Fyrirspurnum frá flugfarþegum rignir inn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 12:00 mynd/Kristján Þór Kristjánsson Allir áætlunarflugvellir landsins eru opnir og eins og staðan er núna þykir ólíklegt að gosið hafi áhrif á flugumferð, bæði til og frá landinu og innanalands. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þó að fyrirspurnum frá flugfarþegum rigni inn. Þegar fyrstu fréttir bárust af gosinu í nótt var litakóði vegna flugs hefur færður upp í rautt og lýst 120 sjómílna hættusvæði umhverfis eldstöðina í Holuhrauni, en Akureyrarflugvöllur féll innan þess svæðis. Um sexleytið í morgun var skilgreint flughættusvæði minkað niður í 10 sjómílur og fimm þúsund fet. Takmörkunum á flugi um Akureyrarflugvöll var aflétt og eru allir flugvellir landsins því opnir. Bannsvæði fyrir flug er þó enn í þriggja sjómílna radíus umhverfis eldstöðina. Nýjustu upplýsingar benda til þess að öskudreifing sé óveruleg en Veðurstofan ákvað um klukkan hálfellefu að færa litakóðann fyrir flugumferð yfir Bárðarbungu í appelsínugult, þar sem ekki er talið líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á flugumferð frá Keflavíkurflugvelli. Icelandair hefur ekki frestað neinum flugverðum né stendur það til, samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins. „Þetta svæði þar sem hefur verið lokað fyrir flug er mjög lítið og hefur engin áhrif á alþjóðaflug eða flug milli Íslands og annarra landa. Þetta er bara eins og á venjulegum degi,“ segir hann. Fjölmargir flugfarþegar hafa þó hringt og sent inn fyrirspurnir. „Það hefur auðvitað áhrif að fjölmiðlar úti í heimi hafa flutt af þessu fréttir og alls ekki gert lítið úr þessu. Fólk er að hringja inn og hefur eðlilegar áhyggjur af stöðunni. Nú þegar fjölmiðlar eru farnir að birta myndir af þessu dregur vonandi úr fyrirspurnunum, því eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að þetta hafi nein áhrif ,“ segir Guðjón. Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Allir áætlunarflugvellir landsins eru opnir og eins og staðan er núna þykir ólíklegt að gosið hafi áhrif á flugumferð, bæði til og frá landinu og innanalands. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þó að fyrirspurnum frá flugfarþegum rigni inn. Þegar fyrstu fréttir bárust af gosinu í nótt var litakóði vegna flugs hefur færður upp í rautt og lýst 120 sjómílna hættusvæði umhverfis eldstöðina í Holuhrauni, en Akureyrarflugvöllur féll innan þess svæðis. Um sexleytið í morgun var skilgreint flughættusvæði minkað niður í 10 sjómílur og fimm þúsund fet. Takmörkunum á flugi um Akureyrarflugvöll var aflétt og eru allir flugvellir landsins því opnir. Bannsvæði fyrir flug er þó enn í þriggja sjómílna radíus umhverfis eldstöðina. Nýjustu upplýsingar benda til þess að öskudreifing sé óveruleg en Veðurstofan ákvað um klukkan hálfellefu að færa litakóðann fyrir flugumferð yfir Bárðarbungu í appelsínugult, þar sem ekki er talið líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á flugumferð frá Keflavíkurflugvelli. Icelandair hefur ekki frestað neinum flugverðum né stendur það til, samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins. „Þetta svæði þar sem hefur verið lokað fyrir flug er mjög lítið og hefur engin áhrif á alþjóðaflug eða flug milli Íslands og annarra landa. Þetta er bara eins og á venjulegum degi,“ segir hann. Fjölmargir flugfarþegar hafa þó hringt og sent inn fyrirspurnir. „Það hefur auðvitað áhrif að fjölmiðlar úti í heimi hafa flutt af þessu fréttir og alls ekki gert lítið úr þessu. Fólk er að hringja inn og hefur eðlilegar áhyggjur af stöðunni. Nú þegar fjölmiðlar eru farnir að birta myndir af þessu dregur vonandi úr fyrirspurnunum, því eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að þetta hafi nein áhrif ,“ segir Guðjón.
Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira