Umfjöllun og viðtöl: Snæfell í úrslit í fyrsta skipti Óskar Ófeigur Jónsson í Fjárhúsinu skrifar 25. mars 2014 21:22 Úr leik hjá Val og Snæfell. Snæfellskonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir sex stiga baráttusigur á Val, 72-66, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna sem Snæfell spilar um Íslandsmeistaratitlinn en úrslitaeinvígi Snæfells og Hauka hefst á laugardaginn. Snæfell lék án bandaríska leikmannsins Chynnu Brown sem hefur meiðst tvisvar sinnum í undanúrslitaeinvíginu og gat ekki spilað vegna meiðsla í kvöld. Liðið gafst ekki upp við mótlætið, sýndi gríðarlega baráttu og samheldni, og tókst að landa sigrinum með ótrúlegum endakafla. Valskonur voru 66-62 yfir þegar 2:16 mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það og Snæfellskonur tryggðu sér sigurinn með því að skora tíu síðustu stigin í leiknum. Valsliðið komst í 8-2 í upphafi leiks en Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir komu Snæfellsliðinu aftur inn í leikinn með góðum körfum. Eftir sextán mínútna töf í stöðunni 15-15 eftir að Sigmundur Már Herbersson dómari meiddist smellti Helga niður tveimur þristum í röð og kom Snæfellsliðinu í 21-15. Þá snérist leikurinn við og Valsliðið tók frumkvæðið með 15-0 spretti þar sem Snæfellskonur skoruðu ekki í fimm og hálfa mínútu. Valsliðið var 25-21 yfir eftir fyrsta leikhluta eftir þriggja stiga flautukörfu Unnar Ásgeirsdóttur og komst mest átta stigum yfir, 30-22. Snæfellsliðið hélt sér hinsvegar inn í leiknum á gríðarlegri baráttu, þær unnu fráköstin 29-15 í fyrri hálfleiknum og tókst að minnka muninn í þrjú stig fyrir hálfleik, 39-42. Valskonur voru áfram með frumkvæðið í þriðja leikhlutanum og komust sjö stigum yfir en Snæfellsliðið hætti aldrei og vann sig enn á ný inn í leikinn á frábærri vörn og yfirburðum í fráköstunum. Valskonur voru 66-62 yfir þegar 2:16 mínútur voru eftir og með boltann en tókst ekki að nýta sér það. Snæfellsliðið vann boltann og Alda Leif Jónsdóttir setti niður rosalegan mikilvægan þrist sem minnkaði muninn í 65-66. Snæfellskonur héldu síðan áfram að stoppa og enduðu á því að vinna lokakafla leiksins 10-0 og tryggja sér sigurinn. Fögnuðurinn í leikslok var líka engum líkur enda stelpurnar búnar að yfirvinna svakalegt mótlæti og tryggja kvennaliði félagsins sæti í úrslitaleiknum í fyrsta sinn í sögunni. Það voru margar hetjur í Snæfellsliðinu í kvöld, Hildur Sigurðardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir skiluðu sínu og Helga Hjördís Björgvinsdóttir skoraði dýrmætar körfur. Enginn var þá magnaðari en Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem gat ekki stigið í fótinn í gær en var besti leikmaður vallarsins í kvöld. Guðbjörg Sverrisdóttir og Unnur Lára Ásgeirsdóttir skiluðu sínu í Valsliðinu og Anna Martin var öflug en þegar á reyndi þá tókst Snæfellsliðinu að stoppa Önnu og það var dýrmætt. Martin var eini kaninn á vellinum og Valsliðið þurfti á henni að halda í lokin en enn á ný sýndi Guðrún Gróa hversu öflugur varnarmaður hún er. Snæfell mætir Haukum í úrslitaeinvíginu og er fyrsti leikurinn í Stykkishólmi á laugardaginn kemur. Haukarnir hafa beðið í tíu daga eftir að spila en svo er að sjá hversu lemstraðara Snæfellskonur verða þegar kemur að leiknum eftir fjóra daga.Úrslit:Snæfell-Valur 72-66 (21-25, 18-17, 13-11, 20-13)Snæfell: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 21/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 19/11 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 15/13 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 14/11 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3/7 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Edda Bára Árnadóttir 0, Eva Margrét Kristjánsdóttir 0.Valur: Anna Alys Martin 24/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/6 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 13/8 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5/7 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 4/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 3, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst/4 varin skot, María Björnsdóttir 1, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Rut Herner Konráðsdóttir 0, Margrét Ósk Einarsdóttir 0, Hallveig Jónsdóttir 0.Guðrún Gróa: Það sem ekki drepur þig styrkir þig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir átti stórkostlegan leik í kvöld þegar Snæfell tryggði sér sæti í lokaúrslitunum í fyrsta skiptið í sögu félagsins. Guðrún Gróa var með 21 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar og fór fyrir frábærum varnarleik liðsins. „Þetta var ótrúlegt. Það var eins og allt ætlaði að falla hinum megin miðað við síðustu leiki og daga. Þetta leit ekki vel út en það sem ekki drepur þig styrkir þig og við notuðum mótlætið til að efla okkur. Það skilaði sér í dag," sagði Guðrún Gróa kát í leikslok. „Ég segi það ekki að ég hafi ekki efast um að það í dag að þetta yrði erfitt. Baráttan og liðsheildin hún skilar sér hinsvegar alltaf," sagði Gróa. „Ég fann ekki til þreytu í lokin og ég held að enginn á gólfinu hafi fundið til þreytu. Við ætluðum bara að klára þetta," sagði Gróa. Chynna Brown spilaði ekki með Snæfelli í kvöld vegna meiðsla. „Við vissum það síðustu daga að þetta yrði tæpt. Við undirbjuggum okkur því þannig að það yrði bara bónus ef hún yrði með. Það kom okkur því ekkert á óvart þegar við komum inn í klefann að hún var ekki í búning. Við vissum það bara að við þyrftum allar að stíga fram og taka skotin og fráköstin og gera það sem hún gerir vanalega," sagði Gróa en hefur hún unnið sætari sigur á ferlinum. „Nei ég held ekki," svaraði Gróa hlæjandi. „Þessi er allavega eftirminnilegastur núna," sagði Gróa að lokum.Hildur Sig: Gróa er búin að vera inn í síldartunnum í tvo daga Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, fór fyrir sínu liði í sögulegum sigri á Val í kvöld en Snæfellskonur tryggðu sér þá sæti í lokaúrslitunum í fyrsta sinn. Hildur var með 19 stig og 11 fráköst í kvöld. „Þessi er ansi sætur. Það var líka gaman að spila þennan leik, stúkan var frábær og flott stemmning. Ég fann það í upphitun að við vorum svo tilbúnar í þetta og tilbúnar að sýna hvað í okkur býr án útlendings," sagði Hildur eftir leik. „Við getum alveg barist, erum sterkar og miklar íþróttakonur og komust langt á því. Við förum langt á baráttunni og að vinna saman í þessu. Þannig náðum við að klára þetta," sagði Hildur. „Vörnin var frábær. Ég heyrði bara í Gróu (Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur): Ég set frakka á hana, ég set frakka á hana," sagði Hildur um það að Snæfellsliðið fékk ekki á sig stig síðustu 2:16 mínúturnar í leiknum. „Við erum með góða varnarmenn og við vinnum vel saman. Við höfum gert það í vetur og erum alltaf með gott liðsframlag og flott lið," sagði Hildur. „Ég hugsaði það í dag að það yrði grátlegt að enda þetta í kvöld. Æfingin í gær leit ekki mjög vel út en svo fann ég það í morgun að við vorum ekki að fara að tapa þessum leik. Það hefði verið grátlegt að enda svona frábært tímabil í kvöld. Við vorum yfirburðarlið í deildinni og það hefði því verið mjög sárt að enda þetta núna," sagði Hún viðurkennir að margar í liðinu hafi verið tæpar og enginn tæpari en Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem stífnaði upp í aðdraganda leiksins. „Gróa er búin að vera inn í síldartunnum í tvo daga í heitu og köldu til skiptis. Við vældum aðeins yfir leikjaálagi en svo ákváðum við bara að setja einbeitinguna annað en á það. Mér dugði sunnudagurinn til að hvíla mig og fann það strax í gær að ég var tilbúin. Þetta var svakalega flottur sigur," sagði Hildur að lokum.Ágúst: Ótrúlega svekkjandi að enda þennan leik svona Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir tapið í Stykkishólmi í kvöld en Valsliðið var með frumkvæðið nær allan tímann og líklegar til að komast í lokaúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins. Valsliðið var ekki nógu sterkt á lokasprettinum og tapaði annað árið í röð í oddaleik í undanúrslitum. „Við vorum með þennan leik í höndunum þegar tæpar tvær mínútur voru eftir, með boltann og komnar fjórum stigum yfir. Eina sem við þurftum þá var skynsemi til að sigla þessu í höfn en við vorum langt í frá að vera skynsöm, töpuðu boltunum og gefum Snæfelli síðan opið þriggja stiga skot. Við vorum bara engan veginn nógu skynsöm," sagði Ágúst. „Það voru nokkrir kaflar í leiknum þegar ekkert gekk upp hjá okkur og allir voru að gera allt í einu. Það er samt ótrúlega svekkjandi að enda þennan leik svona því mér fannst við vera með undirtökin í þessum leik allan tímann," sagði Ágúst. Chynna Brown lék ekki með Snæfelli en hvaða áhrif hafði það á Valsliðið? „Þetta er bara einn leikur og Snæfellsliðið er rosalega gott. Snæfellsliðið er rosalega vel mannað lið, þær eru þunnskipaðar en þetta er bara einn leikur og það er svo auðvelt fyrir leikmenn að gíra sig upp í það. Auðvitað hafði það áhrif en þegar er bara einn leikur þá snýst þetta meira um vilja eins og þær sýndu í fráköstunum. Þær kála okkur í fráköstunum og eru með rosalega massívt lið," sagði Ágúst og bætti við: „Þær eru með besta leikmann deildarinnar, þær eru með mikilvægasta leikmann deildarinnar sem stjórnar þessu liði rosalega vel og svo með besta varnarmann deildarinnar. Liðið er vel þjálfað. Kaninn þeirra er góður en þær standa ekki og falla með kananum eins og þær sýndu í kvöld," sagði Ágúst.Ingi Þór: Mér líður eins og ég sé Íslandsmeistari Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, réð sér ekki fyrir kæti í leikslok eftir ótrúlegan karaktersigur hjá hans konum í kvöld en Snæfellskonur sigruðust á miklu mótlæti og komust kanalausar í lokaúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta er leikur fimm eins og þeir gerast bestir," sagði Ingi Þór og það var ekki mikið eftir af röddinni hans. „Það var mikil dramatík í gangi og mikið búið að ganga á. Ég hef verið ósáttur með sjálfan mig. Ég missti fókusinn og fór að væla yfir einhverju kjaftæði sem ég hef ekki áhrif á. Við misstum fókusinn í leik fjögur en nú mættu allar einbeittar," sagði Ingi Þór. „Við einbeittum okkur ekkert að því að vera með kannann meiddan fyrir utan liðið. Við vorum ekkert að spá í því og einbeittum okkur bara að því að standa okkur. Gróa labbaði ekki í gær og ég hlýt að vera með einhverjar galdrahendur því ég óð í lærið á henni og hún spilaði. Það voru margar maður leiksins en Gróa var algjörlega yndisleg," sagði Ingi Þór. „Við héldum þeim í 24 stigum í seinni hálfleik og það er vörnin sem er búin að koma okkur á þann stað sem við erum, deildarmeistarar og komin í úrslit í fyrsta sinn í sögu Snæfells. Mér líður eins og ég sé Íslandsmeistari. Ég veit hvernig tilfinningin er," sagði Ingi Þór. „Áhorfendurnir hérna voru geggjaðir og stuðningsmannasveitin skilaði þessum stoppum undir lokin og gaf stelpunum aukakraft því þær voru algjörlega búnar á því. Við spilum á fáum leikmönnum en ég held að fólk hafi fengið rúmlega fyrir peninginn hérna. Ég er óendanlega stoltur af mínu liði," sagði Ingi Þór. „Við erum að koma úr rosalegri rimmu og ég þakka Val fyrir skemmtilega rimmu. Það hefði mátt sýna þennan leik í sjónvarpi. Hann var mikið og gott sjónvarpsefni. Ég lofa því að við munum leggja okkur fram til síðasta manns í úrslitaeinvíginu," sagði Ingi Þór.Hildur Björg: Ekkert smá sætur sigur Hildur Björg Kjartansdóttir hitti kannski ekki vel í leiknum eins og fleiri en hún skilaði sínu í leiknum ekki síst varnarlega. Hildur Björg endaði með 15 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar og var að sjálfsögðu kát í leikslok. „Við ákváðum bara að sýna aðeins meiri baráttu en í síðustu leikjum og hafa gaman af þessu. Það held ég að hafi skilað sigrinum," sagði Hildur Björg eftir leikinn. Snæfellsliðið varð fyrir miklu mótlæti í seríunni og lék sem dæmi án Bandaríkjamanns í þessum leik. „Það þýðir ekkert að gefast upp og við vorum ekki tilbúnar að fara í sumarfrí. Við vorum vinnusamar og skynsamar í vörninni," sagði Hildur sem var ekkert að hengja haus þótt að boltinn vildu ekki ofan í hjá henni. „Það er allt í lagi á meðan hinar í liðinu eru að skora. Við erum með hörku lið og getum spilað bæði með og án kana," sagði Hildur sem sá til þess ásamt liðsfélögum sínum að frábært tímabil endaði ekki alltof snemma. „Það hefði verið mjög súrt ef þetta hefði endað í kvöld. Við ætluðum bara að klára okkur alveg í þessum leik og vera sáttar í leikslok hvernig sem hann myndi fara vitandi það að við hefðum lagt allt í hann. Þetta var ekkert smá sætur sigur," sagði Hildur. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Sigmundur meiddist og formaður dómaranefndar tók við flautunni Það vantar ekkert upp á dramatíkina í Fjárhúsinu í kvöld þar sem Snæfell mætir Val í oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. 25. mars 2014 19:54 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira
Snæfellskonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir sex stiga baráttusigur á Val, 72-66, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna sem Snæfell spilar um Íslandsmeistaratitlinn en úrslitaeinvígi Snæfells og Hauka hefst á laugardaginn. Snæfell lék án bandaríska leikmannsins Chynnu Brown sem hefur meiðst tvisvar sinnum í undanúrslitaeinvíginu og gat ekki spilað vegna meiðsla í kvöld. Liðið gafst ekki upp við mótlætið, sýndi gríðarlega baráttu og samheldni, og tókst að landa sigrinum með ótrúlegum endakafla. Valskonur voru 66-62 yfir þegar 2:16 mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það og Snæfellskonur tryggðu sér sigurinn með því að skora tíu síðustu stigin í leiknum. Valsliðið komst í 8-2 í upphafi leiks en Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir komu Snæfellsliðinu aftur inn í leikinn með góðum körfum. Eftir sextán mínútna töf í stöðunni 15-15 eftir að Sigmundur Már Herbersson dómari meiddist smellti Helga niður tveimur þristum í röð og kom Snæfellsliðinu í 21-15. Þá snérist leikurinn við og Valsliðið tók frumkvæðið með 15-0 spretti þar sem Snæfellskonur skoruðu ekki í fimm og hálfa mínútu. Valsliðið var 25-21 yfir eftir fyrsta leikhluta eftir þriggja stiga flautukörfu Unnar Ásgeirsdóttur og komst mest átta stigum yfir, 30-22. Snæfellsliðið hélt sér hinsvegar inn í leiknum á gríðarlegri baráttu, þær unnu fráköstin 29-15 í fyrri hálfleiknum og tókst að minnka muninn í þrjú stig fyrir hálfleik, 39-42. Valskonur voru áfram með frumkvæðið í þriðja leikhlutanum og komust sjö stigum yfir en Snæfellsliðið hætti aldrei og vann sig enn á ný inn í leikinn á frábærri vörn og yfirburðum í fráköstunum. Valskonur voru 66-62 yfir þegar 2:16 mínútur voru eftir og með boltann en tókst ekki að nýta sér það. Snæfellsliðið vann boltann og Alda Leif Jónsdóttir setti niður rosalegan mikilvægan þrist sem minnkaði muninn í 65-66. Snæfellskonur héldu síðan áfram að stoppa og enduðu á því að vinna lokakafla leiksins 10-0 og tryggja sér sigurinn. Fögnuðurinn í leikslok var líka engum líkur enda stelpurnar búnar að yfirvinna svakalegt mótlæti og tryggja kvennaliði félagsins sæti í úrslitaleiknum í fyrsta sinn í sögunni. Það voru margar hetjur í Snæfellsliðinu í kvöld, Hildur Sigurðardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir skiluðu sínu og Helga Hjördís Björgvinsdóttir skoraði dýrmætar körfur. Enginn var þá magnaðari en Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem gat ekki stigið í fótinn í gær en var besti leikmaður vallarsins í kvöld. Guðbjörg Sverrisdóttir og Unnur Lára Ásgeirsdóttir skiluðu sínu í Valsliðinu og Anna Martin var öflug en þegar á reyndi þá tókst Snæfellsliðinu að stoppa Önnu og það var dýrmætt. Martin var eini kaninn á vellinum og Valsliðið þurfti á henni að halda í lokin en enn á ný sýndi Guðrún Gróa hversu öflugur varnarmaður hún er. Snæfell mætir Haukum í úrslitaeinvíginu og er fyrsti leikurinn í Stykkishólmi á laugardaginn kemur. Haukarnir hafa beðið í tíu daga eftir að spila en svo er að sjá hversu lemstraðara Snæfellskonur verða þegar kemur að leiknum eftir fjóra daga.Úrslit:Snæfell-Valur 72-66 (21-25, 18-17, 13-11, 20-13)Snæfell: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 21/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 19/11 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 15/13 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 14/11 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3/7 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Edda Bára Árnadóttir 0, Eva Margrét Kristjánsdóttir 0.Valur: Anna Alys Martin 24/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/6 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 13/8 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5/7 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 4/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 3, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst/4 varin skot, María Björnsdóttir 1, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Rut Herner Konráðsdóttir 0, Margrét Ósk Einarsdóttir 0, Hallveig Jónsdóttir 0.Guðrún Gróa: Það sem ekki drepur þig styrkir þig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir átti stórkostlegan leik í kvöld þegar Snæfell tryggði sér sæti í lokaúrslitunum í fyrsta skiptið í sögu félagsins. Guðrún Gróa var með 21 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar og fór fyrir frábærum varnarleik liðsins. „Þetta var ótrúlegt. Það var eins og allt ætlaði að falla hinum megin miðað við síðustu leiki og daga. Þetta leit ekki vel út en það sem ekki drepur þig styrkir þig og við notuðum mótlætið til að efla okkur. Það skilaði sér í dag," sagði Guðrún Gróa kát í leikslok. „Ég segi það ekki að ég hafi ekki efast um að það í dag að þetta yrði erfitt. Baráttan og liðsheildin hún skilar sér hinsvegar alltaf," sagði Gróa. „Ég fann ekki til þreytu í lokin og ég held að enginn á gólfinu hafi fundið til þreytu. Við ætluðum bara að klára þetta," sagði Gróa. Chynna Brown spilaði ekki með Snæfelli í kvöld vegna meiðsla. „Við vissum það síðustu daga að þetta yrði tæpt. Við undirbjuggum okkur því þannig að það yrði bara bónus ef hún yrði með. Það kom okkur því ekkert á óvart þegar við komum inn í klefann að hún var ekki í búning. Við vissum það bara að við þyrftum allar að stíga fram og taka skotin og fráköstin og gera það sem hún gerir vanalega," sagði Gróa en hefur hún unnið sætari sigur á ferlinum. „Nei ég held ekki," svaraði Gróa hlæjandi. „Þessi er allavega eftirminnilegastur núna," sagði Gróa að lokum.Hildur Sig: Gróa er búin að vera inn í síldartunnum í tvo daga Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, fór fyrir sínu liði í sögulegum sigri á Val í kvöld en Snæfellskonur tryggðu sér þá sæti í lokaúrslitunum í fyrsta sinn. Hildur var með 19 stig og 11 fráköst í kvöld. „Þessi er ansi sætur. Það var líka gaman að spila þennan leik, stúkan var frábær og flott stemmning. Ég fann það í upphitun að við vorum svo tilbúnar í þetta og tilbúnar að sýna hvað í okkur býr án útlendings," sagði Hildur eftir leik. „Við getum alveg barist, erum sterkar og miklar íþróttakonur og komust langt á því. Við förum langt á baráttunni og að vinna saman í þessu. Þannig náðum við að klára þetta," sagði Hildur. „Vörnin var frábær. Ég heyrði bara í Gróu (Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur): Ég set frakka á hana, ég set frakka á hana," sagði Hildur um það að Snæfellsliðið fékk ekki á sig stig síðustu 2:16 mínúturnar í leiknum. „Við erum með góða varnarmenn og við vinnum vel saman. Við höfum gert það í vetur og erum alltaf með gott liðsframlag og flott lið," sagði Hildur. „Ég hugsaði það í dag að það yrði grátlegt að enda þetta í kvöld. Æfingin í gær leit ekki mjög vel út en svo fann ég það í morgun að við vorum ekki að fara að tapa þessum leik. Það hefði verið grátlegt að enda svona frábært tímabil í kvöld. Við vorum yfirburðarlið í deildinni og það hefði því verið mjög sárt að enda þetta núna," sagði Hún viðurkennir að margar í liðinu hafi verið tæpar og enginn tæpari en Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem stífnaði upp í aðdraganda leiksins. „Gróa er búin að vera inn í síldartunnum í tvo daga í heitu og köldu til skiptis. Við vældum aðeins yfir leikjaálagi en svo ákváðum við bara að setja einbeitinguna annað en á það. Mér dugði sunnudagurinn til að hvíla mig og fann það strax í gær að ég var tilbúin. Þetta var svakalega flottur sigur," sagði Hildur að lokum.Ágúst: Ótrúlega svekkjandi að enda þennan leik svona Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir tapið í Stykkishólmi í kvöld en Valsliðið var með frumkvæðið nær allan tímann og líklegar til að komast í lokaúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins. Valsliðið var ekki nógu sterkt á lokasprettinum og tapaði annað árið í röð í oddaleik í undanúrslitum. „Við vorum með þennan leik í höndunum þegar tæpar tvær mínútur voru eftir, með boltann og komnar fjórum stigum yfir. Eina sem við þurftum þá var skynsemi til að sigla þessu í höfn en við vorum langt í frá að vera skynsöm, töpuðu boltunum og gefum Snæfelli síðan opið þriggja stiga skot. Við vorum bara engan veginn nógu skynsöm," sagði Ágúst. „Það voru nokkrir kaflar í leiknum þegar ekkert gekk upp hjá okkur og allir voru að gera allt í einu. Það er samt ótrúlega svekkjandi að enda þennan leik svona því mér fannst við vera með undirtökin í þessum leik allan tímann," sagði Ágúst. Chynna Brown lék ekki með Snæfelli en hvaða áhrif hafði það á Valsliðið? „Þetta er bara einn leikur og Snæfellsliðið er rosalega gott. Snæfellsliðið er rosalega vel mannað lið, þær eru þunnskipaðar en þetta er bara einn leikur og það er svo auðvelt fyrir leikmenn að gíra sig upp í það. Auðvitað hafði það áhrif en þegar er bara einn leikur þá snýst þetta meira um vilja eins og þær sýndu í fráköstunum. Þær kála okkur í fráköstunum og eru með rosalega massívt lið," sagði Ágúst og bætti við: „Þær eru með besta leikmann deildarinnar, þær eru með mikilvægasta leikmann deildarinnar sem stjórnar þessu liði rosalega vel og svo með besta varnarmann deildarinnar. Liðið er vel þjálfað. Kaninn þeirra er góður en þær standa ekki og falla með kananum eins og þær sýndu í kvöld," sagði Ágúst.Ingi Þór: Mér líður eins og ég sé Íslandsmeistari Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, réð sér ekki fyrir kæti í leikslok eftir ótrúlegan karaktersigur hjá hans konum í kvöld en Snæfellskonur sigruðust á miklu mótlæti og komust kanalausar í lokaúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta er leikur fimm eins og þeir gerast bestir," sagði Ingi Þór og það var ekki mikið eftir af röddinni hans. „Það var mikil dramatík í gangi og mikið búið að ganga á. Ég hef verið ósáttur með sjálfan mig. Ég missti fókusinn og fór að væla yfir einhverju kjaftæði sem ég hef ekki áhrif á. Við misstum fókusinn í leik fjögur en nú mættu allar einbeittar," sagði Ingi Þór. „Við einbeittum okkur ekkert að því að vera með kannann meiddan fyrir utan liðið. Við vorum ekkert að spá í því og einbeittum okkur bara að því að standa okkur. Gróa labbaði ekki í gær og ég hlýt að vera með einhverjar galdrahendur því ég óð í lærið á henni og hún spilaði. Það voru margar maður leiksins en Gróa var algjörlega yndisleg," sagði Ingi Þór. „Við héldum þeim í 24 stigum í seinni hálfleik og það er vörnin sem er búin að koma okkur á þann stað sem við erum, deildarmeistarar og komin í úrslit í fyrsta sinn í sögu Snæfells. Mér líður eins og ég sé Íslandsmeistari. Ég veit hvernig tilfinningin er," sagði Ingi Þór. „Áhorfendurnir hérna voru geggjaðir og stuðningsmannasveitin skilaði þessum stoppum undir lokin og gaf stelpunum aukakraft því þær voru algjörlega búnar á því. Við spilum á fáum leikmönnum en ég held að fólk hafi fengið rúmlega fyrir peninginn hérna. Ég er óendanlega stoltur af mínu liði," sagði Ingi Þór. „Við erum að koma úr rosalegri rimmu og ég þakka Val fyrir skemmtilega rimmu. Það hefði mátt sýna þennan leik í sjónvarpi. Hann var mikið og gott sjónvarpsefni. Ég lofa því að við munum leggja okkur fram til síðasta manns í úrslitaeinvíginu," sagði Ingi Þór.Hildur Björg: Ekkert smá sætur sigur Hildur Björg Kjartansdóttir hitti kannski ekki vel í leiknum eins og fleiri en hún skilaði sínu í leiknum ekki síst varnarlega. Hildur Björg endaði með 15 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar og var að sjálfsögðu kát í leikslok. „Við ákváðum bara að sýna aðeins meiri baráttu en í síðustu leikjum og hafa gaman af þessu. Það held ég að hafi skilað sigrinum," sagði Hildur Björg eftir leikinn. Snæfellsliðið varð fyrir miklu mótlæti í seríunni og lék sem dæmi án Bandaríkjamanns í þessum leik. „Það þýðir ekkert að gefast upp og við vorum ekki tilbúnar að fara í sumarfrí. Við vorum vinnusamar og skynsamar í vörninni," sagði Hildur sem var ekkert að hengja haus þótt að boltinn vildu ekki ofan í hjá henni. „Það er allt í lagi á meðan hinar í liðinu eru að skora. Við erum með hörku lið og getum spilað bæði með og án kana," sagði Hildur sem sá til þess ásamt liðsfélögum sínum að frábært tímabil endaði ekki alltof snemma. „Það hefði verið mjög súrt ef þetta hefði endað í kvöld. Við ætluðum bara að klára okkur alveg í þessum leik og vera sáttar í leikslok hvernig sem hann myndi fara vitandi það að við hefðum lagt allt í hann. Þetta var ekkert smá sætur sigur," sagði Hildur.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Sigmundur meiddist og formaður dómaranefndar tók við flautunni Það vantar ekkert upp á dramatíkina í Fjárhúsinu í kvöld þar sem Snæfell mætir Val í oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. 25. mars 2014 19:54 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira
Sigmundur meiddist og formaður dómaranefndar tók við flautunni Það vantar ekkert upp á dramatíkina í Fjárhúsinu í kvöld þar sem Snæfell mætir Val í oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. 25. mars 2014 19:54