Hvað á nýja eldstöðin að heita? Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2014 21:13 Ýmsar tillögur hafa komið upp varðandi mögulegt heiti á nýju eldstöðinni. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, varpaði fram ýmsum hugmyndum og spurði hvort nú ætti að kalla þetta Holuhrauns- eða Holuelda. Hann nefndi að mögulega væri hægt að tengja eldstöðina við landnámsmanninn Bárð þar sem hraunið væri runnið undan Bárðarbungu. Þá kom gosið upp skammt undan Dyngjujökli og ekki langt frá Dyngjuvatni. „Gætu þetta verið Dyngjueldar og Dyngjuhraun? Hraunið er líka farið að flæða yfir svæði sem kallast Flæður. Gætu Flæðurnar orðið rót að nafni? Svo gæti kannski einhverjum dottið í hug hvort minnast mætti Apollo-geimfaranna sem þarna æfðu tunglferðir. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, sem fylgdi Neil Armstrong og félögum um Öskjusvæðið, gaf gili þarna nafnið Nautagil, - ekki vegna nautgripa, heldur vegna þess að þar voru astronaut. En þarna er líka Drekagil og Ármann Höskuldsson líkti gossprungunni í gær við glóandi Dreka. Kannski er þetta eldspúandi Drekinn. Það mætti kenna eldstöðina við hann." Fréttastofa hvatti almenning til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og eldunum og hafa fjölmargar tillögur borist. Flestir leggja til Drekahraun og þá vilja einnig fjölmargir kalla það Bárðarhraun. Meðal annarra tillagna má nefna Dómsdyngju, Bunguelda, Bárðarvoða, Drekaflæður, Holubungu, Skjálftahraun, Holuflæður, Míluelda, Drekahryggi, Flæðanda, Drekaborg, Fáfniselda, Urðardyngju, Þorleifsgíga, Drekakamb, Heljarhraun, Berggangshraun, Dyngjuhraun, Flæðahraun, Lekahraun, Gosa og Kristjánshraun. Fréttastofa hvetur almenning til að halda áfram að senda tillögur á netfangið [email protected]. Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Ýmsar tillögur hafa komið upp varðandi mögulegt heiti á nýju eldstöðinni. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, varpaði fram ýmsum hugmyndum og spurði hvort nú ætti að kalla þetta Holuhrauns- eða Holuelda. Hann nefndi að mögulega væri hægt að tengja eldstöðina við landnámsmanninn Bárð þar sem hraunið væri runnið undan Bárðarbungu. Þá kom gosið upp skammt undan Dyngjujökli og ekki langt frá Dyngjuvatni. „Gætu þetta verið Dyngjueldar og Dyngjuhraun? Hraunið er líka farið að flæða yfir svæði sem kallast Flæður. Gætu Flæðurnar orðið rót að nafni? Svo gæti kannski einhverjum dottið í hug hvort minnast mætti Apollo-geimfaranna sem þarna æfðu tunglferðir. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, sem fylgdi Neil Armstrong og félögum um Öskjusvæðið, gaf gili þarna nafnið Nautagil, - ekki vegna nautgripa, heldur vegna þess að þar voru astronaut. En þarna er líka Drekagil og Ármann Höskuldsson líkti gossprungunni í gær við glóandi Dreka. Kannski er þetta eldspúandi Drekinn. Það mætti kenna eldstöðina við hann." Fréttastofa hvatti almenning til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og eldunum og hafa fjölmargar tillögur borist. Flestir leggja til Drekahraun og þá vilja einnig fjölmargir kalla það Bárðarhraun. Meðal annarra tillagna má nefna Dómsdyngju, Bunguelda, Bárðarvoða, Drekaflæður, Holubungu, Skjálftahraun, Holuflæður, Míluelda, Drekahryggi, Flæðanda, Drekaborg, Fáfniselda, Urðardyngju, Þorleifsgíga, Drekakamb, Heljarhraun, Berggangshraun, Dyngjuhraun, Flæðahraun, Lekahraun, Gosa og Kristjánshraun. Fréttastofa hvetur almenning til að halda áfram að senda tillögur á netfangið [email protected].
Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira