagnrýnd þar sem hún er sögð opna fyrir framkvæmdir við Norðlingaöldu en hún var sett í verndarflokk í vor. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra sagði í Kastljósi í gær ætla að virða niðurstöðu fagmanna í verkefnastjórn um rammaáætlun. Komist þeir að þeirri niðurstöðu að fórna megi fossum í Þjórsá þá virði hann það. Nokkuð sérstakt viðhorf hjá umhverfisráðherra sem maður í einfeldni sinni hélt að ætti svona aðeins að standa upp fyrir íslenskri náttúru og hafa hennar hagsmuni í huga. Þegar maður gúglar orðið fagmaður kemur þessi náungi upp. Er hann að fara hafa áhrif á umhverfisráðherra varðandi virkjanaframkvæmdir á Íslandi? Ekki er augljóst hvað umhverfisráðherra á við þegar hann talar um fagmenn í sambandi við þessar framkvæmdir. Hverjir eru það? Eru það starfsmenn Landsvirkjunar sem vantar fleiri verkefni, jarðvísindamenn sem gert hafa rannsóknir á náttúrunni að ævistarfi, Ómar Ragnarsson eða Guð almáttugur skapari himins og jarðar sem hefði nú getað minnst eitthvað á umhverfissjónarmið í víðfrægu riti sínu sem kom út í tveimur testamentum og til er á flestum heimilum? Þegar umhverfisráðherra talar um fórnir þá væri ágætt að fá það með, á hvaða altari verið er að færa slíka fórn. Maður gæti óvart haldið að það væri altari græðginnar.
Harmageddon Mest lesið Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Sannleikurinn: Vigdís biðst afsökunar á þroskaheftum ummælum Harmageddon Sannleikurinn: Sjúklingur tafði mikilvæga ostasendingu Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon