Íslenskur tölvuleikur á Playstation, X-box og Steam Hrund Þórsdóttir skrifar 17. apríl 2014 20:00 Nokkrir ungir íslenskir menn voru að koma heim frá Boston, þar sem þeir kynntu nýjan tölvuleik sem þeir hafa unnið að í tvö ár. Í gærkvöldi var leikurinn samþykktur af Steam, sem er stærsti dreifingaraðili PC leikja í heiminum, en hann kemur einnig út á Playstation og X-box. Heimurinn sem leikurinn gerist í nefnist Lumenox og innan hans eru fjórir guðir, Day, Night, Dusk og Dawn sem deila valdinu. Guðinn Nótt ætlar að hrifsa til sín völdin og Aaru, persóna spilarans, er undirmaður Dögunar og hann reynir að koma jafnvægi á aftur. „Þetta er svokallaður hopp og skopp leikur, tvívíður. Hann virkar í raun eins og Super Mario bros leikirnir gömlu, þ.e. þú hleypur á hlið í gegnum borðin frá a til b í rauninni,“ segir Jóhann Ingi Guðjónsson, markaðsstjóri Lumenox. Athygli hefur vakið að leikurinn er handteiknaður en auk þess býður hann upp á nýstárlega spilun. „Aðalhluturinn er að leikmaðurinn getur skotið kúlu og síðan „teleportað“ sig að kúlunni og þetta er nýtt í þessu formi leikja,“ segir Burkni Óskarsson, framkvæmdastjóri Lumenox. Þeir félagar komu frá Boston á þriðjudaginn en þar fengu þeir góðar undirtektir á tölvuleikjasýningunni Pax, sem er ein sú stærsta í heiminum. Vonast er til að leikurinn komi út innan tveggja mánaða, væntanlega fyrst á Playstation. „Við erum komnir með leikinn inn á Playstation og X-box og svo í gærkvöldi fengum við bréf frá Steam og þeir voru að hleypa okkur inn á kerfið þeirra til að selja Windows útgáfuna. Þetta er stærsti dreifingaraðili í heimi fyrir PC leiki svo þetta er bara frábært. Við erum komnir með þessa þrjá stærstu póla sem við viljum komast inn á,“ segir Burnki. Svo þetta er ykkar framtíðarstarf, eða hvað? „Já, klárlega,“ segir Jóhann. Leikurinn inniheldur ekkert blóð og allir mega spila hann. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Lumenox og Facebooksíðu fyrirtækisins. Leikjavísir Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Nokkrir ungir íslenskir menn voru að koma heim frá Boston, þar sem þeir kynntu nýjan tölvuleik sem þeir hafa unnið að í tvö ár. Í gærkvöldi var leikurinn samþykktur af Steam, sem er stærsti dreifingaraðili PC leikja í heiminum, en hann kemur einnig út á Playstation og X-box. Heimurinn sem leikurinn gerist í nefnist Lumenox og innan hans eru fjórir guðir, Day, Night, Dusk og Dawn sem deila valdinu. Guðinn Nótt ætlar að hrifsa til sín völdin og Aaru, persóna spilarans, er undirmaður Dögunar og hann reynir að koma jafnvægi á aftur. „Þetta er svokallaður hopp og skopp leikur, tvívíður. Hann virkar í raun eins og Super Mario bros leikirnir gömlu, þ.e. þú hleypur á hlið í gegnum borðin frá a til b í rauninni,“ segir Jóhann Ingi Guðjónsson, markaðsstjóri Lumenox. Athygli hefur vakið að leikurinn er handteiknaður en auk þess býður hann upp á nýstárlega spilun. „Aðalhluturinn er að leikmaðurinn getur skotið kúlu og síðan „teleportað“ sig að kúlunni og þetta er nýtt í þessu formi leikja,“ segir Burkni Óskarsson, framkvæmdastjóri Lumenox. Þeir félagar komu frá Boston á þriðjudaginn en þar fengu þeir góðar undirtektir á tölvuleikjasýningunni Pax, sem er ein sú stærsta í heiminum. Vonast er til að leikurinn komi út innan tveggja mánaða, væntanlega fyrst á Playstation. „Við erum komnir með leikinn inn á Playstation og X-box og svo í gærkvöldi fengum við bréf frá Steam og þeir voru að hleypa okkur inn á kerfið þeirra til að selja Windows útgáfuna. Þetta er stærsti dreifingaraðili í heimi fyrir PC leiki svo þetta er bara frábært. Við erum komnir með þessa þrjá stærstu póla sem við viljum komast inn á,“ segir Burnki. Svo þetta er ykkar framtíðarstarf, eða hvað? „Já, klárlega,“ segir Jóhann. Leikurinn inniheldur ekkert blóð og allir mega spila hann. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Lumenox og Facebooksíðu fyrirtækisins.
Leikjavísir Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið