Oddvitaáskorunin - Skila fjármunum í menntakerfið Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2014 11:36 Ég er...til vinstri. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ólafur Þór Gunnarsson leiðir lista Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Vinstri græn og félagshyggjufólk vilja að Kópavogur sé samfélag þar sem allir geta lifað með reisn á öllum æviskeiðum. Við viljum að virðing sé borin fyrir margbreytileikanum og að íbúar séu þátttakendur í ákvörðunum er varða samfélagsleg málefni. VGF leggja áherslu á forgangsröðun í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Það á að vera eftirsóknarvert fyrir barnafólk að búa í Kópavogi og Kópavogsbær á að vera eftirsóknarverður vinnustaður í mennta- og velferðarmálum. Því þarf að skila aftur þeim fjármunum sem teknir hafa verið úr menntakerfinu frá hruni og efla velferðarkerfið. VGF eru með sjónarmið félagshyggju, velferðar, umhverfisverndar og kvenfrelsis að leiðarljósi allri stefnumótun. Við viljum efla samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, því við teljum að allir íbúar höfuðborgarsvæðisins eigi rétt á sambærnilegri þjónustu. Vinstri græn of félagshyggjufólk er nýr valkostur fyrir Kópavogsbúa. Við bjóðum fram gott fólk til þjónandi forystu fyrir bæjarbúa Samfélag fyrir alla! YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornbjarg og svæðið þar í kring, einnig suðausturhornið með glæsilegri jöklasýn. Hundar eða kettir? Hundar (er með ofnæmi fyrir köttum). Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fiskur í öllum regnbogans litum. Ég og sonurinn Helgi Hrafn. Man ekki hvort hann kom á undan í mark. Hvernig bíl ekur þú? Renault Megane með mikla reynslu, og er kominn með kosningarétt. Besta minningin? Fyrsti dansinn við konuna mína á Borginni haustið 1984. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já af lögreglunni í Archangelsk fyrir að brjóta útgöngubann (ég var 17 ára). Hverjum sérðu mest eftir? Móður minni. Ég og Grímur eins og Össur Skarp kallar hann. Draumaferðalagið? Óbyggðir Alaska og norður Kanada (helst á reiðhjóli) Hefur þú migið í saltan sjó? Já ég var messagutti hjá Sambandinu tvö sumur. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að draga reiðhjólið mitt á handafli yfir stærstu eyðimörk Evrópu, Dyngjusand. Það tók 12 tíma að komast 15 kílómetra. Hefur þú viðurkennt mistök? Já iðulega, flest smá en sum stærri. Og lært af þeim öllum. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni minni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu [email protected]. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Vinstri græn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Góðan bæ betri Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, 14. maí 2014 10:25 Oddvitaáskorunin - Vilja auka við gæðastundir fjölskyldunnar Birkir Jón leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. 29. maí 2014 11:52 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ólafur Þór Gunnarsson leiðir lista Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Vinstri græn og félagshyggjufólk vilja að Kópavogur sé samfélag þar sem allir geta lifað með reisn á öllum æviskeiðum. Við viljum að virðing sé borin fyrir margbreytileikanum og að íbúar séu þátttakendur í ákvörðunum er varða samfélagsleg málefni. VGF leggja áherslu á forgangsröðun í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Það á að vera eftirsóknarvert fyrir barnafólk að búa í Kópavogi og Kópavogsbær á að vera eftirsóknarverður vinnustaður í mennta- og velferðarmálum. Því þarf að skila aftur þeim fjármunum sem teknir hafa verið úr menntakerfinu frá hruni og efla velferðarkerfið. VGF eru með sjónarmið félagshyggju, velferðar, umhverfisverndar og kvenfrelsis að leiðarljósi allri stefnumótun. Við viljum efla samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, því við teljum að allir íbúar höfuðborgarsvæðisins eigi rétt á sambærnilegri þjónustu. Vinstri græn of félagshyggjufólk er nýr valkostur fyrir Kópavogsbúa. Við bjóðum fram gott fólk til þjónandi forystu fyrir bæjarbúa Samfélag fyrir alla! YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornbjarg og svæðið þar í kring, einnig suðausturhornið með glæsilegri jöklasýn. Hundar eða kettir? Hundar (er með ofnæmi fyrir köttum). Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fiskur í öllum regnbogans litum. Ég og sonurinn Helgi Hrafn. Man ekki hvort hann kom á undan í mark. Hvernig bíl ekur þú? Renault Megane með mikla reynslu, og er kominn með kosningarétt. Besta minningin? Fyrsti dansinn við konuna mína á Borginni haustið 1984. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já af lögreglunni í Archangelsk fyrir að brjóta útgöngubann (ég var 17 ára). Hverjum sérðu mest eftir? Móður minni. Ég og Grímur eins og Össur Skarp kallar hann. Draumaferðalagið? Óbyggðir Alaska og norður Kanada (helst á reiðhjóli) Hefur þú migið í saltan sjó? Já ég var messagutti hjá Sambandinu tvö sumur. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að draga reiðhjólið mitt á handafli yfir stærstu eyðimörk Evrópu, Dyngjusand. Það tók 12 tíma að komast 15 kílómetra. Hefur þú viðurkennt mistök? Já iðulega, flest smá en sum stærri. Og lært af þeim öllum. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni minni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu [email protected].
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Vinstri græn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Góðan bæ betri Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, 14. maí 2014 10:25 Oddvitaáskorunin - Vilja auka við gæðastundir fjölskyldunnar Birkir Jón leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. 29. maí 2014 11:52 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Góðan bæ betri Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, 14. maí 2014 10:25
Oddvitaáskorunin - Vilja auka við gæðastundir fjölskyldunnar Birkir Jón leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. 29. maí 2014 11:52