Rússneski tígurinn fær sína stærstu prófraun á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. júní 2014 22:45 Rússneski bardagamaðurinn Rustam Khabilov berst við fyrrum léttvigtarmeistara UFC, Benson Henderson, á laugardagskvöldið en þetta verður stærsti bardagi hans á ferlinum hingað til. Khabilov er gríðarlega fær glímumaður og hefur tvisvar sigrað bardaga eftir að hafa kastað mönnum á hausinn. Khabilov hefur gengið vel í öllum þremur UFC bardögum sínum. Tveir af þeim hafa þó endað með óvenjulegum hætti. Í hans fyrsta bardaga lyfti hann andstæðing sínum, Vinc Pichel, og kastaði honum endurtekið á hausinn með svo kölluðu „suplex“ kasti. Í þriðja kastinu lenti Pichel á hausnum með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þetta var í annað sinn á ferlinum sem Khabilov sigrar eftir rothögg með „suplex“ kasti. Bardagann má sjá hér að ofan. Andstæðingur Khabilov um helgina verður hans erfiðasti til þessa, fyrrum léttvigtarmeistarinn Ben Henderson. Henderson er í 2. sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni á meðan Khabilov er í því 12. Því kom það á óvart að þeir skyldu hafa verið paraðir saman. Það kom svo mikið á óvart að vangaveltur hafa verið uppi um hvort Henderson hafi ruglast á Rússum. Annar Rússi í léttvigtinni, Khabib Nurmagomedov, var í vandræðum með að fá andstæðing og lét hafa eftir sér á Twitter að enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann. Stuttu seinna bauð Khabilov fyrrum léttvigtarmeistaranum að berjast við sig á kurteisan hátt á Twitter. Henderson sagði að þar sem enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann væri hann tilbúinn. Þetta svar Henderson bendir til að hann hafi ruglast á Rússunum tveimur enda Khabib og Khabilov nokkuð líkt þó annað sé fornafn og hitt eftirnafn. Slíkt hefur þó áður gerst en umboðsmaður Rafael Dos Anjos samþykkti bardaga við Khabilov haldandi að um væri að ræða Khabib Nurmagomedov. Þrátt fyrir að Henderson sé ofar í léttvigtinni verður þetta afar athyglisverð rimma. Henderson er góður glímumaður en það verður forvitnilegt að sjá hvort að Khabilov nái að taka Henderson niður. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC Fight Night um helgina en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nánari útlistun á Khabilov má lesa hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira
Rússneski bardagamaðurinn Rustam Khabilov berst við fyrrum léttvigtarmeistara UFC, Benson Henderson, á laugardagskvöldið en þetta verður stærsti bardagi hans á ferlinum hingað til. Khabilov er gríðarlega fær glímumaður og hefur tvisvar sigrað bardaga eftir að hafa kastað mönnum á hausinn. Khabilov hefur gengið vel í öllum þremur UFC bardögum sínum. Tveir af þeim hafa þó endað með óvenjulegum hætti. Í hans fyrsta bardaga lyfti hann andstæðing sínum, Vinc Pichel, og kastaði honum endurtekið á hausinn með svo kölluðu „suplex“ kasti. Í þriðja kastinu lenti Pichel á hausnum með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þetta var í annað sinn á ferlinum sem Khabilov sigrar eftir rothögg með „suplex“ kasti. Bardagann má sjá hér að ofan. Andstæðingur Khabilov um helgina verður hans erfiðasti til þessa, fyrrum léttvigtarmeistarinn Ben Henderson. Henderson er í 2. sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni á meðan Khabilov er í því 12. Því kom það á óvart að þeir skyldu hafa verið paraðir saman. Það kom svo mikið á óvart að vangaveltur hafa verið uppi um hvort Henderson hafi ruglast á Rússum. Annar Rússi í léttvigtinni, Khabib Nurmagomedov, var í vandræðum með að fá andstæðing og lét hafa eftir sér á Twitter að enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann. Stuttu seinna bauð Khabilov fyrrum léttvigtarmeistaranum að berjast við sig á kurteisan hátt á Twitter. Henderson sagði að þar sem enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann væri hann tilbúinn. Þetta svar Henderson bendir til að hann hafi ruglast á Rússunum tveimur enda Khabib og Khabilov nokkuð líkt þó annað sé fornafn og hitt eftirnafn. Slíkt hefur þó áður gerst en umboðsmaður Rafael Dos Anjos samþykkti bardaga við Khabilov haldandi að um væri að ræða Khabib Nurmagomedov. Þrátt fyrir að Henderson sé ofar í léttvigtinni verður þetta afar athyglisverð rimma. Henderson er góður glímumaður en það verður forvitnilegt að sjá hvort að Khabilov nái að taka Henderson niður. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC Fight Night um helgina en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nánari útlistun á Khabilov má lesa hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira