Geysir gæti komið í leitirnar hefjist gos í Bárðarbungu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2014 09:09 Haraldur Sigurðsson er einn virtasti eldfjallafræðingur landsins. vísir/anton brink „Ég tel fremur litlar líkur á að gos verði nú innan öskju Bárðarbungu, en ef svo verður, þá er ekki útilokað að flakið af flugvélinni Geysir komi aftur fram í dagsljósið.“ Þetta skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, á heimasíðu sína. „Nú þegar öll athygli þjóðarinnar beinist að Bárðarbungu í Vatnajökli, þá er tímabært að rifja upp merkilegan atburð sem gerðist þar árið 1950.“ Hinn 14.september árið 1950 fór Geysir, flugvél Loftleiða, í sína hinstu ferð. Brotlenti hún á suðaustanverðri Bárðarbungu, en vélin var á leið frá Lúxemborg með sex manna áhöfn, en enga farþega. Leitað var logandi ljósi að vélinni. Allar björgunarsveitir voru ræstar út, 15 flugvélar sveimuðu um 150 þúsund ferkílómetra svæði, þar af ein dönsk herflugvél. Fjórum dögum eftir brotlendinguna fannst vélin. Allir lifðu af, en sumir slasaðir. „Björgunarsveit frá Akureyri kom fyrst á slysstað hinn 20. september og allir komust niður af jöklinum, heilu og höldnu. Síðan hefur flugvélaflakið Geysir grafist smátt og smátt í fönn innan öskju Bárðarbungu,“ skrifar Haraldur og hefur eftir Helga Björnssyni jöklafræðing að flakið kunni nú ef til vill að vera komið niður á um 100 metra dýpi í jöklinum. Jörð skelfur nánast á hverri klukkustund sem líður við eldsumbrotasvæðið norðan Vatnajökuls. Flestir skjálftarnir við Bárðarbungu. Sérfræðingar segja ómögulegt að segja til um hvort gos muni hefjast í Bárðarbungu, en telja fullvíst að fleiri gos muni hefjast eftir að gosið í Holuhrauni fjarar út. Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
„Ég tel fremur litlar líkur á að gos verði nú innan öskju Bárðarbungu, en ef svo verður, þá er ekki útilokað að flakið af flugvélinni Geysir komi aftur fram í dagsljósið.“ Þetta skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, á heimasíðu sína. „Nú þegar öll athygli þjóðarinnar beinist að Bárðarbungu í Vatnajökli, þá er tímabært að rifja upp merkilegan atburð sem gerðist þar árið 1950.“ Hinn 14.september árið 1950 fór Geysir, flugvél Loftleiða, í sína hinstu ferð. Brotlenti hún á suðaustanverðri Bárðarbungu, en vélin var á leið frá Lúxemborg með sex manna áhöfn, en enga farþega. Leitað var logandi ljósi að vélinni. Allar björgunarsveitir voru ræstar út, 15 flugvélar sveimuðu um 150 þúsund ferkílómetra svæði, þar af ein dönsk herflugvél. Fjórum dögum eftir brotlendinguna fannst vélin. Allir lifðu af, en sumir slasaðir. „Björgunarsveit frá Akureyri kom fyrst á slysstað hinn 20. september og allir komust niður af jöklinum, heilu og höldnu. Síðan hefur flugvélaflakið Geysir grafist smátt og smátt í fönn innan öskju Bárðarbungu,“ skrifar Haraldur og hefur eftir Helga Björnssyni jöklafræðing að flakið kunni nú ef til vill að vera komið niður á um 100 metra dýpi í jöklinum. Jörð skelfur nánast á hverri klukkustund sem líður við eldsumbrotasvæðið norðan Vatnajökuls. Flestir skjálftarnir við Bárðarbungu. Sérfræðingar segja ómögulegt að segja til um hvort gos muni hefjast í Bárðarbungu, en telja fullvíst að fleiri gos muni hefjast eftir að gosið í Holuhrauni fjarar út.
Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira