Á kostnað annarra Gauti Skúlason skrifar 9. febrúar 2014 22:34 Í dag langar undirritaðan að vekja athygli á nokkrum atriðum sem varða tungumálið okkar og hvernig við beitum því. Ekki er þó ætlunin að fjalla um hvernig yngri kynslóðin hefur víst „myrt“ íslenskuna með stöðugum „enskuslettum“ sem eru by the way alveg hræðilega pirrandi. Heldur langar undirritaðan að tala um hversu særandi og móðgandi notkunin – eða misnotkunin réttara sagt – á tungumálinu á það til að vera. „Ertu þroskaheftur/fatlaður?“ Hversu oft hefur þessi spurning verið sett fram með það að markmiði að móðga. Spurningin er yfirleitt sett fram til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé heimskur eða ljótur. Af hverju segjum við þetta?„Ertu kona/kerling?“ Hver hefur ekki heyrt þennan frasa? Þarna er yfirleitt verið að vísa til þess að sá sem verður fyrir þessu „fúkyrði“ sé aumingi, gunga eða heigull. Aftur er spurt, af hverju segjum við þetta?„Ertu hommi?“ Er yfirleitt notað til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé afbrigðilegur, aumingi, skrýtin og svo mætti lengi telja. Enn á ný, af hverju segjum við þetta?Fleiri dæmi... Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um misnotkun tungumálsins. Móðganirnar eru yfirleitt settar fram sem spurningar en eru í raun fullyrðingar með það að markmiði að gera lítið úr þeim sem talað er við. Svo virðist sem þær tengist gjarnan kyni, kynhneigð, kynþætti og líkamlegu- eða andlegu atgervi. En af hverju í ósköpunum kjósum við að móðga á þennan hátt?Staðalímyndir Er svarið ef til vill það að ráðandi viðhorf samfélagsins sem gerir ráð fyrir að fólk sem er með þroskahömlun eða er fatlað sé ljótt og heimskt, að konur séu aumingjar, að samkynhneigðir séu afbrigðilegir og svo framvegis? Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki sá sem verður fyrir móðgunni sem hlýtur mesta skaða, heldur ímynd þeirra einstaklinga sem falla undir þann hóp sem orð þitt tilheyrir. Þegar tungumálinu er beitt á þennan hátt þá viðhöldum við viðhorfum samfélagsins til ákveðinna hópa, jafnvel þó svo að móðgunin sé sett fram sem ,,saklaust“ grín. Þannig skapast staðalímyndir sem gera meðal annars ráð fyrir því að einstaklingar innan hópanna séu ekki hluti af því viðtekna normi sem samfélagið hefur skapað.„Normið“ Normið er hið viðtekna, það sem talið er „eðlilegt“ og „venjulegt“ í samfélaginu. Sá hópur sem fellur undir þá skilgreiningu eru vestrænir, hvítir, gagnkynhneigðir, ófatlaðir karlmenn. Ef þú fellur undir þann hóp ertu hólpin, þú hefur að minnsta kosti ekki heyrt neinn móðga einhvern með því að segja „ertu karlmaður“?.....Til ráða: Segja staðalímyndum stríð á hendur og brjóta þær á bak aftur! Henda þessu hlægilega norm-i í ruslið. Hvað er annars að vera normal/ eðlilegur, venjulegur? Það er einungis afleidd hugmynd okkar sem þykjumst vita betur. Hættum að tala á þennan hátt, við gerum lítið annað en að sýna fram á eigið greindarleysi er við misnotum tungumálið með þessum hætti. Smita út frá sér og benda öðrum á hvað þessi talsmáti er glórulaus. Þannig stígum við einu skrefi nær í átt að betra samfélagi....Gauti Skúlason formaður Femínistafélags Bifrastar og vestrænn, gagnkynhneigður, hvítur, ófatlaður karlmaður sem hefur hér með sagt sig úr hinu félagslega skapaða normi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Í dag langar undirritaðan að vekja athygli á nokkrum atriðum sem varða tungumálið okkar og hvernig við beitum því. Ekki er þó ætlunin að fjalla um hvernig yngri kynslóðin hefur víst „myrt“ íslenskuna með stöðugum „enskuslettum“ sem eru by the way alveg hræðilega pirrandi. Heldur langar undirritaðan að tala um hversu særandi og móðgandi notkunin – eða misnotkunin réttara sagt – á tungumálinu á það til að vera. „Ertu þroskaheftur/fatlaður?“ Hversu oft hefur þessi spurning verið sett fram með það að markmiði að móðga. Spurningin er yfirleitt sett fram til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé heimskur eða ljótur. Af hverju segjum við þetta?„Ertu kona/kerling?“ Hver hefur ekki heyrt þennan frasa? Þarna er yfirleitt verið að vísa til þess að sá sem verður fyrir þessu „fúkyrði“ sé aumingi, gunga eða heigull. Aftur er spurt, af hverju segjum við þetta?„Ertu hommi?“ Er yfirleitt notað til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé afbrigðilegur, aumingi, skrýtin og svo mætti lengi telja. Enn á ný, af hverju segjum við þetta?Fleiri dæmi... Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um misnotkun tungumálsins. Móðganirnar eru yfirleitt settar fram sem spurningar en eru í raun fullyrðingar með það að markmiði að gera lítið úr þeim sem talað er við. Svo virðist sem þær tengist gjarnan kyni, kynhneigð, kynþætti og líkamlegu- eða andlegu atgervi. En af hverju í ósköpunum kjósum við að móðga á þennan hátt?Staðalímyndir Er svarið ef til vill það að ráðandi viðhorf samfélagsins sem gerir ráð fyrir að fólk sem er með þroskahömlun eða er fatlað sé ljótt og heimskt, að konur séu aumingjar, að samkynhneigðir séu afbrigðilegir og svo framvegis? Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki sá sem verður fyrir móðgunni sem hlýtur mesta skaða, heldur ímynd þeirra einstaklinga sem falla undir þann hóp sem orð þitt tilheyrir. Þegar tungumálinu er beitt á þennan hátt þá viðhöldum við viðhorfum samfélagsins til ákveðinna hópa, jafnvel þó svo að móðgunin sé sett fram sem ,,saklaust“ grín. Þannig skapast staðalímyndir sem gera meðal annars ráð fyrir því að einstaklingar innan hópanna séu ekki hluti af því viðtekna normi sem samfélagið hefur skapað.„Normið“ Normið er hið viðtekna, það sem talið er „eðlilegt“ og „venjulegt“ í samfélaginu. Sá hópur sem fellur undir þá skilgreiningu eru vestrænir, hvítir, gagnkynhneigðir, ófatlaðir karlmenn. Ef þú fellur undir þann hóp ertu hólpin, þú hefur að minnsta kosti ekki heyrt neinn móðga einhvern með því að segja „ertu karlmaður“?.....Til ráða: Segja staðalímyndum stríð á hendur og brjóta þær á bak aftur! Henda þessu hlægilega norm-i í ruslið. Hvað er annars að vera normal/ eðlilegur, venjulegur? Það er einungis afleidd hugmynd okkar sem þykjumst vita betur. Hættum að tala á þennan hátt, við gerum lítið annað en að sýna fram á eigið greindarleysi er við misnotum tungumálið með þessum hætti. Smita út frá sér og benda öðrum á hvað þessi talsmáti er glórulaus. Þannig stígum við einu skrefi nær í átt að betra samfélagi....Gauti Skúlason formaður Femínistafélags Bifrastar og vestrænn, gagnkynhneigður, hvítur, ófatlaður karlmaður sem hefur hér með sagt sig úr hinu félagslega skapaða normi.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar