Farþegavél hvarf af ratsjá 8. mars 2014 13:44 Fólk býr sig undir það versta. vísir/afp Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. Víetnamski sjóherinn segir vélina hafa farist undan ströndum Víetnam en það er óstaðfest. Þotan er af gerðinni Boeing 777 og hefur ekkert spurst til hennar frá því rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi að íslenskum tíma. Hún var á leið til Peking en týndist yfir Víetnam og fór aldrei inn í kínverka lofthelgi. Flugleiðin er að mestu yfir landi sem þýðir að fjarskiptasamband hefði átt að vera gott. Um borð í vélinni eru 239 manns af 14 þjóðernum, þar af tólf manna áhöfn. Flestir eru frá Kína og Malasíu en einnig var um borð fólk frá Indónesíu, Ástralíu, Frakklandi og Bandaríkjunum. Vélin hafði flogið í 35 þúsund feta hæð er hún hvarf og höfðu flugmenn hennar ekki tilkynnt nein vandamál. Ekkert var að veðri og flugstjórinn hefur flogið fyrir Malaysia Airlines, sem þykir með bestu flugfélögum heims, í 33 ár. Talið er að eldsneytisbirgðir sem voru um borð hefðu verið á þrotum í kringum miðnætti í gærkvöldi. Starfsmaður Malaysia Airlines sagði á blaðamannafundi sögusagnir um að vélin hefði lent í Nanming í Kína en þarlend flugmálayfirvöld hafa neitað því. „Við vinnum með yfirvöldum sem hafa sent af stað leitar- og björgunarhópa til að reyna að finna flugvélina. Fólk á okkar vegum hringir nú í aðstandendur farþeganna og áhafnarinnar.“ „Hugur okkar er hjá farþegunum og fjölskyldum þeirra og við biðjum fyrir þeim.“ Flugsérfræðingar hafa lýst yfir furðu sinni vegna atviksins og segja Boeing 777 með öruggustu flugvélum. Meira en þúsund slíkar hafa verið framleiddar og aðeins 60 flugatvik hafa verið skráð, flest minniháttar. Fyrsta banaslysið í 19 ára sögu vélanna varð síðasta sumar þegar þrír af 307 um borð létust er vél Asiana Airlanes lenti utan brautar í San Fransiskó. Þar af lét einn lífið þegar neyðarbíll lenti á vélinni. Mjög sjaldgæft er að samband við flugvélar tapist án nokkurra vísbendinga um vandamál. Engin ummerki um brak vélarinnar sem hvarf í gær hafa fundist á Tælandsflóa þar sem sambandið við hana rofnaði en beðið er staðfestingar frá víetnamska sjóhernum sem segir að vélin hafi farist undan ströndum Víetnam. Ættingjar og vinir þeirra sem voru um borð bíða á flugvellinum í Peking og búa sig undir það versta. Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. Víetnamski sjóherinn segir vélina hafa farist undan ströndum Víetnam en það er óstaðfest. Þotan er af gerðinni Boeing 777 og hefur ekkert spurst til hennar frá því rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi að íslenskum tíma. Hún var á leið til Peking en týndist yfir Víetnam og fór aldrei inn í kínverka lofthelgi. Flugleiðin er að mestu yfir landi sem þýðir að fjarskiptasamband hefði átt að vera gott. Um borð í vélinni eru 239 manns af 14 þjóðernum, þar af tólf manna áhöfn. Flestir eru frá Kína og Malasíu en einnig var um borð fólk frá Indónesíu, Ástralíu, Frakklandi og Bandaríkjunum. Vélin hafði flogið í 35 þúsund feta hæð er hún hvarf og höfðu flugmenn hennar ekki tilkynnt nein vandamál. Ekkert var að veðri og flugstjórinn hefur flogið fyrir Malaysia Airlines, sem þykir með bestu flugfélögum heims, í 33 ár. Talið er að eldsneytisbirgðir sem voru um borð hefðu verið á þrotum í kringum miðnætti í gærkvöldi. Starfsmaður Malaysia Airlines sagði á blaðamannafundi sögusagnir um að vélin hefði lent í Nanming í Kína en þarlend flugmálayfirvöld hafa neitað því. „Við vinnum með yfirvöldum sem hafa sent af stað leitar- og björgunarhópa til að reyna að finna flugvélina. Fólk á okkar vegum hringir nú í aðstandendur farþeganna og áhafnarinnar.“ „Hugur okkar er hjá farþegunum og fjölskyldum þeirra og við biðjum fyrir þeim.“ Flugsérfræðingar hafa lýst yfir furðu sinni vegna atviksins og segja Boeing 777 með öruggustu flugvélum. Meira en þúsund slíkar hafa verið framleiddar og aðeins 60 flugatvik hafa verið skráð, flest minniháttar. Fyrsta banaslysið í 19 ára sögu vélanna varð síðasta sumar þegar þrír af 307 um borð létust er vél Asiana Airlanes lenti utan brautar í San Fransiskó. Þar af lét einn lífið þegar neyðarbíll lenti á vélinni. Mjög sjaldgæft er að samband við flugvélar tapist án nokkurra vísbendinga um vandamál. Engin ummerki um brak vélarinnar sem hvarf í gær hafa fundist á Tælandsflóa þar sem sambandið við hana rofnaði en beðið er staðfestingar frá víetnamska sjóhernum sem segir að vélin hafi farist undan ströndum Víetnam. Ættingjar og vinir þeirra sem voru um borð bíða á flugvellinum í Peking og búa sig undir það versta.
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira