Moto GP í beinni á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2014 22:45 Valentino Rossi. Vísir/Getty Keppnismótaröðin í Moto mótorhjólakappakstri hefst um helgina og verður sýnt beint frá henni á Stöð 2 Sport. Fyrsta mótið er á dagskrá á sunnudagskvöldið og hefst útsending klukkan 19.00. Mótið fer fram í Katar en Unnar Már Magnússon mun lýsa því fyrir íslenska áhorfendur. „Þessi keppni hefur þá sérstöðu að hún fer fram í flóðlýsingu. Hún fer fram að nóttu til að staðartíma en sá háttur er hafður á til að geta sýnt hana á besta tíma í Evrópu,“ sagði Unnar. „Menn höfðu í fyrstu áhyggjur af því að lýsingin myndi gera ökumönnum erfiðara fyrir en þetta hefur gengið mjög vel síðustu árin.“ Alls eru átján mót á dagskrá mótaraðarinnar en henni lýkur í Valencia í nóvember. Keppt er í bæði stigakeppni ökuþóra og framleiðanda. Alls eru 23 ökumenn frá þrettán liðum sem taka þátt í aðalmótaröðinni en einnig er í minni mótaröðum sem nefnast Moto 2 og Moto 3. Fjórir ökuþórar hafa borið höfuð og herðar yfir aðra síðustu ár en það eru Valentino Rossi og Jorge Lorenzo hjá Yamaha og Dani Pedrosa og Marc Marquez hjá Honda. Upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu Moto GP. Íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira
Keppnismótaröðin í Moto mótorhjólakappakstri hefst um helgina og verður sýnt beint frá henni á Stöð 2 Sport. Fyrsta mótið er á dagskrá á sunnudagskvöldið og hefst útsending klukkan 19.00. Mótið fer fram í Katar en Unnar Már Magnússon mun lýsa því fyrir íslenska áhorfendur. „Þessi keppni hefur þá sérstöðu að hún fer fram í flóðlýsingu. Hún fer fram að nóttu til að staðartíma en sá háttur er hafður á til að geta sýnt hana á besta tíma í Evrópu,“ sagði Unnar. „Menn höfðu í fyrstu áhyggjur af því að lýsingin myndi gera ökumönnum erfiðara fyrir en þetta hefur gengið mjög vel síðustu árin.“ Alls eru átján mót á dagskrá mótaraðarinnar en henni lýkur í Valencia í nóvember. Keppt er í bæði stigakeppni ökuþóra og framleiðanda. Alls eru 23 ökumenn frá þrettán liðum sem taka þátt í aðalmótaröðinni en einnig er í minni mótaröðum sem nefnast Moto 2 og Moto 3. Fjórir ökuþórar hafa borið höfuð og herðar yfir aðra síðustu ár en það eru Valentino Rossi og Jorge Lorenzo hjá Yamaha og Dani Pedrosa og Marc Marquez hjá Honda. Upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu Moto GP.
Íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira