Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Jóhannes Stefánsson og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 21:55 Umboðsmaður Hjördísar kom fram fyrir nefnd Evrópuþingsins sem tekur við kvörtunum frá borgurum. Stöð 2/AFP Umboðsmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og dansks barnsföður hennar var komið á framfæri. Nefndin tekur við umkvörtunum frá Evrópubúum um ýmiss konar málefni, en Hjördís var meðal sex annarra sem leituðu á náðir nefndarinnar með kvartanir vegna forræðisdeilna í Danmörku.Leila Ekensberg, umboðsmaður Hjördísar, lýsti málinu eins og það blasir við Hjördísi. Hún sagði að Hjördís og börnin hefðu flúið til Íslands undan ofbeldi föðurins, Kim Gram Laursen. Hún sagði jafnframt að Hjördís hefði komið til Íslands vegna vilyrðis frá íslenskum stjórnvöldum um aðstoð í málinu. Sú aðstoð hafi ekki verið veitt og sæti hún því í fangelsi, án þess að henni hafi verið birt ákæra.„Það er eitthvað rotið í Danaveldi“ Fleiri aðilar komu fyrir nefndina og kvörtuðu undan málsmeðferð danskra yfirvalda í sambærilegum málum, en þau eru sökuð um að vera vilhöll í garð danskra ríkisborgara. Í bréfi sem ónefnd móðir ritaði fyrir nefndina segir hún sig og börn sín hafa þurft að „búa eins og gyðingar í seinni heimsstyrjöldinni“ og að hún vonist til þess að einhver komi þeim til hjálpar. Formaður þingnefndarinnar, Erminia Mazzoni, sagði í tilefni kvartana þessara aðila: „Það er eitthvað rotið í Danaveldi." Hún lofaði að nefndin myndi senda dönskum yfirvöldum erindi vegna kvartana þeirra. Heimildir fréttastofu í Horsens herma að Hjördís sitji enn í varðhaldi og hafi ekki fengið að hitta lögmann sinn. Engar útskýringar hafa fengist á varðhaldi hennar sem hefur nú varað í tæpa tvo sólarhringa.Uppfært klukkan 10:30: Ranglega var hermt í fyrri útgáfu fréttar að orð ónefndar danskrar móður um seinni Heimsstyrjöldina væru orð Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Hjördís Svan Tengdar fréttir Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00 Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01 Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Umboðsmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og dansks barnsföður hennar var komið á framfæri. Nefndin tekur við umkvörtunum frá Evrópubúum um ýmiss konar málefni, en Hjördís var meðal sex annarra sem leituðu á náðir nefndarinnar með kvartanir vegna forræðisdeilna í Danmörku.Leila Ekensberg, umboðsmaður Hjördísar, lýsti málinu eins og það blasir við Hjördísi. Hún sagði að Hjördís og börnin hefðu flúið til Íslands undan ofbeldi föðurins, Kim Gram Laursen. Hún sagði jafnframt að Hjördís hefði komið til Íslands vegna vilyrðis frá íslenskum stjórnvöldum um aðstoð í málinu. Sú aðstoð hafi ekki verið veitt og sæti hún því í fangelsi, án þess að henni hafi verið birt ákæra.„Það er eitthvað rotið í Danaveldi“ Fleiri aðilar komu fyrir nefndina og kvörtuðu undan málsmeðferð danskra yfirvalda í sambærilegum málum, en þau eru sökuð um að vera vilhöll í garð danskra ríkisborgara. Í bréfi sem ónefnd móðir ritaði fyrir nefndina segir hún sig og börn sín hafa þurft að „búa eins og gyðingar í seinni heimsstyrjöldinni“ og að hún vonist til þess að einhver komi þeim til hjálpar. Formaður þingnefndarinnar, Erminia Mazzoni, sagði í tilefni kvartana þessara aðila: „Það er eitthvað rotið í Danaveldi." Hún lofaði að nefndin myndi senda dönskum yfirvöldum erindi vegna kvartana þeirra. Heimildir fréttastofu í Horsens herma að Hjördís sitji enn í varðhaldi og hafi ekki fengið að hitta lögmann sinn. Engar útskýringar hafa fengist á varðhaldi hennar sem hefur nú varað í tæpa tvo sólarhringa.Uppfært klukkan 10:30: Ranglega var hermt í fyrri útgáfu fréttar að orð ónefndar danskrar móður um seinni Heimsstyrjöldina væru orð Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00 Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01 Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00
Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01
Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45