Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-27 | Svekkjandi jafntefli gegn Ungverjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2014 14:14 mynd / daníel Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Rúnar Kárason kom Íslandi yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum með frábæru marki úr horninu. Ungverjar héldu í sókn, einum færri, og lentu í miklu basli gegn vörninni. En þeir höfðu skorað ítrekað úr leiknum með langskotum og náðu að jafna leikinn með einu slíku þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir.Aron Pálmarsson var þá rekinn af velli fyrir hrindingu og Aron Kristjánsson tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Strákarnir héldu í sókn, Ásgeir Örn Hallgrímsson skaut strax en í ungversku vörnina og leiktíminn rann út. Niðurstaðan því svekkjandi jafntefli því strákarnir voru með leikinn í höndum sér. Leikurinn var þó kaflaskiptur og Ungverjar voru lengi vel með væna forystu. En alltaf náðu strákarnir að koma til baka og áttu sem fyrr segir góðan möguleika á að sigla sigrinum í höfn. Fyrri hálfleikur var ekki góður, sérstaklega í vörninni. Ungverjar skoruðu nánast að vild að utan og markvarslan hrökk ekki í gang fyrr en að Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson. Bjarki Már Gunnarsson kom einnig inn á og þétti það vörnina til muna. Ungverjar skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks en þá tóku strákarnir völdin í sínar hendur. Ísland skoraði fjögur mörk í röð - Ungverjar svöruðu hins vegar með 4-1 kafla og leikurinn í járnum eftir það. Aron Rafn átti flottan síðari hálfleik og liðið átti fína kafla. En það var engu að síður heilmikið sem hefði mátt fara betur. Mest áberandi var hversu illa gekk að nýta yfirtöluna en Ungverjar fengu átta brottvísanir í leiknum gegn fjórum hjá Íslandi. Ísland komst í raun aldrei á almennilegt skrið þrátt fyrir að það hefði komið nokkrir ágætir kaflar inn á milli. Það var mikil taugaspenna í leiknum sem sást einna best á því að bæði lið gerðu nokkuð mörg mistök. Aron Pálmarsson náði sér vel á strik eftir að hafa tapað boltanum nokkrum sinnum í upphafi leiks. Hann skoraði átta mörk, mörg hver glæsileg. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm ágæt mörk og Rúnar fjögur eftir að hafa leyst Þóri af í horninu.Gabor Ancsin skoraði sjö mörk fyrir Ungverja, þar af fimm í fyrri hálfleik. Roland Mikler var öflugur í markinu í fyrri hálfleik en markvarsla þeirra hrundi svo í síðari hálfleik. Ísland er nú með þrjú stig í B-riðli og ljóst að það mun duga til að komast áfram. Ungverjaland er með eitt stig og Noregur ekkert, en liðið mætir Spáni á eftir. Það er þó ljóst að Ungverjaland og Noregur, sem mætast á fimmtudaginn, geta ekki bæði náð Íslandi að stigum. EM 2014 karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Rúnar Kárason kom Íslandi yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum með frábæru marki úr horninu. Ungverjar héldu í sókn, einum færri, og lentu í miklu basli gegn vörninni. En þeir höfðu skorað ítrekað úr leiknum með langskotum og náðu að jafna leikinn með einu slíku þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir.Aron Pálmarsson var þá rekinn af velli fyrir hrindingu og Aron Kristjánsson tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Strákarnir héldu í sókn, Ásgeir Örn Hallgrímsson skaut strax en í ungversku vörnina og leiktíminn rann út. Niðurstaðan því svekkjandi jafntefli því strákarnir voru með leikinn í höndum sér. Leikurinn var þó kaflaskiptur og Ungverjar voru lengi vel með væna forystu. En alltaf náðu strákarnir að koma til baka og áttu sem fyrr segir góðan möguleika á að sigla sigrinum í höfn. Fyrri hálfleikur var ekki góður, sérstaklega í vörninni. Ungverjar skoruðu nánast að vild að utan og markvarslan hrökk ekki í gang fyrr en að Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson. Bjarki Már Gunnarsson kom einnig inn á og þétti það vörnina til muna. Ungverjar skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks en þá tóku strákarnir völdin í sínar hendur. Ísland skoraði fjögur mörk í röð - Ungverjar svöruðu hins vegar með 4-1 kafla og leikurinn í járnum eftir það. Aron Rafn átti flottan síðari hálfleik og liðið átti fína kafla. En það var engu að síður heilmikið sem hefði mátt fara betur. Mest áberandi var hversu illa gekk að nýta yfirtöluna en Ungverjar fengu átta brottvísanir í leiknum gegn fjórum hjá Íslandi. Ísland komst í raun aldrei á almennilegt skrið þrátt fyrir að það hefði komið nokkrir ágætir kaflar inn á milli. Það var mikil taugaspenna í leiknum sem sást einna best á því að bæði lið gerðu nokkuð mörg mistök. Aron Pálmarsson náði sér vel á strik eftir að hafa tapað boltanum nokkrum sinnum í upphafi leiks. Hann skoraði átta mörk, mörg hver glæsileg. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm ágæt mörk og Rúnar fjögur eftir að hafa leyst Þóri af í horninu.Gabor Ancsin skoraði sjö mörk fyrir Ungverja, þar af fimm í fyrri hálfleik. Roland Mikler var öflugur í markinu í fyrri hálfleik en markvarsla þeirra hrundi svo í síðari hálfleik. Ísland er nú með þrjú stig í B-riðli og ljóst að það mun duga til að komast áfram. Ungverjaland er með eitt stig og Noregur ekkert, en liðið mætir Spáni á eftir. Það er þó ljóst að Ungverjaland og Noregur, sem mætast á fimmtudaginn, geta ekki bæði náð Íslandi að stigum.
EM 2014 karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira