Hugsar til félaga sinna í Kelduhverfinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2014 16:20 Mynd/Landmælingar „Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. Erlendur er sumarbústaðaeigandi í Kelduhverfi norðan Jökulsárgljúfurs. Íbúar og sumarbústaðaeigendur á svæðinu hafa fengið sig full sadda af slæmu fjarskiptasambandi á svæðinu. „Síðan turninn féll í vetur hafa eiginlega útvarpssendingar Ríkisútvarpsins horfið,“ segir Erlendur. Hann sjálfur er staddur á höfuðborgarsvæðinu en hugsar til félaga sinna á svæðinu. „Ég var að hlusta á Rás 2 áðan þar sem fólk í Kelduhverfinu var hvatt til þess að fylgjast vel með fréttum og leiðbeiningum á RÚV,“ segir Erlendur. Það sé sérstaklega fyndið en þó ekki í ljósi þess að fólk nær ekki RÚV. Bylgjan sé í raun og veru eina útvarpsstöðin sem náist á svæðinu og fólk treysti á. „Við í Kelduhverfinu erum búin að tala við allt frá kóngi til prests. Einu svörin sem maður fær er að senda tölvupóst,“ segir Erlendur. Hann minnir á að Kelduhverfið sé jarðskjálftasvæði auk þess sem bæði sé hætta á eldgosi og hlaupi í Jökulsá á fjöllum. „Ég hef sjálfur hringt í RÚV, Símann og Póst- og fjarskiptastofnun. Svörin sem maður fær er bara úps,“ segir Erlendur. „Eini almennilegi maðurinn sem ég hef talað við er útvarpsstjóri sem lofaði að skoða þetta á næstu mánuðum.“ Erlendur telur að rétt undir hundrað manns séu með fasta búsetu á svæðinu. Auk þess er fjöldi fólks með sumarbústaði og afdrep yfir sumartímann. „Þetta snýst ekki bara um skemmtun heldur er þetta algjört öryggisatriði. Nú reynir á þetta og manni verður bilt við hérna fyrir sunnan þar sem fólk í Kelduhverfinu, sem nær ekki Rás 2, er hvatt til að hlusta á Rás 2.“Uppfært klukkan 17:27 Í tilkynningu frá RÚV er fullyrt að langbylgja RÚV náist á svæðinu. Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
„Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. Erlendur er sumarbústaðaeigandi í Kelduhverfi norðan Jökulsárgljúfurs. Íbúar og sumarbústaðaeigendur á svæðinu hafa fengið sig full sadda af slæmu fjarskiptasambandi á svæðinu. „Síðan turninn féll í vetur hafa eiginlega útvarpssendingar Ríkisútvarpsins horfið,“ segir Erlendur. Hann sjálfur er staddur á höfuðborgarsvæðinu en hugsar til félaga sinna á svæðinu. „Ég var að hlusta á Rás 2 áðan þar sem fólk í Kelduhverfinu var hvatt til þess að fylgjast vel með fréttum og leiðbeiningum á RÚV,“ segir Erlendur. Það sé sérstaklega fyndið en þó ekki í ljósi þess að fólk nær ekki RÚV. Bylgjan sé í raun og veru eina útvarpsstöðin sem náist á svæðinu og fólk treysti á. „Við í Kelduhverfinu erum búin að tala við allt frá kóngi til prests. Einu svörin sem maður fær er að senda tölvupóst,“ segir Erlendur. Hann minnir á að Kelduhverfið sé jarðskjálftasvæði auk þess sem bæði sé hætta á eldgosi og hlaupi í Jökulsá á fjöllum. „Ég hef sjálfur hringt í RÚV, Símann og Póst- og fjarskiptastofnun. Svörin sem maður fær er bara úps,“ segir Erlendur. „Eini almennilegi maðurinn sem ég hef talað við er útvarpsstjóri sem lofaði að skoða þetta á næstu mánuðum.“ Erlendur telur að rétt undir hundrað manns séu með fasta búsetu á svæðinu. Auk þess er fjöldi fólks með sumarbústaði og afdrep yfir sumartímann. „Þetta snýst ekki bara um skemmtun heldur er þetta algjört öryggisatriði. Nú reynir á þetta og manni verður bilt við hérna fyrir sunnan þar sem fólk í Kelduhverfinu, sem nær ekki Rás 2, er hvatt til að hlusta á Rás 2.“Uppfært klukkan 17:27 Í tilkynningu frá RÚV er fullyrt að langbylgja RÚV náist á svæðinu.
Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira