Umfjöllun: Frakkland - Ísland 25-19 | Kaflaskiptur leikur íslenska liðsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. mars 2014 00:01 Þórey Rósa Stefánsdóttir. Vísir/Valli Franska liðið reyndist einu númeri of stórt fyrir íslenska landsliðið í handbolta í undankeppni Evrópumeistaramóts kvenna í dag. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik en slakur kafli liðsins í seinni hálfleik reyndist liðinu dýrkeyptur. Í fyrri leik liðanna leiddi franska liðið frá fyrstu mínútu en það var allt annað upp á teningunum í dag. Það var gríðarlega mikil stemming hjá íslenska liðinu strax frá fyrstu mínútu og var spilamennska liðsins í fyrri hálfleik nánast óaðfinnanleg. Franska liðið sigraði fyrri leik liðanna miðvikudaginn síðastliðinn nokkuð örugglega með sex mörkum. Franska liðinu dugði eitt stig til að tryggja sæti sitt á EM í Ungverjalandi og Króatíu. Strax á upphafsmínútum leiksins mátti sjá einbeitinguna í leikmönnum íslenska landsliðsins og komu þrjú af fyrstu sex mörkum liðsins úr hraðaupphlaupum eftir frábæran varnarleik. Þrátt fyrir að franska liðinu hafi tekist að ná taki á leiknum setti íslenska liðið aftur í gír og keyrði á franska liðið. Þjálfari franska liðsins reyndi áherslubreytingar en franska liðið náði ekki að stöðva íslenska liðið og tóku stelpurnar okkar þriggja marka forskot inn í hálfleik í stöðunni 13-10. Karen Knútsdóttir átti stórleik í fyrri hálfleik með sjö mörk, þar af komu fimm þeirra af vítalínunni en íslensku stelpurnar voru duglegar að sækja víti í leiknum. Líkt og íslenska liðið fékk sannkallaða draumabyrjun í fyrri hálfleik fékk franska liðið draumabyrjun í þeim seinni. Franska liðið náði að jafna leikinn eftir aðeins tveggja mínútna leik og skiptust liðin á forskotinu fyrstu tíu mínútur hálfleiksins. Þá kom hinsvegar slakur kafli íslenska liðsins sem skoraði aðeins eitt mark á sautján mínútum og franska liðið seig fram úr og vann að lokum öruggan sigur. Þrátt fyrir að varnarleikurinn væri flottur gekk íslenska liðinu illa að sækja eftir að franska liðið klippti á Kareni um miðbik seinni hálfleiks. Það varð á endanum banabiti íslenska liðsins sem skoraði aðeins tvö mörk á seinustu átján mínútum leiksins. Karen átti flottan leik í íslenska liðinu með átta mörk en Hildur Þorgeirsdóttir bætti við þremur. Í markinu stóð Íris Björk Símonardóttir vakt sína ágætlega, varði 13 bolta af 38 eða 34% markvarsla. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Franska liðið reyndist einu númeri of stórt fyrir íslenska landsliðið í handbolta í undankeppni Evrópumeistaramóts kvenna í dag. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik en slakur kafli liðsins í seinni hálfleik reyndist liðinu dýrkeyptur. Í fyrri leik liðanna leiddi franska liðið frá fyrstu mínútu en það var allt annað upp á teningunum í dag. Það var gríðarlega mikil stemming hjá íslenska liðinu strax frá fyrstu mínútu og var spilamennska liðsins í fyrri hálfleik nánast óaðfinnanleg. Franska liðið sigraði fyrri leik liðanna miðvikudaginn síðastliðinn nokkuð örugglega með sex mörkum. Franska liðinu dugði eitt stig til að tryggja sæti sitt á EM í Ungverjalandi og Króatíu. Strax á upphafsmínútum leiksins mátti sjá einbeitinguna í leikmönnum íslenska landsliðsins og komu þrjú af fyrstu sex mörkum liðsins úr hraðaupphlaupum eftir frábæran varnarleik. Þrátt fyrir að franska liðinu hafi tekist að ná taki á leiknum setti íslenska liðið aftur í gír og keyrði á franska liðið. Þjálfari franska liðsins reyndi áherslubreytingar en franska liðið náði ekki að stöðva íslenska liðið og tóku stelpurnar okkar þriggja marka forskot inn í hálfleik í stöðunni 13-10. Karen Knútsdóttir átti stórleik í fyrri hálfleik með sjö mörk, þar af komu fimm þeirra af vítalínunni en íslensku stelpurnar voru duglegar að sækja víti í leiknum. Líkt og íslenska liðið fékk sannkallaða draumabyrjun í fyrri hálfleik fékk franska liðið draumabyrjun í þeim seinni. Franska liðið náði að jafna leikinn eftir aðeins tveggja mínútna leik og skiptust liðin á forskotinu fyrstu tíu mínútur hálfleiksins. Þá kom hinsvegar slakur kafli íslenska liðsins sem skoraði aðeins eitt mark á sautján mínútum og franska liðið seig fram úr og vann að lokum öruggan sigur. Þrátt fyrir að varnarleikurinn væri flottur gekk íslenska liðinu illa að sækja eftir að franska liðið klippti á Kareni um miðbik seinni hálfleiks. Það varð á endanum banabiti íslenska liðsins sem skoraði aðeins tvö mörk á seinustu átján mínútum leiksins. Karen átti flottan leik í íslenska liðinu með átta mörk en Hildur Þorgeirsdóttir bætti við þremur. Í markinu stóð Íris Björk Símonardóttir vakt sína ágætlega, varði 13 bolta af 38 eða 34% markvarsla.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira