Skömm Framsóknarflokksins Óskar Steinn Ómarsson skrifar 5. júní 2014 11:12 Framsóknarflokkurinn hefur verið duglegur við að taka upp hanskann fyrir rasista undanfarið. Forsætisráðherra birti nýlega pistil þar sem hann réðist harkalega að þeim sem höfðu vogað sér að gagnrýna oddvita flokksins í Reykjavík eftir ummæli hennar um fyrirhugaða mosku. Um ummælin sjálf eða ummæli þeirra, sem í kjölfarið hafa keppst við að úthúða múslimum á kommentakerfunum, sagði forsætisráðherra ekki orð. Í útvarpinu í gærmorgun biðlaði svo félagsmálaráðherra til fólks að sýna skoðunum annarra umburðarlyndi. Hún bætti svo við að það væri hið eðlilegasta mál að í fjölmenningarsamfélögum yrðu árekstrar. Það er svolítið eins og að segja að nauðganir séu eðlilegur hlutur á útihátíðum. Þessi málflutningur gerir lítið úr ábyrgð þeirra sem halda uppi hatursorðræðu gegn minnihlutahópum. Það er nefnilega ekkert eðlilegt við fordóma og útlendingahatur. Í alvöru talað. Síðan þetta mál kom í umræðuna hafa hatursfullir Íslendingar úthúðað múslimum á internetinu, og talsmönnum þeirra verið hótað lífláti. Á síðasta ári var svínshausum dreift á lóð fyrirhugaðrar mosku. Þetta er ekkert djók. Það er ekkert hægt að skauta framhjá þessu. Í Noregi voru menn blindir fyrir þessu og 22. júlí 2011 voru 69 ungmenni skotin til bana af manni sem var hræddur við múslima. Ég óska eftir því að forsætisráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum og lýsi því opinberlega yfir að rasismi og útlendingahatur eigi ekki heima á Íslandi. Óskar Steinn Ómarsson, Formaður Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Skoðun Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur verið duglegur við að taka upp hanskann fyrir rasista undanfarið. Forsætisráðherra birti nýlega pistil þar sem hann réðist harkalega að þeim sem höfðu vogað sér að gagnrýna oddvita flokksins í Reykjavík eftir ummæli hennar um fyrirhugaða mosku. Um ummælin sjálf eða ummæli þeirra, sem í kjölfarið hafa keppst við að úthúða múslimum á kommentakerfunum, sagði forsætisráðherra ekki orð. Í útvarpinu í gærmorgun biðlaði svo félagsmálaráðherra til fólks að sýna skoðunum annarra umburðarlyndi. Hún bætti svo við að það væri hið eðlilegasta mál að í fjölmenningarsamfélögum yrðu árekstrar. Það er svolítið eins og að segja að nauðganir séu eðlilegur hlutur á útihátíðum. Þessi málflutningur gerir lítið úr ábyrgð þeirra sem halda uppi hatursorðræðu gegn minnihlutahópum. Það er nefnilega ekkert eðlilegt við fordóma og útlendingahatur. Í alvöru talað. Síðan þetta mál kom í umræðuna hafa hatursfullir Íslendingar úthúðað múslimum á internetinu, og talsmönnum þeirra verið hótað lífláti. Á síðasta ári var svínshausum dreift á lóð fyrirhugaðrar mosku. Þetta er ekkert djók. Það er ekkert hægt að skauta framhjá þessu. Í Noregi voru menn blindir fyrir þessu og 22. júlí 2011 voru 69 ungmenni skotin til bana af manni sem var hræddur við múslima. Ég óska eftir því að forsætisráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum og lýsi því opinberlega yfir að rasismi og útlendingahatur eigi ekki heima á Íslandi. Óskar Steinn Ómarsson, Formaður Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar