Danmörk í undanúrslit | Ísland þarf að stóla á Makedóníu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2014 21:11 Anders Eggert í leiknum í kvöld. Vísir/AFP Danmörk tryggði sæti sitt í undanúrslitum EM í handbolta með sigri á Ungverjalandi í Herning í kvöld, 28-24. Danir eru enn fremur öruggir með efsta sæti milliriðils 1. Danir eru með átta stig í efsta sæti og með tveggja stiga forystu á Spán sem er með sex stig. Ísland kemur næst með fimm stig en tvö efstu liðin komast áfram í undanúrslit. Ísland og Danmörk eigast við í lokaumferð milliriðlakeppninnar á miðvikudagskvöldið. Fyrr um daginn eigast við Makedónía og Spánn en strákarnir okkar þurfa að treysta á sigur Makedóníu í leiknum til að halda í vonina um sæti í undanúrslitum. Ef Spánverjar vinna hins vegar leikinn er sæti þeirra í undanúrslitunum tryggt. Ísland þyrfti þá að ná minnst jafntefli gegn Dönum til að tryggja þriðja sæti milliriðilsins eða þá að treysta á að Ungverjar vinni Austurríki ekki of stórt fyrr um daginn. Það var jafnræði með liðum Danmerkur og Ungverjalands í kvöld fyrstu 20 mínútur leiksins. Danir skoruðu þá fjögur mörk í röð og gengu inn til búningsklefa í hálfleik með þriggja marka forystu, 14-11. Danir létu svo forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleik. Minnstur varð munurinn tvö mörk en það var á lokamínútu leiksins og sigur Dana þá svo gott sem tryggður. Mikkel Hansen og Thomas Mogensen skoruðu fimm mörk hvor fyrir Dani og Niklas Landin varði tíu skot í markinu. Hjá Ungverjalandi var Gergö Ivancsik markahæstur með átta mörk. Spánn er nú eina liðið sem getur náð Dönum að stigum í milliriðli 1 en þar sem að Danir hafa betur í innbyrðisviðureign sinni gegn Spáni geta Danir ekki endað neðar en í efsta sæti. Það þýðir enn fremur að Danir hafa að engu að keppa gegn Íslandi á miðvikudag og getur því Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, valið að hvíla alla sína bestu menn í leiknum. EM 2014 karla Tengdar fréttir Frábær frammistaða lærisveina Patreks en naumt tap Heimsmeistarar Spánverja unnu nauman eins marks sigur á Austurríki, 28-27, í öðrum leik dagsins á EM í handbolta. 20. janúar 2014 19:06 Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Danmörk tryggði sæti sitt í undanúrslitum EM í handbolta með sigri á Ungverjalandi í Herning í kvöld, 28-24. Danir eru enn fremur öruggir með efsta sæti milliriðils 1. Danir eru með átta stig í efsta sæti og með tveggja stiga forystu á Spán sem er með sex stig. Ísland kemur næst með fimm stig en tvö efstu liðin komast áfram í undanúrslit. Ísland og Danmörk eigast við í lokaumferð milliriðlakeppninnar á miðvikudagskvöldið. Fyrr um daginn eigast við Makedónía og Spánn en strákarnir okkar þurfa að treysta á sigur Makedóníu í leiknum til að halda í vonina um sæti í undanúrslitum. Ef Spánverjar vinna hins vegar leikinn er sæti þeirra í undanúrslitunum tryggt. Ísland þyrfti þá að ná minnst jafntefli gegn Dönum til að tryggja þriðja sæti milliriðilsins eða þá að treysta á að Ungverjar vinni Austurríki ekki of stórt fyrr um daginn. Það var jafnræði með liðum Danmerkur og Ungverjalands í kvöld fyrstu 20 mínútur leiksins. Danir skoruðu þá fjögur mörk í röð og gengu inn til búningsklefa í hálfleik með þriggja marka forystu, 14-11. Danir létu svo forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleik. Minnstur varð munurinn tvö mörk en það var á lokamínútu leiksins og sigur Dana þá svo gott sem tryggður. Mikkel Hansen og Thomas Mogensen skoruðu fimm mörk hvor fyrir Dani og Niklas Landin varði tíu skot í markinu. Hjá Ungverjalandi var Gergö Ivancsik markahæstur með átta mörk. Spánn er nú eina liðið sem getur náð Dönum að stigum í milliriðli 1 en þar sem að Danir hafa betur í innbyrðisviðureign sinni gegn Spáni geta Danir ekki endað neðar en í efsta sæti. Það þýðir enn fremur að Danir hafa að engu að keppa gegn Íslandi á miðvikudag og getur því Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, valið að hvíla alla sína bestu menn í leiknum.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Frábær frammistaða lærisveina Patreks en naumt tap Heimsmeistarar Spánverja unnu nauman eins marks sigur á Austurríki, 28-27, í öðrum leik dagsins á EM í handbolta. 20. janúar 2014 19:06 Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Frábær frammistaða lærisveina Patreks en naumt tap Heimsmeistarar Spánverja unnu nauman eins marks sigur á Austurríki, 28-27, í öðrum leik dagsins á EM í handbolta. 20. janúar 2014 19:06
Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43