Matur

Kaffihristingur - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Góður hristingur hefur aldrei svikið neinn en þessi hristingur er tilvalinn á fallegum sumardögum - þó fáir séu hér á landi.

Kaffihristingur

200 ml kalt kaffi

250 ml mjólk

6 kúfaðar skeiðar vanilluís

2 tsk Nutella (má sleppa)

Þeyttur rjómi ofan á (má sleppa)



Setjið kaffi, mjólk, ís og nutella í blandara og blandið vel saman. Hellið í þrjú meðalstór glös og skreytið með þeyttum rjóma. Berið strax fram með röri og njótið í botn.

Fengið hér.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.