Hættir í Sjálfstæðisflokki og verður bæjarstjóraefni Í-listans 8. maí 2014 12:39 Gísli Halldór Halldórsson hættir í Sjálfstæðisflokki og verður bæjarstjóraefni Í-listans. Gísli Halldór Halldórsson verður bæjarstjóraefni Í-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ. Gísli Halldór var oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu bæjarstjórnarkosningum og er núverandi formaður bæjarráðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var send á fjölmiðla. „Ég tel að framboð Í-listans eins og það sé núna, sýni mikla pólitíska breidd, ég held að það fari ekkert á milli mála að það sé kallað eftir því í okkar bæjarfélagi," segir Gísli Halldór Halldórsson í samtali við Vísi nú fyrir stundu. Í-listinn er framboð óháð stjórnmálaöflum á landsvísu. Að framboðinu standa einstaklingar sem vilja vinna að hag og velferð íbúanna. Oddviti flokksins, Arna Lára Jónsdóttir er flokksbundinn Samfylkingu og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. „Eftir mikla íhugun þá sýnist mér þetta vera það sem fólk kallar eftir; reynslu, hæfileikum og pólitískri breidd þar sem ólíkir aðilar koma saman og uer ekki bundnir klöfum flokkapólitíkur með sama hætti og áður. Ég met það þannig að þetta sé það sem get gert til að koma til móts við kjósendur." Í sameiginlegri yfirlýsingu oddvita Í-listans, Örnu Láru Jónsdóttur og Gísla Halldórs segir: „Sú ákvörðun Í-listans að gera mig að bæjarstjóraefni sínu undirstrikar enn frekar þessa þverpólitísku stöðu framboðsins. Ég er þess fullviss að reynsla mín til viðbótar þeirri breidd mannvals sem á Í-listanum er muni geta orðið Ísafjarðarbæ til farsældar á komandi árum. Sú ákvörðun að gefa kost á starfskröftum mínum sem bæjarstjóraefni Í-listans var tekin að vel yfirveguðu máli. Hún er rökrétt framhald af starfi mínu undanfarin ár í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ár, en á þeim tíma hef ég öðlast mikla þekkingu og reynt margt, flest jákvætt en einnig sitthvað neikvætt. Þessi ákvörðun tel ég einnig að sé í samræmi við óskir fjölmargra kjósenda um að gömlu flokkarnir verði ekki ráðandi í sveitarstjórn á næsta kjörtímabili og að starfa minna sé óskað" Gísli ákvað að bjóða ekki fram krafta sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í janúar á þessu ári. Sagði hann í samtali við Bæjarins bestu á Ísafirði þá að hann skorti samhljóm við aðra sjálfstæðismenn til að geta haldið áfram störfum fyrir flokkinn. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, er oddviti Sjálfstæðisflokksins en ætlar ekki að verða bæjarstjóri að loknum kosningum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson verður bæjarstjóraefni Í-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ. Gísli Halldór var oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu bæjarstjórnarkosningum og er núverandi formaður bæjarráðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var send á fjölmiðla. „Ég tel að framboð Í-listans eins og það sé núna, sýni mikla pólitíska breidd, ég held að það fari ekkert á milli mála að það sé kallað eftir því í okkar bæjarfélagi," segir Gísli Halldór Halldórsson í samtali við Vísi nú fyrir stundu. Í-listinn er framboð óháð stjórnmálaöflum á landsvísu. Að framboðinu standa einstaklingar sem vilja vinna að hag og velferð íbúanna. Oddviti flokksins, Arna Lára Jónsdóttir er flokksbundinn Samfylkingu og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. „Eftir mikla íhugun þá sýnist mér þetta vera það sem fólk kallar eftir; reynslu, hæfileikum og pólitískri breidd þar sem ólíkir aðilar koma saman og uer ekki bundnir klöfum flokkapólitíkur með sama hætti og áður. Ég met það þannig að þetta sé það sem get gert til að koma til móts við kjósendur." Í sameiginlegri yfirlýsingu oddvita Í-listans, Örnu Láru Jónsdóttur og Gísla Halldórs segir: „Sú ákvörðun Í-listans að gera mig að bæjarstjóraefni sínu undirstrikar enn frekar þessa þverpólitísku stöðu framboðsins. Ég er þess fullviss að reynsla mín til viðbótar þeirri breidd mannvals sem á Í-listanum er muni geta orðið Ísafjarðarbæ til farsældar á komandi árum. Sú ákvörðun að gefa kost á starfskröftum mínum sem bæjarstjóraefni Í-listans var tekin að vel yfirveguðu máli. Hún er rökrétt framhald af starfi mínu undanfarin ár í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ár, en á þeim tíma hef ég öðlast mikla þekkingu og reynt margt, flest jákvætt en einnig sitthvað neikvætt. Þessi ákvörðun tel ég einnig að sé í samræmi við óskir fjölmargra kjósenda um að gömlu flokkarnir verði ekki ráðandi í sveitarstjórn á næsta kjörtímabili og að starfa minna sé óskað" Gísli ákvað að bjóða ekki fram krafta sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í janúar á þessu ári. Sagði hann í samtali við Bæjarins bestu á Ísafirði þá að hann skorti samhljóm við aðra sjálfstæðismenn til að geta haldið áfram störfum fyrir flokkinn. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, er oddviti Sjálfstæðisflokksins en ætlar ekki að verða bæjarstjóri að loknum kosningum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira