Ferðir fyrir forvitnar fjölskyldur Rikka skrifar 11. ágúst 2014 11:00 Mynd/skjáskot Ferðafélag barnanna stendur allt árið um kring fyrir skemmtilegum og fræðandi göngu- og skoðunarferðum fyrir fjölskyldur. Ferðirnar eru allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga. Farið er í fuglaskoðunarferðir, fræðst um álfa og tröll auk þess sem staðið er fyrir hinni árlegu jólaferð en þá er haldið inn í Þórsmörk þar sem umhverfið er skoðað auk þess sem haldin er kvöldvaka og föndrað. Ferðirnar eru allar mótaðar með það í huga að fjölskyldan eigi góða stund saman og börnin fræðist um umhverfi sitt. Næsta ferð félagsins er þann 12.ágúst næstkomandi en þá verða leyndardómar Laugarnessins skoðaðir. Byrjað er á því að skoða útilistaverkin hjá Sigurjónssafni og svo er rölt með ströndinni að Skarfakletti sem stendur upp úr hvítri sandfjöru. Þar er gott að staldra við, leika sér í sandinum og reyna að brölta upp á klettinn. Í bakaleiðinni verður bankað upp á hjá kvikmyndaleikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni þar sem skoðuð verður risavaxin hvönn, njólar og margs konar skúlptúrar. Ferðin er tilvalin fyrir þá sem vilja brjóta upp hversdagsleikann og upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt með börnunum. Heilsa Mest lesið „Ekki gera mér þetta“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ferðafélag barnanna stendur allt árið um kring fyrir skemmtilegum og fræðandi göngu- og skoðunarferðum fyrir fjölskyldur. Ferðirnar eru allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga. Farið er í fuglaskoðunarferðir, fræðst um álfa og tröll auk þess sem staðið er fyrir hinni árlegu jólaferð en þá er haldið inn í Þórsmörk þar sem umhverfið er skoðað auk þess sem haldin er kvöldvaka og föndrað. Ferðirnar eru allar mótaðar með það í huga að fjölskyldan eigi góða stund saman og börnin fræðist um umhverfi sitt. Næsta ferð félagsins er þann 12.ágúst næstkomandi en þá verða leyndardómar Laugarnessins skoðaðir. Byrjað er á því að skoða útilistaverkin hjá Sigurjónssafni og svo er rölt með ströndinni að Skarfakletti sem stendur upp úr hvítri sandfjöru. Þar er gott að staldra við, leika sér í sandinum og reyna að brölta upp á klettinn. Í bakaleiðinni verður bankað upp á hjá kvikmyndaleikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni þar sem skoðuð verður risavaxin hvönn, njólar og margs konar skúlptúrar. Ferðin er tilvalin fyrir þá sem vilja brjóta upp hversdagsleikann og upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt með börnunum.
Heilsa Mest lesið „Ekki gera mér þetta“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira