Matur

Grillaður BBQ lambahryggur

Eva Laufey skrifar

Eva Laufey sótti Völund Snæ, stjörnukokk heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja.

Völli bauð meðal annars upp á ljúffengan BBQ lambahrygg, pottsteikt grænmeti, sumarlegt salsa og hressandi greipaldindrykk með myntulaufum.

Þessir réttir eiga eftir að koma ykkur í sumargírinn. Alveg frábærar uppskriftir sem allir ættu að prófa.

Grillaður BBQ lambahryggur

Fyrir fjóra

1 lambahryggur (skorinn í tvennt þvert fyrir miðju)

Marinering:

2 msk ferskt rifið engifer

2 msk ferskur rifin hvítlaukur

1 dl safi úr ferskum sítrónum eða lime

1 dl soya sósa

1 tsk cummen duft

1 tsk papriku duft

1 tsk marsala

(1 dl tómatsósa sem bætt er við síðar.)

Grænmeti:

2 msk. Olífuolía

1 lítid butternut grasker (eða tvær sætar kartöflur)

1 rauðlaukur (skorinn í strimla)

2 stilkar sellerí (smátt skorið)

1 lítill haus spergilkál (skorið í littla hausa)

Salt og pipar

Aðferð:

Lambahryggur:

Kross skerið í fituna þannig að marineringin komist betur að kjötinu og fitan bráðni betur við grillun. Skerið niður með hryggnum meðfram beini alveg niður að rifjum beggja vegna. Látið í eldfast mót og marineringuna yfir í um það bil tvo klukkutíma.

Marinering:

Öllu blandad saman (nema tómatsósunni) og sett yfir lambið.

Grænmetið:

Hitið passlega stóran pott med loki, setjið olíuna í og svo allt grænmetið í pottinn og létt steikið. Lokið sett yfir og hitin lækkaður, látið eldast i um það bil 15-20 mín.

Grillun:

Grillið lambið á meðal hita þar til puran er fallega gyllt. Það er áríðandi að vinna vel á grillinu og passa að ekki komi upp eldur. Snúið hryggnum við og lokið grillinu í 10-20 mín (fer eftir hita grillsins og stærð hryggjarins).

Þegar lambið er tilbúið er það látið hvíla og svo skorið af beinin. Marineringin er tekin og sett í pott og hún hituð aðeins upp. Tómatsósunni bætt við og þá er BBQ sósan tilbúin.

Grænmetið er sett á disk ásamt kjötinu sem gott er að skera í sneiðar. Berið svo fram með BBQ sósunni.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.