Tinna skírði frumburðinn: Föndraði skírnarkertið sjálf Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 12:30 Veðrið lék við mæðgurnar á skírnardaginn. Myndir/KJ photography „Undirbúningurinn fólst aðallega í því að fá hugmyndir á netinu og notaðist ég mikið við Pinterest,“ segir blaðakonan Tinna Alavis. Hún og hennar heittelskaði, Unnar Bergþórsson, skírðu frumburðinn þann 10. ágúst síðastliðinn og fékk litla hnátan nafnið Ísabella Birta. Tinna segist hafa fengið góða aðstoð frá fjölskyldu sinni við að undirbúa skírnarveisluna en veislan var afar stílhrein og falleg. „Ég valdi frekar rómantískan stíl og hlýja litatóna á skírnarborðið. Ég skreytti skírnarborðið til dæmis með bleikum liljum, spiladós og hringekju sem ég verslaði í Kjólar & Konfekt á Laugaveginum. Skírnarkertið föndraði ég sjálf. Ég notaði einnig glervörur frá iittala sem skraut á borðið en það er uppáhalds merkið mitt. Skírnartertuna pantaði ég hjá Jóa Fel og var hún mikið skraut út af fyrir sig. Ég prentaði út mynd af Ísabellu og setti í fallegan ramma á borðið sem kom vel út,“ segir Tinna.Falleg mynd af Ísabellu á skírnarborðinu.Skírnarkjól Ísabellu pantaði hún erlendis frá en hvernig var nafnið ákveðið? „Við völdum það einfaldlega vegna þess að okkur fannst það fallegt. Við vorum frekar fljót að ákveða fyrra nafnið en aðeins lengur með það seinna. Reyndar vorum við búin að ákveða annað eftirnafn en síðan fannst okkur hún bara vera svo mikil Birta og gleðigjafi,“ segir Tinna brosandi. Hún hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið þegar skírnarveisla er undirbúin.Tertan frá Jóa Fel var skraut út af fyrir sig.„Mér finnst blóm alltaf gera ótrúlega mikið, hvort sem það er skírn, ferming eða brúðkaup. Um að gera að leika sér nógu mikið og láta hugmyndaflugið ráða ferðinni. Númer eitt, tvö og þrjú er að byrja tímanlega að sanka að sér hugmyndum og ákveða þema.“ Ísabella kom í heiminn þann 13. apríl síðastliðinn og unir Tinna sér vel í móðurhlutverkinu.Skírnarkertið föndraði Tinna sjálf.„Móðurhlutverkið hefur gengið eins og í sögu þessa fyrstu fjóra mánuði. Þetta er nýtt og skemmtilegt hlutverk sem gefur svo sannarlega mikið,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hyggi á frekari barneignir stendur ekki á svörunum.Falleg mynd af feðginunum.„Já, mig langar í fleiri börn fljótlega. Þetta er það yndislegasta sem hefur komið fyrir mig. Þrjú börn væri voðalega gaman, get ég ímyndað mér. Sjáum til hvað betri helmingurinn segir við því,“ segir Tinna og hlær dátt. Fylgist með Tinnu á bloggsíðu hennnar hér.Kjóll Tinnu tónaði vel við skírnarborðið.Tinna unir sér vel í móðurhlutverkinu.Rómantískur blær.Ísabella er mikill gleðigjafi. Tengdar fréttir "Elsku Ísabella okkar er komin í heiminn" Tinna Alavis orðin móðir. 19. apríl 2014 21:15 Hlakkar til að takast á við móðurhlutverkið Fyrirsætan Tinna Alavis á von á barni í næsta mánuði. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Undirbúningurinn fólst aðallega í því að fá hugmyndir á netinu og notaðist ég mikið við Pinterest,“ segir blaðakonan Tinna Alavis. Hún og hennar heittelskaði, Unnar Bergþórsson, skírðu frumburðinn þann 10. ágúst síðastliðinn og fékk litla hnátan nafnið Ísabella Birta. Tinna segist hafa fengið góða aðstoð frá fjölskyldu sinni við að undirbúa skírnarveisluna en veislan var afar stílhrein og falleg. „Ég valdi frekar rómantískan stíl og hlýja litatóna á skírnarborðið. Ég skreytti skírnarborðið til dæmis með bleikum liljum, spiladós og hringekju sem ég verslaði í Kjólar & Konfekt á Laugaveginum. Skírnarkertið föndraði ég sjálf. Ég notaði einnig glervörur frá iittala sem skraut á borðið en það er uppáhalds merkið mitt. Skírnartertuna pantaði ég hjá Jóa Fel og var hún mikið skraut út af fyrir sig. Ég prentaði út mynd af Ísabellu og setti í fallegan ramma á borðið sem kom vel út,“ segir Tinna.Falleg mynd af Ísabellu á skírnarborðinu.Skírnarkjól Ísabellu pantaði hún erlendis frá en hvernig var nafnið ákveðið? „Við völdum það einfaldlega vegna þess að okkur fannst það fallegt. Við vorum frekar fljót að ákveða fyrra nafnið en aðeins lengur með það seinna. Reyndar vorum við búin að ákveða annað eftirnafn en síðan fannst okkur hún bara vera svo mikil Birta og gleðigjafi,“ segir Tinna brosandi. Hún hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið þegar skírnarveisla er undirbúin.Tertan frá Jóa Fel var skraut út af fyrir sig.„Mér finnst blóm alltaf gera ótrúlega mikið, hvort sem það er skírn, ferming eða brúðkaup. Um að gera að leika sér nógu mikið og láta hugmyndaflugið ráða ferðinni. Númer eitt, tvö og þrjú er að byrja tímanlega að sanka að sér hugmyndum og ákveða þema.“ Ísabella kom í heiminn þann 13. apríl síðastliðinn og unir Tinna sér vel í móðurhlutverkinu.Skírnarkertið föndraði Tinna sjálf.„Móðurhlutverkið hefur gengið eins og í sögu þessa fyrstu fjóra mánuði. Þetta er nýtt og skemmtilegt hlutverk sem gefur svo sannarlega mikið,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hyggi á frekari barneignir stendur ekki á svörunum.Falleg mynd af feðginunum.„Já, mig langar í fleiri börn fljótlega. Þetta er það yndislegasta sem hefur komið fyrir mig. Þrjú börn væri voðalega gaman, get ég ímyndað mér. Sjáum til hvað betri helmingurinn segir við því,“ segir Tinna og hlær dátt. Fylgist með Tinnu á bloggsíðu hennnar hér.Kjóll Tinnu tónaði vel við skírnarborðið.Tinna unir sér vel í móðurhlutverkinu.Rómantískur blær.Ísabella er mikill gleðigjafi.
Tengdar fréttir "Elsku Ísabella okkar er komin í heiminn" Tinna Alavis orðin móðir. 19. apríl 2014 21:15 Hlakkar til að takast á við móðurhlutverkið Fyrirsætan Tinna Alavis á von á barni í næsta mánuði. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Hlakkar til að takast á við móðurhlutverkið Fyrirsætan Tinna Alavis á von á barni í næsta mánuði. 25. mars 2014 07:30