Norska krullulandsliðið hlýtur að vera ósigrandi í þessu Andri Þór Sturluson skrifar 22. janúar 2014 10:07 Alveg eins og rakarakvartett. Þetta er glæsilegt. Það verður ekki annað sagt en að norska landsliðið í krullu eða svellkatlaspili kunni að klæða sig. Fatasmekkur þeirra og þá sérstaklega buxnavalið vakti athygli í Vancouver 2010 þar sem Noregur vann silfrið og gerði það í buxum sem hefðu gert sirkustrúð grænan af öfund.Vancouver 2010. Glæsilegustu mennirnir á vellinum.THE CANADIAN PRESS/Nathan Denette Nú mun Noregur mæta á leikana í Sochi í glænýjum eldingamunstruðum fánagöllum, með fleiri nýmóðins keppnisbúninga í ferðatöskunum og er ekki annað hægt að segja en að einhver fatahönnuður þarna úti hefur svo sannarlega unnið fyrir kaupinu sínu.Það er ekki fyrir flogaveika að horfa á menn sprikla í þessu. Hefð norska krullulandsliðsins fyrir hinu óhefðbundna byrjaði fyrir slysni þegar Christopher Svae, landsliðsmaður í krullu, keypti sér íþróttafatnað á netinu en fékk sent vitlausa pöntun rétt áður en æfingar fyrir Ólympíuleikana voru að hefjast. Hann fékk sendar golfbuxur með rauðu, hvítu og bláu skákmunstri og fannst þær svo ljótar að hann pantaði svoleiðis fyrir liðsfélagana. Þeim fannst öllum buxurnar forljótar en núna fjórum árum seinna, segja þeir að þær hafi bætt frammistöðu þeirra á vellinum til muna. „En það yrði hrikalegt að tapa í þessu,“ segir Vad Petersson annar landsliðsmaður. „Í svona klæðnaði verður þú að vinna.“ Harmageddon Mest lesið "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon BDSM - hjartnæm reynslusaga Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Guðmundi Steingríms bolað út úr sínu eigin máli Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Sönnun fyrir tilvist Guðs Harmageddon Rappkvennakvöld á Harlem Harmageddon „Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Harmageddon
Það verður ekki annað sagt en að norska landsliðið í krullu eða svellkatlaspili kunni að klæða sig. Fatasmekkur þeirra og þá sérstaklega buxnavalið vakti athygli í Vancouver 2010 þar sem Noregur vann silfrið og gerði það í buxum sem hefðu gert sirkustrúð grænan af öfund.Vancouver 2010. Glæsilegustu mennirnir á vellinum.THE CANADIAN PRESS/Nathan Denette Nú mun Noregur mæta á leikana í Sochi í glænýjum eldingamunstruðum fánagöllum, með fleiri nýmóðins keppnisbúninga í ferðatöskunum og er ekki annað hægt að segja en að einhver fatahönnuður þarna úti hefur svo sannarlega unnið fyrir kaupinu sínu.Það er ekki fyrir flogaveika að horfa á menn sprikla í þessu. Hefð norska krullulandsliðsins fyrir hinu óhefðbundna byrjaði fyrir slysni þegar Christopher Svae, landsliðsmaður í krullu, keypti sér íþróttafatnað á netinu en fékk sent vitlausa pöntun rétt áður en æfingar fyrir Ólympíuleikana voru að hefjast. Hann fékk sendar golfbuxur með rauðu, hvítu og bláu skákmunstri og fannst þær svo ljótar að hann pantaði svoleiðis fyrir liðsfélagana. Þeim fannst öllum buxurnar forljótar en núna fjórum árum seinna, segja þeir að þær hafi bætt frammistöðu þeirra á vellinum til muna. „En það yrði hrikalegt að tapa í þessu,“ segir Vad Petersson annar landsliðsmaður. „Í svona klæðnaði verður þú að vinna.“
Harmageddon Mest lesið "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon BDSM - hjartnæm reynslusaga Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Guðmundi Steingríms bolað út úr sínu eigin máli Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Sönnun fyrir tilvist Guðs Harmageddon Rappkvennakvöld á Harlem Harmageddon „Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Harmageddon