Matur

David Beckham elskar Búlluna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Knattspyrnugoðið David Beckham fékk sér hamborgara á Hamborgarabúllunni í London í gær.

Það er greinilegt að David finnst borgararnir á íslenska hamborgarastaðnum afar góðir því þetta er í þriðja sinn sem hann heimsækir staðinn á nokkrum vikum.

Hamborgarabúllan opnaði í London árið 2012 en David heimsótti staðinn fyrst í lok mars. Þá var hann með son sinn Romeo með sér og tylltu þeir sér á staðnum og gæddu sér á borgara.

Búllan virðist njóta mikilla vinsælda í London því aðrar stjörnur sem hafa borðað þar eru tónlistarmaðurinn Jamie Cullum og sjónvarpskonan Claudia Winkleman.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.