Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Samsung-vellinum skrifar 24. júlí 2014 17:11 Hetjunni Atla Jóhannssyni fagnað eftir sigurmarkið. Vísir/Daníel Atli Jóhannsson var hetja Stjörnunnar er hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á Motherwell með stórkostlegu marki í uppbótartíma. Motherwell hafði komist tvívegis yfir í leiknum með mörkum þeirra Steven Hammell og Lionel Ainsworth. Fyrra jöfnunarmark Stjörnunnar kom úr vítaspyrnu Ólafs Karls Finsen en það var þriðja mark Stjörnunnar úr víti í rimmunni. Eftir að Motherwell komst í 2-1 forystu virtist öll von úti fyrir heimamenn en þeir gáfust ekki upp og skoraði varamaðurinn Rolf Toft frábært jöfnunarmark á 85. mínútu. Framlengingin fór svo af stað með látum þar sem bæði lið fengu færi til að skora. En það var svo magnaður þrumufleygur Atla í slána og inn sem gerði út um einvígið. Stjörnumenn fögnuðu gríðarlega og ekki síst þeir fjölmörgu áhorfendur í stúkunni sem voru frábærir í kvöld. Sungu og trölluðu allan leikinn en Silfurskeiðin á heiður skilin fyrir stuðninginn í kvöld. Stjarnan mætir Lech Poznan í þriðju umferð keppninnar en það er ljóst að mark Atla var dýrmætt fyrir gjaldkera Stjörnunnar sem fagnaði líklega einna manna mest. Evrópuævintýri Garðbæinga heldur því áfram. Eins og var viðbúið byrjuðu Skotarnir af miklum krafti og ætluðu greinilega að gera út um rimmunna strax í upphafi. Eitthvað voru taugarnar að stríða Stjörnumönnum sem gerðu sig seka um nokkur mistök. Skotarnir náðu að færa sér eitt slíkt í nyt á elleftu mínútu þegar þeir fengu sína þriðju hornspyrnu í leiknum. Bakvörðurinn Hammell var skilinn eftir einn á auðum sjó í miðjum vítateignum og hann þakkaði fyrir sig með því að afgreiða auðvelt skallamark í netið. Garðbæingar voru nokkrar mínútur að ná áttum eftir þetta en fundu taktinn eftir því sem leið á leikinn, ekki síst vegna þess frábæra stuðnings sem þeir fengu úr þéttsetinni stúkunni. Stjarnan missti reyndar Veigar Pál út af vegna meiðsla á 26. mínútu en varamaður hans, Rolf Toft, kom með fínan kraft inn í leikinn sem Garðbæingar náðu að nýta sér. Eftir nokkur hálffæri fengu Stjörnumenn réttilega dæmt víti þegar brotið var á Atla Jóhannssyni. Var það þriðja víti Stjörnunnar í rimmunni og rétt eins og í hin skiptin afgreiddi Ólafur Karl boltann örugglega í netið. Það var mikill kraftur í Skotunum í upphafi síðari hálfleiks en Stjörnumenn svöruðu í sömu mynt og bæði lið fengu góð færi. Heimamenn sluppu fyrir horn þegar Daníel Laxdal skaut í eigin stöng en urðu að játa sig sigraða á 66. mínútu. Josh Law sótti þá upp vinstri kantinn og gaf einfalda fyrirgjöf á fjarstöng sem Ainsworth stýrði í netið af stuttu færi. Stjörnumenn héldu þó áfram og voru gjörsamlega óþreytandi. Það virtist ætla að ganga illa að skapa þetta eina færi sem þeir þurftu til að jafna metin en á 85. mínútu kom það. Atli fékk pláss fyrir framan vítateiginn, fann Toft sem lék varnarmenn Skotanna grátt og skoraði með föstu skoti. Skotarnir voru slegnir af laginu og virtust þreyttir. Engu að síður var mikið fjör í fyrri hálfleik framlengingarinnar og bæði lið gerðu sig líkleg til að skora. En þegar leikurinn virtist ætla að fjara út í síðari hálfleiknum kom þetta glæsilega sigurmark Atla sem kom að því virtist upp úr þurru. Eftir stendur þessi glæsilegi sigur Stjörnumanna og ógleymanleg kvöldstund fyrir alla Garðbæinga. Allir leikmenn Stjörnunnar áttu stórleik í kvöld en ekki síst þeir Præst og Atli á miðjunni. Þeir voru einfaldlega framúrskarandi og stjórnuðu miðjunni lengst af í leiknum. Ingvar átti einnig góðan dag í markinu, kantmennirnir báðir voru afar sprækir og Toft kom inn í leikinn af miklum krafti. Fyrst og fremst var þetta þó sigur liðsheildarinnar hjá Stjörnunni og verður að hrósa Garðbæingum fyrir þá miklu seiglu sem leikmenn sýndu í kvöld og óbilandi baráttuhug gegn þessu öfluga skoska liði. Rúnar Páll: Við misstum aldrei trúnaRúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var vitanlega í skýjunum með sigurinn á Motherwell í kvöld. „Þetta var bara ótrúlegt,“ sagði hann um sigurmark Atla Jóhannssonar í framlengingunni. „Það var ótrúlegt að fá þetta mark í lokin en við trúðum samt alltaf að við gætum unnið.“ „Við sýndum í seinni hálfleik og framlengingunni að við værum sterkari aðilinn. Þeir voru aðallega í löngum boltum og sköpuðu sér ekki mikið.“ Hann sagði að það hefði verið lögð áhersla á að stöðva kantspilið hjá Motherwell og að það hefði gengið vel. „Þeir fengu svo fullt af hornspyrnum og við vissum að það stafaði hætta af þeim. Þeir skoruðu eftir horn snemma og svo sváfum við á verðinum í seinna markinu. Það var bara léleg varnarvinna.“ „Við sköpuðum helling af færum í þessum leik og það kom mikill kraftur í leikinn með varamönnunum. Allir stóðu sig frábærlega.“ Stjarnan lenti fjórum sinnum undir í rimmunni en stóð uppi sem sigurvegari. „Við höfum sýnt áður í sumar að við gefumst aldrei upp. Það er þvílík seigla og strákarnir eru hrikalega duglegir. Ég er mjög stoltur af þeim - þeir gefast aldrei upp.“ „Við átum miðjuna og þeir komust einfaldlega ekki í gegnum okkur þar. Leikskipulagið gekk mjög vel upp hjá okkur.“ McCall: Ekki vandræðalegt að tapa fyrir StjörnunniStuart McCall, fyrrum landsliðsmaður Skota og knattspyrnustjóri Motherwell, var eðlilega afar niðurlútur á blaðamannafundi í leikslok. „Við hefðum getað drepið leikinn í stöðunni 2-1 en gerðum það ekki. Jöfnunarmarkið þeirra var slakt af okkar hálfu,“ sagði hann. „Við fengum svo 2-3 færi til að klára leikinn í fyrri hálfleik framlengingarinnar áður en þeir skoruðu þriðja markið. Aftur var það léleg varnarvinna hjá okkur.“ Hann var spurður af skoskum blaðamanni hvort það hefði verið vandræðalegt að tapa fyrir Stjörnunni. „Nei, alls ekki,“ svaraði hann. „Auðvitað eru þetta gríðarlega mikil vonbrigði en við misstum bara einbeitinguna. Við hleyptum þeim aftur inn í leikinn þegar við áttum að klára dæmið.“ Hann sagði að vítið sem Stjarnan fékk hafi verið réttur dómur, rétt eins og í vítunum tveimur sem Garðbæingar fengu í fyrri leiknum. Atli: Var búinn að kaupa miða á ÞjóðhátíðHélt fyrst að boltinn hefði farið yfir þegar hann skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Motherwell. Atli Jóhannsson brosti breitt í viðtölum við fjölmiðla eftir 3-2 sigur Stjörnunnar á Motherwell í kvöld en hann tryggði sínum mönnum sigur með glæsilegu marki í framlengingu. „Það var smá yfirvinna hjá okkur í dag en Ingvar var eitthvað slappur í markinu og við ákváðum að sleppa vítakeppninni,“ sagði Atli í léttum dúr. Markið dýrmæta skoraði hann eftir að hafa fengið boltann eftir innkast Ólafs Karls Finsen en Atli viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hugsa neitt sérstakt þegar hann lét bara vaða að marki. „Það kom hlaup frá framliggjandi miðjumanni og ég fór því í hans stöðu. Það fylgdi mér enginn og þá var ekkert annað að gera en að negla á markið, enda með vindinn í bakið.“ Atli virtist einfaldlega hissa þegar hann horfði á eftir boltanum í markið. „Ég sá ekki hvert boltinn fór. Ég hélt fyrst að hann hafði farið yfir. Svo sá ég Ólaf Karl brosa út að eyrum og þá þurfti maður að finna eitthvað fagn. Það gekk eitthvað illa - menn trúðu þessu bara ekki.“ Hann lofaði þó lið Motherwell og sagði að þar væri sterkt lið á ferð. „Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hversu öflugt þetta lið er. Það er mikill hraði í spilinu og alltaf eitthvað að gerast - því var það svo sterkt hjá okkur að koma til baka, og það tvisvar.“ „Þetta er skemmtilegt. Á þessum lifum við. Stuðningsmennirnir voru frábærir og menn vilja oft hætta að hvetja þegar liðið lendir undir en það gerðist ekki í kvöld. Við þurfum líka á slíkum stuðningi að halda og þeir hjálpuðu okkur að koma til baka.“ Stjarnan mætir næst Lech Poznan frá Póllandi og Atla líst vel á þá rimmu. „Ég var reyndar búinn að bóka miða á Þjóðhátíð og þarf því að breyta mínum plönum eitthvað. En þetta er ævintýri sem heldur áfram hjá okkur.“ Ólafur Karl: Silfurskeiðin kemur manni alltaf á óvart„Tilfinningin er frábær. Það er ótrúlega gaman að geta glatt svona mikið af fólki,“ sagði Ólafur Karl Finsen eftir magnaðan 3-2 sigur Stjörnunnar á Motherwell í kvöld. „Við elskum þetta líka - þetta var frábært,“ sagði hann um stuðning Stjörnumanna í stúkunni í kvöld en hann var magnaður allan leikinn. „Hann kom meira að segja okkur á óvart. Maður býst við miklu af Silfurskeiðinni en hún getur alltaf komið manni á óvart.“ Ólafur skoraði alls þrjú mörk af vítapunktinum í rimmunni, þar af eitt í kvöld. „Þetta var ekki alveg nógu gott víti hjá mér. En fór inn og það skipti öllu.“ Hann sagði svo að hann hafi átt þátt í sigurmarki Atla. „Þetta var frábær stoðsending úr innkastinu,“ sagði hann og brosti. „Hann þurfti voða lítið að gera eftir það.“ „En Atli hefur verið að spila frábærlega og hann átti það þvílíkt skilið að skora þetta mark. Ég hefði ekki getað verið sáttari við þetta.“ Præst: Gaman að spila vel gegn sterku liði„Þetta var klikkuð stemning og algjörlega frábært,“ sagði hinn magnaði Michael Præst sem átti frábæran leik á miðju Stjörnunnar í dag. „Ég hef aldrei upplifað aldrei eins. Svona stuðiningur fleytir manni áfram. Við lentum tvisvar undir í kvöld en stuðningsmennirnir hættu aldrei. Við vildum fá góð úrslit fyrir þau.“ Hann segir að það hafi ekkert annað komið til greina í dag en að halda fullri einbeitingu allan leikinn. „Það er einfaldlega það sem þarf að gera í svona leikjum. Maður má ekki gefa tommu eftir enda refsa svona lið fyrir hver einustu mistök.“ „Þeir sköpuðu sér ekki mikið í kvöld en í báðum mörkunum þeirra var ruglingur á okkar skipulagi. Svona góð lið nýta sér það.“ Præst segir að hann eigi sér drauma um að spila í stærri deildum eins og aðrir knattspyrnumenn og því hafi það verið kærkomið að eiga góðan dag gegn svo sterkum andstæðingi. „Það er alltaf gaman að bera sig saman við lið úr sterkum deildum og öfluga leikmenn. En þetta var bara ekki ég - allt liðið spilaði frábærlega og lögðu gríðarlega mikið á sig. Liðsheildin var mögnuð.“ Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Atli Jóhannsson var hetja Stjörnunnar er hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á Motherwell með stórkostlegu marki í uppbótartíma. Motherwell hafði komist tvívegis yfir í leiknum með mörkum þeirra Steven Hammell og Lionel Ainsworth. Fyrra jöfnunarmark Stjörnunnar kom úr vítaspyrnu Ólafs Karls Finsen en það var þriðja mark Stjörnunnar úr víti í rimmunni. Eftir að Motherwell komst í 2-1 forystu virtist öll von úti fyrir heimamenn en þeir gáfust ekki upp og skoraði varamaðurinn Rolf Toft frábært jöfnunarmark á 85. mínútu. Framlengingin fór svo af stað með látum þar sem bæði lið fengu færi til að skora. En það var svo magnaður þrumufleygur Atla í slána og inn sem gerði út um einvígið. Stjörnumenn fögnuðu gríðarlega og ekki síst þeir fjölmörgu áhorfendur í stúkunni sem voru frábærir í kvöld. Sungu og trölluðu allan leikinn en Silfurskeiðin á heiður skilin fyrir stuðninginn í kvöld. Stjarnan mætir Lech Poznan í þriðju umferð keppninnar en það er ljóst að mark Atla var dýrmætt fyrir gjaldkera Stjörnunnar sem fagnaði líklega einna manna mest. Evrópuævintýri Garðbæinga heldur því áfram. Eins og var viðbúið byrjuðu Skotarnir af miklum krafti og ætluðu greinilega að gera út um rimmunna strax í upphafi. Eitthvað voru taugarnar að stríða Stjörnumönnum sem gerðu sig seka um nokkur mistök. Skotarnir náðu að færa sér eitt slíkt í nyt á elleftu mínútu þegar þeir fengu sína þriðju hornspyrnu í leiknum. Bakvörðurinn Hammell var skilinn eftir einn á auðum sjó í miðjum vítateignum og hann þakkaði fyrir sig með því að afgreiða auðvelt skallamark í netið. Garðbæingar voru nokkrar mínútur að ná áttum eftir þetta en fundu taktinn eftir því sem leið á leikinn, ekki síst vegna þess frábæra stuðnings sem þeir fengu úr þéttsetinni stúkunni. Stjarnan missti reyndar Veigar Pál út af vegna meiðsla á 26. mínútu en varamaður hans, Rolf Toft, kom með fínan kraft inn í leikinn sem Garðbæingar náðu að nýta sér. Eftir nokkur hálffæri fengu Stjörnumenn réttilega dæmt víti þegar brotið var á Atla Jóhannssyni. Var það þriðja víti Stjörnunnar í rimmunni og rétt eins og í hin skiptin afgreiddi Ólafur Karl boltann örugglega í netið. Það var mikill kraftur í Skotunum í upphafi síðari hálfleiks en Stjörnumenn svöruðu í sömu mynt og bæði lið fengu góð færi. Heimamenn sluppu fyrir horn þegar Daníel Laxdal skaut í eigin stöng en urðu að játa sig sigraða á 66. mínútu. Josh Law sótti þá upp vinstri kantinn og gaf einfalda fyrirgjöf á fjarstöng sem Ainsworth stýrði í netið af stuttu færi. Stjörnumenn héldu þó áfram og voru gjörsamlega óþreytandi. Það virtist ætla að ganga illa að skapa þetta eina færi sem þeir þurftu til að jafna metin en á 85. mínútu kom það. Atli fékk pláss fyrir framan vítateiginn, fann Toft sem lék varnarmenn Skotanna grátt og skoraði með föstu skoti. Skotarnir voru slegnir af laginu og virtust þreyttir. Engu að síður var mikið fjör í fyrri hálfleik framlengingarinnar og bæði lið gerðu sig líkleg til að skora. En þegar leikurinn virtist ætla að fjara út í síðari hálfleiknum kom þetta glæsilega sigurmark Atla sem kom að því virtist upp úr þurru. Eftir stendur þessi glæsilegi sigur Stjörnumanna og ógleymanleg kvöldstund fyrir alla Garðbæinga. Allir leikmenn Stjörnunnar áttu stórleik í kvöld en ekki síst þeir Præst og Atli á miðjunni. Þeir voru einfaldlega framúrskarandi og stjórnuðu miðjunni lengst af í leiknum. Ingvar átti einnig góðan dag í markinu, kantmennirnir báðir voru afar sprækir og Toft kom inn í leikinn af miklum krafti. Fyrst og fremst var þetta þó sigur liðsheildarinnar hjá Stjörnunni og verður að hrósa Garðbæingum fyrir þá miklu seiglu sem leikmenn sýndu í kvöld og óbilandi baráttuhug gegn þessu öfluga skoska liði. Rúnar Páll: Við misstum aldrei trúnaRúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var vitanlega í skýjunum með sigurinn á Motherwell í kvöld. „Þetta var bara ótrúlegt,“ sagði hann um sigurmark Atla Jóhannssonar í framlengingunni. „Það var ótrúlegt að fá þetta mark í lokin en við trúðum samt alltaf að við gætum unnið.“ „Við sýndum í seinni hálfleik og framlengingunni að við værum sterkari aðilinn. Þeir voru aðallega í löngum boltum og sköpuðu sér ekki mikið.“ Hann sagði að það hefði verið lögð áhersla á að stöðva kantspilið hjá Motherwell og að það hefði gengið vel. „Þeir fengu svo fullt af hornspyrnum og við vissum að það stafaði hætta af þeim. Þeir skoruðu eftir horn snemma og svo sváfum við á verðinum í seinna markinu. Það var bara léleg varnarvinna.“ „Við sköpuðum helling af færum í þessum leik og það kom mikill kraftur í leikinn með varamönnunum. Allir stóðu sig frábærlega.“ Stjarnan lenti fjórum sinnum undir í rimmunni en stóð uppi sem sigurvegari. „Við höfum sýnt áður í sumar að við gefumst aldrei upp. Það er þvílík seigla og strákarnir eru hrikalega duglegir. Ég er mjög stoltur af þeim - þeir gefast aldrei upp.“ „Við átum miðjuna og þeir komust einfaldlega ekki í gegnum okkur þar. Leikskipulagið gekk mjög vel upp hjá okkur.“ McCall: Ekki vandræðalegt að tapa fyrir StjörnunniStuart McCall, fyrrum landsliðsmaður Skota og knattspyrnustjóri Motherwell, var eðlilega afar niðurlútur á blaðamannafundi í leikslok. „Við hefðum getað drepið leikinn í stöðunni 2-1 en gerðum það ekki. Jöfnunarmarkið þeirra var slakt af okkar hálfu,“ sagði hann. „Við fengum svo 2-3 færi til að klára leikinn í fyrri hálfleik framlengingarinnar áður en þeir skoruðu þriðja markið. Aftur var það léleg varnarvinna hjá okkur.“ Hann var spurður af skoskum blaðamanni hvort það hefði verið vandræðalegt að tapa fyrir Stjörnunni. „Nei, alls ekki,“ svaraði hann. „Auðvitað eru þetta gríðarlega mikil vonbrigði en við misstum bara einbeitinguna. Við hleyptum þeim aftur inn í leikinn þegar við áttum að klára dæmið.“ Hann sagði að vítið sem Stjarnan fékk hafi verið réttur dómur, rétt eins og í vítunum tveimur sem Garðbæingar fengu í fyrri leiknum. Atli: Var búinn að kaupa miða á ÞjóðhátíðHélt fyrst að boltinn hefði farið yfir þegar hann skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Motherwell. Atli Jóhannsson brosti breitt í viðtölum við fjölmiðla eftir 3-2 sigur Stjörnunnar á Motherwell í kvöld en hann tryggði sínum mönnum sigur með glæsilegu marki í framlengingu. „Það var smá yfirvinna hjá okkur í dag en Ingvar var eitthvað slappur í markinu og við ákváðum að sleppa vítakeppninni,“ sagði Atli í léttum dúr. Markið dýrmæta skoraði hann eftir að hafa fengið boltann eftir innkast Ólafs Karls Finsen en Atli viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hugsa neitt sérstakt þegar hann lét bara vaða að marki. „Það kom hlaup frá framliggjandi miðjumanni og ég fór því í hans stöðu. Það fylgdi mér enginn og þá var ekkert annað að gera en að negla á markið, enda með vindinn í bakið.“ Atli virtist einfaldlega hissa þegar hann horfði á eftir boltanum í markið. „Ég sá ekki hvert boltinn fór. Ég hélt fyrst að hann hafði farið yfir. Svo sá ég Ólaf Karl brosa út að eyrum og þá þurfti maður að finna eitthvað fagn. Það gekk eitthvað illa - menn trúðu þessu bara ekki.“ Hann lofaði þó lið Motherwell og sagði að þar væri sterkt lið á ferð. „Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hversu öflugt þetta lið er. Það er mikill hraði í spilinu og alltaf eitthvað að gerast - því var það svo sterkt hjá okkur að koma til baka, og það tvisvar.“ „Þetta er skemmtilegt. Á þessum lifum við. Stuðningsmennirnir voru frábærir og menn vilja oft hætta að hvetja þegar liðið lendir undir en það gerðist ekki í kvöld. Við þurfum líka á slíkum stuðningi að halda og þeir hjálpuðu okkur að koma til baka.“ Stjarnan mætir næst Lech Poznan frá Póllandi og Atla líst vel á þá rimmu. „Ég var reyndar búinn að bóka miða á Þjóðhátíð og þarf því að breyta mínum plönum eitthvað. En þetta er ævintýri sem heldur áfram hjá okkur.“ Ólafur Karl: Silfurskeiðin kemur manni alltaf á óvart„Tilfinningin er frábær. Það er ótrúlega gaman að geta glatt svona mikið af fólki,“ sagði Ólafur Karl Finsen eftir magnaðan 3-2 sigur Stjörnunnar á Motherwell í kvöld. „Við elskum þetta líka - þetta var frábært,“ sagði hann um stuðning Stjörnumanna í stúkunni í kvöld en hann var magnaður allan leikinn. „Hann kom meira að segja okkur á óvart. Maður býst við miklu af Silfurskeiðinni en hún getur alltaf komið manni á óvart.“ Ólafur skoraði alls þrjú mörk af vítapunktinum í rimmunni, þar af eitt í kvöld. „Þetta var ekki alveg nógu gott víti hjá mér. En fór inn og það skipti öllu.“ Hann sagði svo að hann hafi átt þátt í sigurmarki Atla. „Þetta var frábær stoðsending úr innkastinu,“ sagði hann og brosti. „Hann þurfti voða lítið að gera eftir það.“ „En Atli hefur verið að spila frábærlega og hann átti það þvílíkt skilið að skora þetta mark. Ég hefði ekki getað verið sáttari við þetta.“ Præst: Gaman að spila vel gegn sterku liði„Þetta var klikkuð stemning og algjörlega frábært,“ sagði hinn magnaði Michael Præst sem átti frábæran leik á miðju Stjörnunnar í dag. „Ég hef aldrei upplifað aldrei eins. Svona stuðiningur fleytir manni áfram. Við lentum tvisvar undir í kvöld en stuðningsmennirnir hættu aldrei. Við vildum fá góð úrslit fyrir þau.“ Hann segir að það hafi ekkert annað komið til greina í dag en að halda fullri einbeitingu allan leikinn. „Það er einfaldlega það sem þarf að gera í svona leikjum. Maður má ekki gefa tommu eftir enda refsa svona lið fyrir hver einustu mistök.“ „Þeir sköpuðu sér ekki mikið í kvöld en í báðum mörkunum þeirra var ruglingur á okkar skipulagi. Svona góð lið nýta sér það.“ Præst segir að hann eigi sér drauma um að spila í stærri deildum eins og aðrir knattspyrnumenn og því hafi það verið kærkomið að eiga góðan dag gegn svo sterkum andstæðingi. „Það er alltaf gaman að bera sig saman við lið úr sterkum deildum og öfluga leikmenn. En þetta var bara ekki ég - allt liðið spilaði frábærlega og lögðu gríðarlega mikið á sig. Liðsheildin var mögnuð.“
Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira