Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 89-77 | Til hamingju Grindavík! Elvar Geir Magnússon í Laugardalshöll skrifar 22. febrúar 2014 18:00 Grindvíkingar taka við bikarnum. Vísir/Daníel Grindvíkingar eru bikarmeistarar í körfubolta eftir sigur á ÍR í úrslitaleik. ÍR-ingar nörtuðu í hæla Grindvíkinga nær allan leikinn en á lokasprettinum stigu þeir gulu á bensíngjöfina og urðu bikarmeistarar í fimmta sinn. Grindavík tapaði í úrslitum í fyrra fyrir Stjörnunni og hafði þurft að sætta sig við þrjú töp í bikarúrslitum á síðustu fjórum árum svo sigurinn var ansi kærkominn. Þegar ÍR-ingar náðu sínum bestu köflum vantaði oft á tíðum herslumuninn og kaflarnir urðu of stuttir. Grindavík sýndi meiri stöðugleika og vann verðskuldaðan sigur. Sigurður Þorsteinsson var stigahæstur í Grindavíkurliðinu og var valinn maður leiksins í lokin. Stuðningsmenn Grindavíkur geta loksins brosað breitt eftir bikarúrslit og allar sneipuferðirnar síðustu ár eru gleymdar. Ungt lið ÍR-inga hafði á endanum ekki það sem þurfti til að taka gullið en þetta fer í reynslubankann.Sverrir Þór: Við hugsuðum ekkert til baka "Tilfinningin er frábær. Við höfum farið erfiða leið í ár og slegið út Keflavík, Njarðvík og Þór Þorlákshöfn meðal ," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. "ÍR-ingar hafa verið á siglingu og þetta var erfiður leikur en frábært hvernig við mættum til leiks. Þeir veittu okkur mikla keppni en mér fannst við alltaf skrefinu á undan. Svo kláruðum við þetta bara með stæl í lokin." "Fólk var orðið þreytt á að koma hingað og sjá alltaf tapleiki en við vorum ákveðnir í að vinna núna. Við ætluðum að klára þetta. Við hugsuðum ekki um síðustu úrslitaleiki heldur ætluðum bara að spila vel og berjast meira en þeir."Þorleifur: Tókst í lokin Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sagði að bikarmeistaratitillinn hafi verið langþráður. "Þetta var skemmtilegur leikur og við héldum okkur við uppsett leikjaplan. Við vorum lengi að slíta þá frá okkur. Það er eðlilegt því ÍR er gott lið. En þetta tókst loks í lokin. Hægt og rólega náðum við að slíta þá frá okkur." "Því miður tekst ekki alltaf að vinna úrslitaleiki en núna tókst það. Við erum ánægðir eins og stuðningsmennirnir okkar. Ef ég þekki bæinn rétt verður mjög góð stemning í kvöld."Örvar Þór: Hefðum getað gert beturÖrvar Þór Kristjánsson, þjálfari ÍR, hafði þetta að segja: "Munurinn var fyrst og fremst reynslan held ég. Við vorum alltaf að elta. Þeir voru bara betri og áttu þeta skilið. Á stundum vorum við ekki nægilega sterkir, því miður þá fór sem fór." "Taflan lýgur ekki og við vorum að spila við fantagott lið. Við hefðum getað gert betur, svona er þetta bara." "Ég er með mikið af strákum í aðalhlutverkum sem eru ekki orðnir tvítugir eða að skríða yfir þann aldur. Að sjálfsögðu fer þetta í reynslubankann," sagði Örvar sem hrósaði dómaranum að lokum. "Dómararnir allir þrír stóðu sig frábærlega. Þeir eiga hrós skilið."Grindavík-ÍR 89-77 (28-21, 17-19, 18-17, 26-20)Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/11 fráköst/3 varin skot, Earnest Lewis Clinch Jr. 20/6 fráköst/9 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 12/8 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 10, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0.ÍR: Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 17/6 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12/4 fráköst, Nigel Moore 11/11 fráköst/7 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 9, Vilhjálmur Theodór Jónsson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Daníel Freyr Friðriksson 0, Kristófer Fannar Stefánsson 0, Birgir Þór Sverrisson 0, Arnar Ingi Ingvarsson 0.LEIK LOKIÐ, Grindavík 89-77 ÍR: Afar verðskuldaður sigur Grindvíkinga!4. leikhluti, Grindavík 83-68 ÍR: Það er byrjað að grafa á bikarinn. Hann er á leið til Grindavíkur.4. leikhluti, Grindavík 80-66 ÍR: Allt virðist falla með þeim gulu á lokasprettinum! Clinch og Sigurður Þorsteinsson með 18 stig hvor og stigahæstir hjá Grindvíkingum. Rétt rúmar 3 mínútur eftir.4. leikhluti, Grindavík 78-63 ÍR: "Við viljum bikarinn heim Grindavík," syngja stuðningsmenn Grindavíkur sem eru farnir að finna lyktina af titlinum. 4 mínútur eftir.4. leikhluti, Grindavík 72-59 ÍR: Grindvíkingar eru á eldi á lokasprettinum! 5:30 eftir af leiknum. Þeir gulu eru komnir með aðra höndina á bikarinn en síðast tók Grindavík þennan titil 2006. Það þarf mikið að ganga á ef þeir ætla að klúðra þessu!4. leikhluti, Grindavík 68-57 ÍR: Draumabyrjun Grindvíkinga á síðasta fjórðungnum! Fyrirliðinn Þorleifur Ólafsson var að smella niður þrist.3. leikhluta lokið, Grindavík 63-57 ÍR: ÍR-ingar reyndu við þriggja stiga flautukörfu í lok leikhlutans en boltinn af hringnum og geigaði.3. leikhluti, Grindavík 61-54 ÍR: ÍR saxar á forystu Grindvíkinga trekk í trekk en gengur erfiðlega að komast nær en það, svo auka Grindvíkingarnir forskotið. Þetta er nokkurnveginn gangur leiksins.3. leikhluti, Grindavík 59-54 ÍR: Stuðið er ÍR-megin þessar mínúturnar. Björgvin Ríkharðsson með þrist og bláklæddir áhorfendur eru hoppandi í stúkunni. 3 mínútur eftir af leikhlutanum.3. leikhluti, Grindavík 59-51 ÍR: Nigel Moore setti niður þrist en Grindavík svaraði með tveimur stigum af vítalínunni.3. leikhluti, Grindavík 54-43 ÍR: Þá stíga Grindvíkingar aðeins fastar á bensíngjöfina á meðan ÍR-ingar eru ráðvilltir í sínum aðgerðum.3. leikhluti, Grindavík 47-43 ÍR: Sveinbjörn Claessen að setja niður þrist og munurinn orðinn fjögur stig.3. leikhluti: Áhorfendur búnir að belgja sig út af flatbökum og sætindum og seinni hálfleikur kominn af stað.Hálfleikur: Hressandi dansatriði í hálfleik. KKÍ með allt á hreinu.Stigahæstu menn liðanna eftir fyrri hálfleik:Grindavík: Earnest Clinch 16 stig/3 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/2, Jóhann Árni Ólafsson 8/5. ÍR: Hjalti Friðriksson 12/5, Sveinbjörn Claesen 9.Hálfleikur, Grindavík 45-40 ÍR: ÍR-ingar bitu vel frá sér í lok hálfleiksins. Ef þeir ná að byggja ofan á þetta er aldrei að vita hvað gerist. Skoðum stigahæstu menn eftir smá.2. leikhluti, Grindavík 43-36 ÍR: Ljóst að ef að ÍR ætlar að koma sér inn í þennan leik þarf að herða vörnina. Grindvíkingar eiga alltof auðvelt með að leita uppi lausa menn og finna skotfæri. Jæja, Nigel Moore að setja þriggja stiga og minnka muninn.2. leikhluti, Grindavík 41-29 ÍR: Þeir gulu eru algjörlega í bílstjórasætinu sem stendur. Sama hvað ÍR-ingar reyna þá svara mótherjarnir um hæl.2. leikhluti, Grindavík 37-25 ÍR: Grindvíkingar refsa fyrir mistök. ÍR taoaði boltanum og Earnest Clinch tók troðslu sem kveikti svo sannarlega í fólki Grindavíkurmegin í stúkunni.2. leikhluti, Grindavík 35-25 ÍR: Grindavík með 71,4% þriggja stiga nýtingu gegn 37,5% hjá ÍR í upphafi leiks. Munurinn nú orðinn tíu stig. ÍR-ingar þurfa að taka kröftuga rispu.2. leikhluti, Grindavík 31-24 ÍR: Ragnar Bragason að setja niður glæsilegan þrist fyrir ÍR. Mikilvægt.1. leikhluta lokið, Grindavík 28-21 ÍR: Það má segja að meiri skynsemi geri það að verkum að Grindavík er með sjö stiga forystu eftir fyrsta fjórðunginn. Earnest Clinch með 11 stig fyrir Grindavík en Hjalti Friðriksson 8 fyrir ÍR. Þeir eru stigahæstir liðanna.1. leikhluti, Grindavík 24-17 ÍR: Breiðhyltingar alltof bráðir í sókninni núna. Þurfa að róa sig. Leikurinn er bara rétt að byrja.1. leikhluti, Grindavík 21-17 ÍR: Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, er í skærappelsínugulum háum sokkum meðan samherjarnir eru í stuttum hvítum. Martröð íslenska fótboltadómarans.1. leikhluti, Grindavík 17-13 ÍR: Leikhlé tekið. Mikilvægi leiksins hefur sitt að segja og bæði lið hafa tapað boltanum nokkrum sinnum klaufalega. 1. leikhluti, Grindavík 6-8 ÍR: Þriggja stiga skotin að gefa. Ólafur Ólafsson hlóð í þrist fyrir Grindavík og Hjalti Friðriksson ÍR-ingur ákvað að vera ekki minni maður. Flott byrjun og fólk lætur í sér heyra í stúkunni.1. leikhluti, Grindvík 1-5 ÍR: Jóhann Árni átti fyrsta stigið af vítalínunni eftir að hafa klúðrað fyrra. Svo komu fimm stig frá ÍR-ingum.1. leikhluti: Leikurinn er farinn af stað og Breiðhyltingar byrja í sókn. Vonandi fáum við spennandi og stórskemmtilegan leik. Ég spái því að sú ósk rætist.Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin til leiks. Ungir iðkendur fá að leiða leikmenn inn á völlinn. Svonefndir lukkukrakkar.Fyrir leik: "Highway to hell" ómar í græjunum. Hér eru liðin að hita upp. Klappað og háar fimmur gefnar að sið körfuboltamanna. Áhorfendur eru að tínast inn. Grindvíkingar í örlitlum meirihluta sem stendur. Fyrir leik: "Það er ekkert í vatninu hjá okkur í dag #korfubolti#jack#bikarurslit" skrifaði Sigurður Þorsteinsson á Twitter og er þar að vitna í bannið sem Ómar Sævarsson fékk.Fyrir leik: "Ef Grindvíkingar taka ekki bikarinn núna þá held ég að Bláa lóninu verði lokað og Kalli Bjarni sendur úr landi," segir góður ónefndur blaðamaður mér við hlið. Þrjú töp í bikarúrslitum á fjórum síðustu árum hjá Grindavík.Fyrir leik: Var að spjalla við góðan ÍR-ing. Hann óttast ekki að ungu leikmennirnir bregðist. "Þeir eru vel gíraðir. Þessir menn eru ekki efnilegir lengur. Þeir eru góðir."Fyrir leik: Það vantar ekki reynsluna í dómaratríóið. Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson.Fyrir leik: Ef við skoðum sigurhlutfall á tímabilinu í deild og bikar þá er það 77,3% hjá Sverri Þór Sverrissyni þjálfara Grindavíkur og 50% hjá Örvari Þór Kristjánssyni þjálfara ÍR. Eins og fram hefur komið eru Grindvíkingar að sjálfsögðu sigurstranglegri og spennandi að sjá hvernig ungu leikmennirnir hjá ÍR höndla pressuna og spennustigið.Fyrir leik: Grindavík vann Þór Þorlákshöfn í undanúrslitum 93-84 á meðan Breiðhyltingar lögðu Tindastól á útivelli, 79-87.Fyrir leik: Kristján Jónsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er spámaður okkar í dag og talar í klisjum. Grindavík sé líklegra liðið en allt geti gerst í bikarúrslitum! Ef ÍR-ingar hitta vel til að byrja með eru þeim allar leiðir færar.Fyrir leik: Já halló halló! Hér í Höllinni hefst leikur Grindavíkur og ÍR klukkan 16:00, þegar búið er að skúra og svona eftir kvennaleikinn. Dagur B. Eggertsson er mættur til að fylgjast með og einnig Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur. Fína og fræga fólkið er í Höllinni!Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þrír Grindvíkingar hafa verið með í öllum þremur töpunum Grindavíkurliðið hefur tapað þremur bikarúrslitaleikjum í Laugardalshöllinni á undanförnum fjórum árum og þrír leikmenn liðsins í dag hafa verið með í öllum þessum tapleikjum. Grindavík mætir ÍR í úrslitaleik Poweradebikars karla í körfubolta klukkan 16.00 í dag. 22. febrúar 2014 08:00 Tvö geta fengið bikarmeistaratitil í afmælisgjöf í dag? Tveir leikmenn í bikarúrslitaleikjum dagsins í körfuboltanum halda upp á afmælið sitt í dag en þá fara fram úrslitaleikirnir í Poweradebikar karla og kvenna. Snæfell mætir Haukum í bikarúrslitaleik kvenna en hjá körlunum spila Grindavík og ÍR um bikarinn. 22. febrúar 2014 10:00 Sveinbjörn: Ætlum heim í Breiðholtið með bikarinn "Við vorum ekki flottir fyrir áramót,“ sagði Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR sem mætir Grindavík í úrslitum bikarkeppni karla í dag. 22. febrúar 2014 07:30 Komast Sverrir og Ingi í góðan hóp? Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eiga báðir möguleika á því að komast í fámennan hóp geri þeir lið sín að bikarmeisturum í dag. 22. febrúar 2014 09:00 Bikarhátíð í Höllinni Samkvæmt sérfræðingum Fréttablaðsins er enginn vafi á því hvaða lið eru sigurstranglegri í bikúrslitaleikjunum í ár. 22. febrúar 2014 10:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Grindvíkingar eru bikarmeistarar í körfubolta eftir sigur á ÍR í úrslitaleik. ÍR-ingar nörtuðu í hæla Grindvíkinga nær allan leikinn en á lokasprettinum stigu þeir gulu á bensíngjöfina og urðu bikarmeistarar í fimmta sinn. Grindavík tapaði í úrslitum í fyrra fyrir Stjörnunni og hafði þurft að sætta sig við þrjú töp í bikarúrslitum á síðustu fjórum árum svo sigurinn var ansi kærkominn. Þegar ÍR-ingar náðu sínum bestu köflum vantaði oft á tíðum herslumuninn og kaflarnir urðu of stuttir. Grindavík sýndi meiri stöðugleika og vann verðskuldaðan sigur. Sigurður Þorsteinsson var stigahæstur í Grindavíkurliðinu og var valinn maður leiksins í lokin. Stuðningsmenn Grindavíkur geta loksins brosað breitt eftir bikarúrslit og allar sneipuferðirnar síðustu ár eru gleymdar. Ungt lið ÍR-inga hafði á endanum ekki það sem þurfti til að taka gullið en þetta fer í reynslubankann.Sverrir Þór: Við hugsuðum ekkert til baka "Tilfinningin er frábær. Við höfum farið erfiða leið í ár og slegið út Keflavík, Njarðvík og Þór Þorlákshöfn meðal ," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. "ÍR-ingar hafa verið á siglingu og þetta var erfiður leikur en frábært hvernig við mættum til leiks. Þeir veittu okkur mikla keppni en mér fannst við alltaf skrefinu á undan. Svo kláruðum við þetta bara með stæl í lokin." "Fólk var orðið þreytt á að koma hingað og sjá alltaf tapleiki en við vorum ákveðnir í að vinna núna. Við ætluðum að klára þetta. Við hugsuðum ekki um síðustu úrslitaleiki heldur ætluðum bara að spila vel og berjast meira en þeir."Þorleifur: Tókst í lokin Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sagði að bikarmeistaratitillinn hafi verið langþráður. "Þetta var skemmtilegur leikur og við héldum okkur við uppsett leikjaplan. Við vorum lengi að slíta þá frá okkur. Það er eðlilegt því ÍR er gott lið. En þetta tókst loks í lokin. Hægt og rólega náðum við að slíta þá frá okkur." "Því miður tekst ekki alltaf að vinna úrslitaleiki en núna tókst það. Við erum ánægðir eins og stuðningsmennirnir okkar. Ef ég þekki bæinn rétt verður mjög góð stemning í kvöld."Örvar Þór: Hefðum getað gert beturÖrvar Þór Kristjánsson, þjálfari ÍR, hafði þetta að segja: "Munurinn var fyrst og fremst reynslan held ég. Við vorum alltaf að elta. Þeir voru bara betri og áttu þeta skilið. Á stundum vorum við ekki nægilega sterkir, því miður þá fór sem fór." "Taflan lýgur ekki og við vorum að spila við fantagott lið. Við hefðum getað gert betur, svona er þetta bara." "Ég er með mikið af strákum í aðalhlutverkum sem eru ekki orðnir tvítugir eða að skríða yfir þann aldur. Að sjálfsögðu fer þetta í reynslubankann," sagði Örvar sem hrósaði dómaranum að lokum. "Dómararnir allir þrír stóðu sig frábærlega. Þeir eiga hrós skilið."Grindavík-ÍR 89-77 (28-21, 17-19, 18-17, 26-20)Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/11 fráköst/3 varin skot, Earnest Lewis Clinch Jr. 20/6 fráköst/9 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 12/8 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 10, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0.ÍR: Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 17/6 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12/4 fráköst, Nigel Moore 11/11 fráköst/7 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 9, Vilhjálmur Theodór Jónsson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Daníel Freyr Friðriksson 0, Kristófer Fannar Stefánsson 0, Birgir Þór Sverrisson 0, Arnar Ingi Ingvarsson 0.LEIK LOKIÐ, Grindavík 89-77 ÍR: Afar verðskuldaður sigur Grindvíkinga!4. leikhluti, Grindavík 83-68 ÍR: Það er byrjað að grafa á bikarinn. Hann er á leið til Grindavíkur.4. leikhluti, Grindavík 80-66 ÍR: Allt virðist falla með þeim gulu á lokasprettinum! Clinch og Sigurður Þorsteinsson með 18 stig hvor og stigahæstir hjá Grindvíkingum. Rétt rúmar 3 mínútur eftir.4. leikhluti, Grindavík 78-63 ÍR: "Við viljum bikarinn heim Grindavík," syngja stuðningsmenn Grindavíkur sem eru farnir að finna lyktina af titlinum. 4 mínútur eftir.4. leikhluti, Grindavík 72-59 ÍR: Grindvíkingar eru á eldi á lokasprettinum! 5:30 eftir af leiknum. Þeir gulu eru komnir með aðra höndina á bikarinn en síðast tók Grindavík þennan titil 2006. Það þarf mikið að ganga á ef þeir ætla að klúðra þessu!4. leikhluti, Grindavík 68-57 ÍR: Draumabyrjun Grindvíkinga á síðasta fjórðungnum! Fyrirliðinn Þorleifur Ólafsson var að smella niður þrist.3. leikhluta lokið, Grindavík 63-57 ÍR: ÍR-ingar reyndu við þriggja stiga flautukörfu í lok leikhlutans en boltinn af hringnum og geigaði.3. leikhluti, Grindavík 61-54 ÍR: ÍR saxar á forystu Grindvíkinga trekk í trekk en gengur erfiðlega að komast nær en það, svo auka Grindvíkingarnir forskotið. Þetta er nokkurnveginn gangur leiksins.3. leikhluti, Grindavík 59-54 ÍR: Stuðið er ÍR-megin þessar mínúturnar. Björgvin Ríkharðsson með þrist og bláklæddir áhorfendur eru hoppandi í stúkunni. 3 mínútur eftir af leikhlutanum.3. leikhluti, Grindavík 59-51 ÍR: Nigel Moore setti niður þrist en Grindavík svaraði með tveimur stigum af vítalínunni.3. leikhluti, Grindavík 54-43 ÍR: Þá stíga Grindvíkingar aðeins fastar á bensíngjöfina á meðan ÍR-ingar eru ráðvilltir í sínum aðgerðum.3. leikhluti, Grindavík 47-43 ÍR: Sveinbjörn Claessen að setja niður þrist og munurinn orðinn fjögur stig.3. leikhluti: Áhorfendur búnir að belgja sig út af flatbökum og sætindum og seinni hálfleikur kominn af stað.Hálfleikur: Hressandi dansatriði í hálfleik. KKÍ með allt á hreinu.Stigahæstu menn liðanna eftir fyrri hálfleik:Grindavík: Earnest Clinch 16 stig/3 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/2, Jóhann Árni Ólafsson 8/5. ÍR: Hjalti Friðriksson 12/5, Sveinbjörn Claesen 9.Hálfleikur, Grindavík 45-40 ÍR: ÍR-ingar bitu vel frá sér í lok hálfleiksins. Ef þeir ná að byggja ofan á þetta er aldrei að vita hvað gerist. Skoðum stigahæstu menn eftir smá.2. leikhluti, Grindavík 43-36 ÍR: Ljóst að ef að ÍR ætlar að koma sér inn í þennan leik þarf að herða vörnina. Grindvíkingar eiga alltof auðvelt með að leita uppi lausa menn og finna skotfæri. Jæja, Nigel Moore að setja þriggja stiga og minnka muninn.2. leikhluti, Grindavík 41-29 ÍR: Þeir gulu eru algjörlega í bílstjórasætinu sem stendur. Sama hvað ÍR-ingar reyna þá svara mótherjarnir um hæl.2. leikhluti, Grindavík 37-25 ÍR: Grindvíkingar refsa fyrir mistök. ÍR taoaði boltanum og Earnest Clinch tók troðslu sem kveikti svo sannarlega í fólki Grindavíkurmegin í stúkunni.2. leikhluti, Grindavík 35-25 ÍR: Grindavík með 71,4% þriggja stiga nýtingu gegn 37,5% hjá ÍR í upphafi leiks. Munurinn nú orðinn tíu stig. ÍR-ingar þurfa að taka kröftuga rispu.2. leikhluti, Grindavík 31-24 ÍR: Ragnar Bragason að setja niður glæsilegan þrist fyrir ÍR. Mikilvægt.1. leikhluta lokið, Grindavík 28-21 ÍR: Það má segja að meiri skynsemi geri það að verkum að Grindavík er með sjö stiga forystu eftir fyrsta fjórðunginn. Earnest Clinch með 11 stig fyrir Grindavík en Hjalti Friðriksson 8 fyrir ÍR. Þeir eru stigahæstir liðanna.1. leikhluti, Grindavík 24-17 ÍR: Breiðhyltingar alltof bráðir í sókninni núna. Þurfa að róa sig. Leikurinn er bara rétt að byrja.1. leikhluti, Grindavík 21-17 ÍR: Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, er í skærappelsínugulum háum sokkum meðan samherjarnir eru í stuttum hvítum. Martröð íslenska fótboltadómarans.1. leikhluti, Grindavík 17-13 ÍR: Leikhlé tekið. Mikilvægi leiksins hefur sitt að segja og bæði lið hafa tapað boltanum nokkrum sinnum klaufalega. 1. leikhluti, Grindavík 6-8 ÍR: Þriggja stiga skotin að gefa. Ólafur Ólafsson hlóð í þrist fyrir Grindavík og Hjalti Friðriksson ÍR-ingur ákvað að vera ekki minni maður. Flott byrjun og fólk lætur í sér heyra í stúkunni.1. leikhluti, Grindvík 1-5 ÍR: Jóhann Árni átti fyrsta stigið af vítalínunni eftir að hafa klúðrað fyrra. Svo komu fimm stig frá ÍR-ingum.1. leikhluti: Leikurinn er farinn af stað og Breiðhyltingar byrja í sókn. Vonandi fáum við spennandi og stórskemmtilegan leik. Ég spái því að sú ósk rætist.Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin til leiks. Ungir iðkendur fá að leiða leikmenn inn á völlinn. Svonefndir lukkukrakkar.Fyrir leik: "Highway to hell" ómar í græjunum. Hér eru liðin að hita upp. Klappað og háar fimmur gefnar að sið körfuboltamanna. Áhorfendur eru að tínast inn. Grindvíkingar í örlitlum meirihluta sem stendur. Fyrir leik: "Það er ekkert í vatninu hjá okkur í dag #korfubolti#jack#bikarurslit" skrifaði Sigurður Þorsteinsson á Twitter og er þar að vitna í bannið sem Ómar Sævarsson fékk.Fyrir leik: "Ef Grindvíkingar taka ekki bikarinn núna þá held ég að Bláa lóninu verði lokað og Kalli Bjarni sendur úr landi," segir góður ónefndur blaðamaður mér við hlið. Þrjú töp í bikarúrslitum á fjórum síðustu árum hjá Grindavík.Fyrir leik: Var að spjalla við góðan ÍR-ing. Hann óttast ekki að ungu leikmennirnir bregðist. "Þeir eru vel gíraðir. Þessir menn eru ekki efnilegir lengur. Þeir eru góðir."Fyrir leik: Það vantar ekki reynsluna í dómaratríóið. Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson.Fyrir leik: Ef við skoðum sigurhlutfall á tímabilinu í deild og bikar þá er það 77,3% hjá Sverri Þór Sverrissyni þjálfara Grindavíkur og 50% hjá Örvari Þór Kristjánssyni þjálfara ÍR. Eins og fram hefur komið eru Grindvíkingar að sjálfsögðu sigurstranglegri og spennandi að sjá hvernig ungu leikmennirnir hjá ÍR höndla pressuna og spennustigið.Fyrir leik: Grindavík vann Þór Þorlákshöfn í undanúrslitum 93-84 á meðan Breiðhyltingar lögðu Tindastól á útivelli, 79-87.Fyrir leik: Kristján Jónsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er spámaður okkar í dag og talar í klisjum. Grindavík sé líklegra liðið en allt geti gerst í bikarúrslitum! Ef ÍR-ingar hitta vel til að byrja með eru þeim allar leiðir færar.Fyrir leik: Já halló halló! Hér í Höllinni hefst leikur Grindavíkur og ÍR klukkan 16:00, þegar búið er að skúra og svona eftir kvennaleikinn. Dagur B. Eggertsson er mættur til að fylgjast með og einnig Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur. Fína og fræga fólkið er í Höllinni!Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þrír Grindvíkingar hafa verið með í öllum þremur töpunum Grindavíkurliðið hefur tapað þremur bikarúrslitaleikjum í Laugardalshöllinni á undanförnum fjórum árum og þrír leikmenn liðsins í dag hafa verið með í öllum þessum tapleikjum. Grindavík mætir ÍR í úrslitaleik Poweradebikars karla í körfubolta klukkan 16.00 í dag. 22. febrúar 2014 08:00 Tvö geta fengið bikarmeistaratitil í afmælisgjöf í dag? Tveir leikmenn í bikarúrslitaleikjum dagsins í körfuboltanum halda upp á afmælið sitt í dag en þá fara fram úrslitaleikirnir í Poweradebikar karla og kvenna. Snæfell mætir Haukum í bikarúrslitaleik kvenna en hjá körlunum spila Grindavík og ÍR um bikarinn. 22. febrúar 2014 10:00 Sveinbjörn: Ætlum heim í Breiðholtið með bikarinn "Við vorum ekki flottir fyrir áramót,“ sagði Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR sem mætir Grindavík í úrslitum bikarkeppni karla í dag. 22. febrúar 2014 07:30 Komast Sverrir og Ingi í góðan hóp? Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eiga báðir möguleika á því að komast í fámennan hóp geri þeir lið sín að bikarmeisturum í dag. 22. febrúar 2014 09:00 Bikarhátíð í Höllinni Samkvæmt sérfræðingum Fréttablaðsins er enginn vafi á því hvaða lið eru sigurstranglegri í bikúrslitaleikjunum í ár. 22. febrúar 2014 10:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Þrír Grindvíkingar hafa verið með í öllum þremur töpunum Grindavíkurliðið hefur tapað þremur bikarúrslitaleikjum í Laugardalshöllinni á undanförnum fjórum árum og þrír leikmenn liðsins í dag hafa verið með í öllum þessum tapleikjum. Grindavík mætir ÍR í úrslitaleik Poweradebikars karla í körfubolta klukkan 16.00 í dag. 22. febrúar 2014 08:00
Tvö geta fengið bikarmeistaratitil í afmælisgjöf í dag? Tveir leikmenn í bikarúrslitaleikjum dagsins í körfuboltanum halda upp á afmælið sitt í dag en þá fara fram úrslitaleikirnir í Poweradebikar karla og kvenna. Snæfell mætir Haukum í bikarúrslitaleik kvenna en hjá körlunum spila Grindavík og ÍR um bikarinn. 22. febrúar 2014 10:00
Sveinbjörn: Ætlum heim í Breiðholtið með bikarinn "Við vorum ekki flottir fyrir áramót,“ sagði Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR sem mætir Grindavík í úrslitum bikarkeppni karla í dag. 22. febrúar 2014 07:30
Komast Sverrir og Ingi í góðan hóp? Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eiga báðir möguleika á því að komast í fámennan hóp geri þeir lið sín að bikarmeisturum í dag. 22. febrúar 2014 09:00
Bikarhátíð í Höllinni Samkvæmt sérfræðingum Fréttablaðsins er enginn vafi á því hvaða lið eru sigurstranglegri í bikúrslitaleikjunum í ár. 22. febrúar 2014 10:30