„Stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning“ Randver Kári Randversson skrifar 23. júlí 2014 16:00 Sveinn Rúnar hvetur alla til að mæta á fundinn félagsins Ísland-Palestína á Ingólfstorgi. Vísir/Arnþór/Vilhelm „Það er algjör þjóðarsamstaða um þennan fund, það eru fjölmennustu samtök landsins og flokkar og aðrir með í honum, auglýsa fundinn og styðja hann á annan hátt. Það er alveg stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag klukkan 17, vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, m.a. ASÍ, BSRB, BHM, ÖBÍ, SFR, VLFA, KÍ, Efling, Samfylking, Dögun, Píratar, VG, SHA og MFÍK. Fundurinn er haldinn undir kjörorðunum „Stöðvum blóðbaðið á Gaza tafarlaust, alþjóðlega vernd fyrir Palestínumenn, burt með herkvína um Gaza, niður með hernámið og frjáls Palestína“. „Þetta mál er algerlega hafið yfir alla flokka. Þjóðin hefur gert þetta að sínu máli. Þessar kröfur okkar eru náttúrulega þær sömu og hafa hljómað um allan heim að það verði að stöðva þetta blóðbað tafarlaust og aflétta umsátrinu um Gaza-ströndina,“ segir Sveinn Rúnar. Á fundinum mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytja ávarp. Þóra Karítas Árnadóttir les ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk og kórinn Vox Palestine flytur sönginn Þú veist í hjarta þér. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Að lokum verður ályktun fundarins lesin upp. Að loknum fundinum verður gengið að Stjórnarráðinu eftir Austurstræti með minningarkrans með borða sem á eru skráð nöfn meira en 600 fórnarlamba hernaðar Ísraels hingað til. Við það tækifæri mun Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmaður forsætisráðherra, taka við ályktun fundarins fyrir hönd forsætisráðherra, sem er staddur erlendis. Sveinn Rúnar hvetur alla til að mæta á fundinn og sína málstaðnum stuðning. „Við vonumst til að sem flestir mæti og taki þátt í þessu og haldi uppi þessum kröfum dagsins. Við erum að treysta á það og heita á bæði stjórnvöld og okkur sjálf að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bundinn verðir endir á þetta blóðbað tafarlaust. Þar erum við náttúrulega samstíga milljónum um allan heim sem eru að mótmæla og halda uppi sömu kröfum.“ Gasa Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
„Það er algjör þjóðarsamstaða um þennan fund, það eru fjölmennustu samtök landsins og flokkar og aðrir með í honum, auglýsa fundinn og styðja hann á annan hátt. Það er alveg stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag klukkan 17, vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, m.a. ASÍ, BSRB, BHM, ÖBÍ, SFR, VLFA, KÍ, Efling, Samfylking, Dögun, Píratar, VG, SHA og MFÍK. Fundurinn er haldinn undir kjörorðunum „Stöðvum blóðbaðið á Gaza tafarlaust, alþjóðlega vernd fyrir Palestínumenn, burt með herkvína um Gaza, niður með hernámið og frjáls Palestína“. „Þetta mál er algerlega hafið yfir alla flokka. Þjóðin hefur gert þetta að sínu máli. Þessar kröfur okkar eru náttúrulega þær sömu og hafa hljómað um allan heim að það verði að stöðva þetta blóðbað tafarlaust og aflétta umsátrinu um Gaza-ströndina,“ segir Sveinn Rúnar. Á fundinum mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytja ávarp. Þóra Karítas Árnadóttir les ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk og kórinn Vox Palestine flytur sönginn Þú veist í hjarta þér. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Að lokum verður ályktun fundarins lesin upp. Að loknum fundinum verður gengið að Stjórnarráðinu eftir Austurstræti með minningarkrans með borða sem á eru skráð nöfn meira en 600 fórnarlamba hernaðar Ísraels hingað til. Við það tækifæri mun Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmaður forsætisráðherra, taka við ályktun fundarins fyrir hönd forsætisráðherra, sem er staddur erlendis. Sveinn Rúnar hvetur alla til að mæta á fundinn og sína málstaðnum stuðning. „Við vonumst til að sem flestir mæti og taki þátt í þessu og haldi uppi þessum kröfum dagsins. Við erum að treysta á það og heita á bæði stjórnvöld og okkur sjálf að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bundinn verðir endir á þetta blóðbað tafarlaust. Þar erum við náttúrulega samstíga milljónum um allan heim sem eru að mótmæla og halda uppi sömu kröfum.“
Gasa Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira