Umfjöllun: Ísland- Þýskaland 24-32 | Strákarnir fengu stóran skell Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2014 16:30 Kári Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir íslenska liðið í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty Íslenska handboltalandsliðið var skotið niður á jörðina í lokaleik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi í kvöld þegar liðið tapaði með átta marka mun á móti heimamönnum, 24-32. Íslenska liðið hefði tryggt sér sigur á mótinu með því að ná jafntefli í leiknum en þarf að sætta sig við annað sætið. Íslenska liðið vann tvo fyrstu leiki sína á mótinu þar af átta marka sigur á Austurríki í gær en strákarnir áttu aldrei möguleika á móti léttleikandi þýsku liði í Oberhausen. Þetta var síðasti undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir EM í Danmörku sem hefst eftir viku. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með þessum sigri en íslenska liðið endaði í öðru sæti. Austurríki fékk fjögur stig eins og Þýskaland og Ísland en Austurríkismenn voru með lökustu útkomuna í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið var síðast yfir í leiknum í stöðunni 4-3 en þá komu sjö þýsk mörk í röð og Þjóðverjarnir voru með góð tök á leiknum það sem eftir var. Þjóðverjar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og skoruðu síðan þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Eftir það var öll von úti hjá íslenska liðinu. Þórir Ólafsson lék ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson var aðeins með á upphafsmínútunum en náði sér ekki á strik frekar en flestir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Aron Rafn Eðvarðsson átti ágæta innkomu í íslenska markið en það dugði þó lítið til að hægja á þýska liðinu sem labbaði hvað eftir annað í gegnum íslensku vörnina. Snorri Steinn Guðjónsson og Kári Kristjánsson voru markahæstir hjá íslenska liðinu með fimm mörk hvor en fjögur mörk Snorra komu af vítalínunni. Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll fimm skotin sín á línunni og fiskaði tvö víti að auki. Það var sama hvar var komið niður hjá þýska liðinu því það virtust allir leikmenn liðsins vera í stuði. Þýska liðið kláraði mótið með miklum glæsibrag því liðið vann Rússa og Íslendinga með samtals 17 mörkum í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenska liðið var án lykilmanna á mótinu því Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason eru að reyna að ná sér góðum af meiðslum. Gott gengi íslenska liðsins í fyrstu tveimur leikjum gaf ástæðu til bjartsýni en leikurinn í kvöld var ekki til útflutnings. Liðið lærir vonandi af þessum skelli en það gekk bara ekkert upp hjá íslensku strákunum í þessum leik.Ólafur Bjarki Ragnarsson í leiknum í kvöld.Mynd/NordicPhotos/GettyDario Quenstedt var íslenska liðinu erfiður.Mynd/NordicPhotos/Getty EM 2014 karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið var skotið niður á jörðina í lokaleik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi í kvöld þegar liðið tapaði með átta marka mun á móti heimamönnum, 24-32. Íslenska liðið hefði tryggt sér sigur á mótinu með því að ná jafntefli í leiknum en þarf að sætta sig við annað sætið. Íslenska liðið vann tvo fyrstu leiki sína á mótinu þar af átta marka sigur á Austurríki í gær en strákarnir áttu aldrei möguleika á móti léttleikandi þýsku liði í Oberhausen. Þetta var síðasti undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir EM í Danmörku sem hefst eftir viku. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með þessum sigri en íslenska liðið endaði í öðru sæti. Austurríki fékk fjögur stig eins og Þýskaland og Ísland en Austurríkismenn voru með lökustu útkomuna í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið var síðast yfir í leiknum í stöðunni 4-3 en þá komu sjö þýsk mörk í röð og Þjóðverjarnir voru með góð tök á leiknum það sem eftir var. Þjóðverjar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og skoruðu síðan þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Eftir það var öll von úti hjá íslenska liðinu. Þórir Ólafsson lék ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson var aðeins með á upphafsmínútunum en náði sér ekki á strik frekar en flestir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Aron Rafn Eðvarðsson átti ágæta innkomu í íslenska markið en það dugði þó lítið til að hægja á þýska liðinu sem labbaði hvað eftir annað í gegnum íslensku vörnina. Snorri Steinn Guðjónsson og Kári Kristjánsson voru markahæstir hjá íslenska liðinu með fimm mörk hvor en fjögur mörk Snorra komu af vítalínunni. Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll fimm skotin sín á línunni og fiskaði tvö víti að auki. Það var sama hvar var komið niður hjá þýska liðinu því það virtust allir leikmenn liðsins vera í stuði. Þýska liðið kláraði mótið með miklum glæsibrag því liðið vann Rússa og Íslendinga með samtals 17 mörkum í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenska liðið var án lykilmanna á mótinu því Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason eru að reyna að ná sér góðum af meiðslum. Gott gengi íslenska liðsins í fyrstu tveimur leikjum gaf ástæðu til bjartsýni en leikurinn í kvöld var ekki til útflutnings. Liðið lærir vonandi af þessum skelli en það gekk bara ekkert upp hjá íslensku strákunum í þessum leik.Ólafur Bjarki Ragnarsson í leiknum í kvöld.Mynd/NordicPhotos/GettyDario Quenstedt var íslenska liðinu erfiður.Mynd/NordicPhotos/Getty
EM 2014 karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira