Atkvæðið endaði á Grænlandi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. maí 2014 17:22 „Ég fæ atkvæðið örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, kjósandi, sem fékk símtal í morgun þess efnis að atkvæði hans í sveitarstjórnarkosningunum sem hann skilaði til Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og senda átti til Akureyrar hefði endað í Grænlandi. „Ég kaus utankjörstaðar í Laugardalnum í gærkvöldi og tók atkvæðið með mér í sérstöku umslagi þar sem það var orðið of seint að setja það í póst til að það myndi skila sér,“ segir Gunnlaugur. Hann fór síðan upp í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, sem sá um það fyrir hann að setja atkvæðið í flug með Flugfélagi Íslands til Akureyrar, sem endaði með fyrrgreindum hætti.Hafsteinn Valsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir sögu Gunnlaugs. „Já, þetta er rétt, atkvæðið fór til Nuuk í Grænlandi og það var ekki bara þetta eina atkvæði, heldur líka kassi af mintum,“ segir Hafsteinn. Hann segir Gunnlaug verða að kjósa aftur og hægt sé að koma næsta atkvæði á réttan stað. „Ég minnist þess ekki að þetta hafi gerst áður, atkvæði hafa farið til annars landshluta en ekki til annars lands,“ segir Hafsteinn. Gunnlaugur er ekki par sáttur við Flugfélag Íslands vegna málsins. „Ég hef ekki hugmynd hvað verður um atkvæðið mitt, þeir hljóta að þurfa að skila því eitthvað, þetta er trúnaðarpóstur. Þessi póstur er mitt persónulega atkvæði, þeir algjörlega klúðruðu þessu.“ „Ég fæ það örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur að lokum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
„Ég fæ atkvæðið örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, kjósandi, sem fékk símtal í morgun þess efnis að atkvæði hans í sveitarstjórnarkosningunum sem hann skilaði til Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og senda átti til Akureyrar hefði endað í Grænlandi. „Ég kaus utankjörstaðar í Laugardalnum í gærkvöldi og tók atkvæðið með mér í sérstöku umslagi þar sem það var orðið of seint að setja það í póst til að það myndi skila sér,“ segir Gunnlaugur. Hann fór síðan upp í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, sem sá um það fyrir hann að setja atkvæðið í flug með Flugfélagi Íslands til Akureyrar, sem endaði með fyrrgreindum hætti.Hafsteinn Valsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir sögu Gunnlaugs. „Já, þetta er rétt, atkvæðið fór til Nuuk í Grænlandi og það var ekki bara þetta eina atkvæði, heldur líka kassi af mintum,“ segir Hafsteinn. Hann segir Gunnlaug verða að kjósa aftur og hægt sé að koma næsta atkvæði á réttan stað. „Ég minnist þess ekki að þetta hafi gerst áður, atkvæði hafa farið til annars landshluta en ekki til annars lands,“ segir Hafsteinn. Gunnlaugur er ekki par sáttur við Flugfélag Íslands vegna málsins. „Ég hef ekki hugmynd hvað verður um atkvæðið mitt, þeir hljóta að þurfa að skila því eitthvað, þetta er trúnaðarpóstur. Þessi póstur er mitt persónulega atkvæði, þeir algjörlega klúðruðu þessu.“ „Ég fæ það örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur að lokum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira