Strákarnir okkar mæta Portúgal á Ísafirði Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. maí 2014 18:22 Snorri Steinn og strákarnir halda vestur. Vísir/Getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta mæta Portúgal í þremur vináttulandsleikjum í næstu viku. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir HM-umspilið gegn Bosníu. Fyrsti leikurinn fer fram á sunnudaginn í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði. Um er að ræða sjálfan Sjómannadaginn og má því búast við mikilli stemningu í Ísafjarðarbæ. Eins og BB.is greinir frá í frétt sinni um leikinn er þetta í fyrsta skipti síðan 1997 að landsleikur í handbolta fer fram á Ísafirði en Ísland vann Kína, 27-24, þar í bæ fyrir 17 árum.Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir í samtali við Vísi að annar leikurinn fari fram að Varmá í Mosfellsbæ á mánudaginn eftir viku en leikstaður þriðja leiksins verður ekki endanlega ákveðinn fyrr en á morgun. Landsliðshópurinn verður að sama skapi kynntur á morgun en fyrir áhugasama Ísfirðinga hefst miðasala í Neista á morgun og stendur til föstudags. „Húsið opnar kl 14 og það er andlitsmálun í boði og fánar og annað til sölu á svæðinu. Allir hvattir til að mæta í bláu og hvetja Ísland áfram. Allir sem koma fá einnig svokalla klöppu, þ.e. harðpappír með þjóðfánanum sem er brotinn saman og notaður til að klappa með miklum látum!“ segir Bragi Rúnar Axelsson hjá handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði í samtali við BB.is. KFÍ-TV sýnir svo beint frá leiknum en það er í fyrsta skipti sem stöðin sýnt beint frá landsleik. Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta mæta Portúgal í þremur vináttulandsleikjum í næstu viku. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir HM-umspilið gegn Bosníu. Fyrsti leikurinn fer fram á sunnudaginn í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði. Um er að ræða sjálfan Sjómannadaginn og má því búast við mikilli stemningu í Ísafjarðarbæ. Eins og BB.is greinir frá í frétt sinni um leikinn er þetta í fyrsta skipti síðan 1997 að landsleikur í handbolta fer fram á Ísafirði en Ísland vann Kína, 27-24, þar í bæ fyrir 17 árum.Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir í samtali við Vísi að annar leikurinn fari fram að Varmá í Mosfellsbæ á mánudaginn eftir viku en leikstaður þriðja leiksins verður ekki endanlega ákveðinn fyrr en á morgun. Landsliðshópurinn verður að sama skapi kynntur á morgun en fyrir áhugasama Ísfirðinga hefst miðasala í Neista á morgun og stendur til föstudags. „Húsið opnar kl 14 og það er andlitsmálun í boði og fánar og annað til sölu á svæðinu. Allir hvattir til að mæta í bláu og hvetja Ísland áfram. Allir sem koma fá einnig svokalla klöppu, þ.e. harðpappír með þjóðfánanum sem er brotinn saman og notaður til að klappa með miklum látum!“ segir Bragi Rúnar Axelsson hjá handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði í samtali við BB.is. KFÍ-TV sýnir svo beint frá leiknum en það er í fyrsta skipti sem stöðin sýnt beint frá landsleik.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira